Tvö lið í sumarfrí en eitt hélt sér á lífi í NBA í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2023 07:20 Devin Booker átti magnaðan leik með Phoenix Suns liðinu í nótt. AP/Matt York Los Angeles Clippers og Minnesota Timberwolves eru bæði komin í sumarfrí eftir tap í nótt í fimmta leik í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvígi sínu á móti Boston Celtics. Nikola Jokic var með þrefalda tvennu og Jamal Murray skoraði 35 stig þegar Denver Nuggets sló út Minnesota Timberwolves með 112-109 sigri. Denver vann einvígið því 4-1. Jokic bauð upp á 28 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum en hitti aðeins úr 8 af 29 skotum sínum. DEVIN. BOOKER.47 PTS8 REB10 AST70% FGSuns win Game 5 and advance to the Western Conference Semifinals #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/NqMHE1pSEX— NBA (@NBA) April 26, 2023 Phoenix Suns er líka komið áfram eftir 136-130 sigur á Los Angeles Clippers og þar með 4-1 sigur samanlagt. Devin Booker átti magnaðan leik en hann var með 47 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Kevin Durant skoraði 31 stig en saman hittu þeir félagar úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum. Booker var með 25 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. Norman Powell skoraði 27 stig fyrir Clippers liðið en Russell Westbrook (14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 18 skotum sínum í leiknum. Clippers vann fyrsta leikinn í einvíginu en tapaði síðan næstu fjórum. Kawhi Leonard spilaði bara fyrstu tvo leikina en meiddist svo á hné. Denver Nuggets og Phoenix Suns mætast í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023 Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvíginu á móti Boston Celtics með mögnuðum endaspretti en Hawks minnkaði muninn í 3-2 með 119-117 sigri í Boston. Celtics var þrettán stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta. Trae Young sá nánast einn til þess að það verður annar leikur í einvíginu því hann skoraði fjórtán síðustu stig Atlanta Hawks liðsins í leiknum þar á meðal þriggja stiga sigurkörfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir. Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 35 stig fyrir Boston en Jayson Tatum var með 19 stig. Tatum hitti aðeins úr 1 af 10 þriggja stiga skotum sínum en var með 8 fráköst og 8 stoðsendingar. KD balled out as the Suns won Game 5 31 PTS, 6 REB, 4 ASTPHX advances to the Western Conference Semifinals.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/HNHsEjklQv— NBA (@NBA) April 26, 2023 NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Nikola Jokic var með þrefalda tvennu og Jamal Murray skoraði 35 stig þegar Denver Nuggets sló út Minnesota Timberwolves með 112-109 sigri. Denver vann einvígið því 4-1. Jokic bauð upp á 28 stig, 17 fráköst og 12 stoðsendingar í leiknum en hitti aðeins úr 8 af 29 skotum sínum. DEVIN. BOOKER.47 PTS8 REB10 AST70% FGSuns win Game 5 and advance to the Western Conference Semifinals #NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/NqMHE1pSEX— NBA (@NBA) April 26, 2023 Phoenix Suns er líka komið áfram eftir 136-130 sigur á Los Angeles Clippers og þar með 4-1 sigur samanlagt. Devin Booker átti magnaðan leik en hann var með 47 stig og 10 stoðsendingar í leiknum. Kevin Durant skoraði 31 stig en saman hittu þeir félagar úr 8 af 13 þriggja stiga skotum sínum. Booker var með 25 stig í þriðja leikhlutanum einum saman. Norman Powell skoraði 27 stig fyrir Clippers liðið en Russell Westbrook (14 stig, 8 fráköst og 8 stoðsendingar) hitti aðeins úr 3 af 18 skotum sínum í leiknum. Clippers vann fyrsta leikinn í einvíginu en tapaði síðan næstu fjórum. Kawhi Leonard spilaði bara fyrstu tvo leikina en meiddist svo á hné. Denver Nuggets og Phoenix Suns mætast í undanúrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar. ICE TRAE WINS IT FOR THE HAWKS 38 PTS TO FORCE A GAME 6 pic.twitter.com/6BOoEh4ZQz— NBA (@NBA) April 26, 2023 Atlanta Hawks hélt sér á lífi í einvíginu á móti Boston Celtics með mögnuðum endaspretti en Hawks minnkaði muninn í 3-2 með 119-117 sigri í Boston. Celtics var þrettán stigum yfir í byrjun fjórða leikhluta. Trae Young sá nánast einn til þess að það verður annar leikur í einvíginu því hann skoraði fjórtán síðustu stig Atlanta Hawks liðsins í leiknum þar á meðal þriggja stiga sigurkörfu þegar aðeins 2,1 sekúnda var eftir. Young endaði leikinn með 38 stig og 13 stoðsendingar. Jaylen Brown skoraði 35 stig fyrir Boston en Jayson Tatum var með 19 stig. Tatum hitti aðeins úr 1 af 10 þriggja stiga skotum sínum en var með 8 fráköst og 8 stoðsendingar. KD balled out as the Suns won Game 5 31 PTS, 6 REB, 4 ASTPHX advances to the Western Conference Semifinals.#NBAPlayoffs presented by Google Pixel pic.twitter.com/HNHsEjklQv— NBA (@NBA) April 26, 2023
NBA Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum