Gat ekki hætt að fróa sér í flugvélinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. apríl 2023 20:20 Rapparinn Desiigner ber að ofan á sviði í Staples-höllinni árið 2017. Getty/Bennett Raglin Rapparinn Desiigner hefur verið ákærður fyrir að fróa sér hamslaust fyrir framan flugfreyjur í flugferð í síðustu viku. Rapparinn segir lyf sem hann tók hafa haft slæm áhrif á sig. Hann er nú búinn að aflýsa tónleikaröð sinni og ætlar að leita sér hjálpar vegna andlegra erfiðleika. Atvikið átti sér stað í flugvél Delta sem var á leið frá Tókýó til Minneapolis. Hinn 25 ára gamli Desiigner, réttu nafni Sidney Royel Selby III, var þar á leið heim úr ferðalagi um Asíu. Í dómsskjölum sem TMZ sem hefur undir höndum kemur fram að Desiigner hafi verið á fyrsta farrými þegar hann tók út getnaðarlim sinn í miðju flugi og byrjaði að fróa sér í sæti sínu. Flugfreyjur Delta báðu hann ítrekað að hætta því að fróa sér en hann hlýddi ekki. Að lokum þurfti að færa rapparann aftast í flugvélina þar sem tveir vina hans fylgdust með honum. Í skjali FBI kemur fram að þegar hann reis úr sæti sínu hafi vaselíndolla dottið á gólfið. Rapparinn Desiigner á hægri hönd ásamt tónlistarmanninum Kanye West á MTV verðlaunahátíðinni 2016. Kanye West kom Desiigner á kortið þegar Desiigner söng inn á lagið Father Stretch My Hands Part II á plötunni The Life of Pablo.Getty/Kvein Mazur Sagðist hafa verið „grjótharður“ og kenndi kynlífsleysi um Þegar flugvélin lenti í Minneapolis tók lögreglan á móti Desiigner og fór hann í skýrslutöku áður en honum var sleppt úr haldi. Við skýrslutöku sagði hann að ástæðan fyrir sjálfsfróuninni hafi verið að hann „hafi ekki fengið nægilega mikið á broddinn“ í Japan og hann hafi verið „grjótharður“ þegar hann kom í flugvélina. Þá sagðist hann einnig hafa örvast kynferðislega við að sjá eina flugfreyjuna og ákveðið að hefjast handa. Í skýrslu lögreglunnar kemur einnig fram að Desiigner hafi sagst ekki vera undir áhrifum lyfja. Honum hefðu verið áskrifuð lyf í Taílandi en hann hefði ekki tekið þau. Þá kemur fram í skjölunum að hann hafi ekki sýnt neina skerta færni til að tjá sig eða bregðast við spurningum. Lyf valdur að „efnafræðilegu ójafnvægi“ Þær upplýsingar stangast á við það sem rapparinn sagði um atvikið opinberlega. Í yfirlýsingu sem Desiigner gaf út á Instagram á fimmtudaginn í síðustu viku sagðist hann hafa veikst á ferðalagi sínu í Taílandi og fengið áskrifuð lyf vegna veikindanna. Hann taldi þau hafa valdið „efnafræðilegu ójafnvægi“ í líkama hans og verið valdur að atvikinu. Hér má sjá yfirlýsingu Desiigner um atvikið.Skjáskot Í yfirlýsingunni sagðist hann ekki hafa verið í lagi andlega undanfarna mánuði og hann hafi ekki gert sér grein fyrir vandamálum sínum fyrr en nú. Hann sagðist skammast sín fyrir atvikið og að hann ætli að leggjast inn á viðeigandi stofnun til að fá hjálp. Einnig sagðist hann ætla að aflýsa öllum framtíðartónleikum sínum þar til annað kæmi í ljós. Þá sagði hann geðheilbrigði vera mikilvægt og bað fólk að biðja fyrir sér. „Ef ykkur líður ekki eins og ykkur sjálfum þá ættuð þið að leita ykkur hjálpar,“ sagði að lokum í yfirlýsingu rapparans. Rapparanum hefur ekkert gengið neitt sérstaklega vel á sviði tónlistarinnar frá því að fyrsta lag hans, smellurinn Panda, kom út árið 2016. Í raun mætti ganga svo langt að kalla hann „one hit wonder“. Hér fyrir neðan má heyra Panda sem kom honum á kortið: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=E5ONTXHS2mM">watch on YouTube</a> Tónlist Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25 Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
Atvikið átti sér stað í flugvél Delta sem var á leið frá Tókýó til Minneapolis. Hinn 25 ára gamli Desiigner, réttu nafni Sidney Royel Selby III, var þar á leið heim úr ferðalagi um Asíu. Í dómsskjölum sem TMZ sem hefur undir höndum kemur fram að Desiigner hafi verið á fyrsta farrými þegar hann tók út getnaðarlim sinn í miðju flugi og byrjaði að fróa sér í sæti sínu. Flugfreyjur Delta báðu hann ítrekað að hætta því að fróa sér en hann hlýddi ekki. Að lokum þurfti að færa rapparann aftast í flugvélina þar sem tveir vina hans fylgdust með honum. Í skjali FBI kemur fram að þegar hann reis úr sæti sínu hafi vaselíndolla dottið á gólfið. Rapparinn Desiigner á hægri hönd ásamt tónlistarmanninum Kanye West á MTV verðlaunahátíðinni 2016. Kanye West kom Desiigner á kortið þegar Desiigner söng inn á lagið Father Stretch My Hands Part II á plötunni The Life of Pablo.Getty/Kvein Mazur Sagðist hafa verið „grjótharður“ og kenndi kynlífsleysi um Þegar flugvélin lenti í Minneapolis tók lögreglan á móti Desiigner og fór hann í skýrslutöku áður en honum var sleppt úr haldi. Við skýrslutöku sagði hann að ástæðan fyrir sjálfsfróuninni hafi verið að hann „hafi ekki fengið nægilega mikið á broddinn“ í Japan og hann hafi verið „grjótharður“ þegar hann kom í flugvélina. Þá sagðist hann einnig hafa örvast kynferðislega við að sjá eina flugfreyjuna og ákveðið að hefjast handa. Í skýrslu lögreglunnar kemur einnig fram að Desiigner hafi sagst ekki vera undir áhrifum lyfja. Honum hefðu verið áskrifuð lyf í Taílandi en hann hefði ekki tekið þau. Þá kemur fram í skjölunum að hann hafi ekki sýnt neina skerta færni til að tjá sig eða bregðast við spurningum. Lyf valdur að „efnafræðilegu ójafnvægi“ Þær upplýsingar stangast á við það sem rapparinn sagði um atvikið opinberlega. Í yfirlýsingu sem Desiigner gaf út á Instagram á fimmtudaginn í síðustu viku sagðist hann hafa veikst á ferðalagi sínu í Taílandi og fengið áskrifuð lyf vegna veikindanna. Hann taldi þau hafa valdið „efnafræðilegu ójafnvægi“ í líkama hans og verið valdur að atvikinu. Hér má sjá yfirlýsingu Desiigner um atvikið.Skjáskot Í yfirlýsingunni sagðist hann ekki hafa verið í lagi andlega undanfarna mánuði og hann hafi ekki gert sér grein fyrir vandamálum sínum fyrr en nú. Hann sagðist skammast sín fyrir atvikið og að hann ætli að leggjast inn á viðeigandi stofnun til að fá hjálp. Einnig sagðist hann ætla að aflýsa öllum framtíðartónleikum sínum þar til annað kæmi í ljós. Þá sagði hann geðheilbrigði vera mikilvægt og bað fólk að biðja fyrir sér. „Ef ykkur líður ekki eins og ykkur sjálfum þá ættuð þið að leita ykkur hjálpar,“ sagði að lokum í yfirlýsingu rapparans. Rapparanum hefur ekkert gengið neitt sérstaklega vel á sviði tónlistarinnar frá því að fyrsta lag hans, smellurinn Panda, kom út árið 2016. Í raun mætti ganga svo langt að kalla hann „one hit wonder“. Hér fyrir neðan má heyra Panda sem kom honum á kortið: <a href="https://www.youtube.com/watch?v=E5ONTXHS2mM">watch on YouTube</a>
Tónlist Bandaríkin Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25 Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Riddarar kærleikans í hringferð um landið Lífið Góð ráð fyrir garðinn í sumar Lífið samstarf Fleiri fréttir Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Sjá meira
Rapparinn sem gerði allt vitlaust með Panda með íslenskt víkingaklapp í nýjasta laginu Rapparinn Desiigner, sem telst ágætlega stórt nafn í rappgeiranum, reiðir sig á íslenska stuðningsmenn í nýjasta lagi sínu. 13. febrúar 2017 11:25
Panda kemst óvænt á topp Billboard-listans Hinum 18 ára gamla Desiigner hefur tekist að vekja mikla athygli á skömmum tíma. 27. apríl 2016 10:00