Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 25. apríl 2023 13:38 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segist ekki geta staðfest hvort einhver þeirra þriggja sem eru í gæsluvarðhaldi hafi játað sök, líkt og heimildir fréttastofu herma. Vísir/Arnar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. Fjögur voru handtekin á fimmtudagskvöld og aðfaranótt föstudag í tengslum við manndráp á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði að kvöldi fimmtudags. 27 ára gamall pólskur karlmaður hlaut bana af og var hann stunginn nokkrum sinnum með hníf. Þrjú hinna handteknu eru yngri en átján ára en einn sakborninga er orðinn nítján ára. Þrír eru í gæsluvarðhaldi, tveir á Stuðlum og einn á Hólmsheiði en sautján ára stúlku hefur verið sleppt úr haldi. Stúlkan náði myndbandi af árásinni sem, samkvæmt úrskurði Landsréttar um að hún skuli ekki sæta gæsluvarðhaldi, sýnir skýrt að hún hafi ekki tekið þátt í henni. Skoða enn hlut hvers og eins Grímur segist enn ekki vilja greina frá því hve mörg stungusár maðurinn hlaut í árásinni. Þá geti hann ekki staðfest fregnir um að nítján ára sakborningur hafi játað sök, sem fréttastofa hefur eftir heimildum. „Við höfum ekki staðfest neitt um það en það er hluti af því sem getur komið fram við yfirheyrslur að einhver játi að minnsta kosti ákveðinn hlut í árás. Við erum enn að með til skoðunar hver er hlutur hvers og eins. Það breytir ekki rannsókninni að öðru leyti en því,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði ungmennin í gæsluvarðhald á föstudagskvöld en verjandi stúlkunnar skaut úrskurðinum til Landsréttar á sunnudag. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, lýsir stúlkan málavöxtum þannig að fljótlega eftir að hún og félagar hennar hafi komið út af veitingastað í Hafnarfirði hafi komið til átaka sem hún hafi ekki tekið þátt í og hún verið í fimm til átta metra fjarlægð. Hún segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja. „Ég deili ekki við héraðsdóm eða Landsrétt um það. Það er hins vegar þannig að okkar hlutverk var bara að varpa ljósi á hvað gerðist: Aðdragandann, árásina og það sem gerðist á eftir. Við töldum að við þyrftum á því að halda að viðkomandi yrði í gæsluvarðhaldi áfram. Landsréttur var ósammála og við unum því.“ Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur segir lögreglu hafa nokkuð skýra mynd af því hver aðdragandi árásarinnar var. Hann vill þó enn ekki greina frá hvernig deilur ungmennanna og hins látna hófust. Þá vildi hann ekki greina frá því hvort ungmennin hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en það sé hluti af því sem er kannað. Það hefur vakið hjá mörgum ugg hve ung hin handteknu í málinu eru. Grímur segir það þó ekki einsdæmi að svo ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála. „Hins vegar er það þannig að þetta er mjög þungt að því leyti að þarna eru hagsmunir ungra gerenda og svo mjög alvarlegur atburður. Það fer ekki alveg saman hvernig við getum snúið okkur í því. Við viljum auðvitað gera það þannig að við gætum hagsmuna þannig að málið sé rannsakað með miklum gæðum og upplýst eins og mögulegt er. Hins vegar er það þannig þegar mjög ungt fólk er annars vegar þá er ekki viðeigandi að hafa það lengi í gæsluvarðhaldi og alls ekki lengi í einangrun.“ Rannsóknin hafi gengið vel. Hald hafi verið lagt á ýmis gögn, þar á meðal myndefni og svo hafi yfirheyrslur haldið áfram. „Allt myndefni er mjög til bóta við svona rannsóknir.“ Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Fjögur voru handtekin á fimmtudagskvöld og aðfaranótt föstudag í tengslum við manndráp á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði að kvöldi fimmtudags. 27 ára gamall pólskur karlmaður hlaut bana af og var hann stunginn nokkrum sinnum með hníf. Þrjú hinna handteknu eru yngri en átján ára en einn sakborninga er orðinn nítján ára. Þrír eru í gæsluvarðhaldi, tveir á Stuðlum og einn á Hólmsheiði en sautján ára stúlku hefur verið sleppt úr haldi. Stúlkan náði myndbandi af árásinni sem, samkvæmt úrskurði Landsréttar um að hún skuli ekki sæta gæsluvarðhaldi, sýnir skýrt að hún hafi ekki tekið þátt í henni. Skoða enn hlut hvers og eins Grímur segist enn ekki vilja greina frá því hve mörg stungusár maðurinn hlaut í árásinni. Þá geti hann ekki staðfest fregnir um að nítján ára sakborningur hafi játað sök, sem fréttastofa hefur eftir heimildum. „Við höfum ekki staðfest neitt um það en það er hluti af því sem getur komið fram við yfirheyrslur að einhver játi að minnsta kosti ákveðinn hlut í árás. Við erum enn að með til skoðunar hver er hlutur hvers og eins. Það breytir ekki rannsókninni að öðru leyti en því,“ segir Grímur í samtali við fréttastofu. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði ungmennin í gæsluvarðhald á föstudagskvöld en verjandi stúlkunnar skaut úrskurðinum til Landsréttar á sunnudag. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, lýsir stúlkan málavöxtum þannig að fljótlega eftir að hún og félagar hennar hafi komið út af veitingastað í Hafnarfirði hafi komið til átaka sem hún hafi ekki tekið þátt í og hún verið í fimm til átta metra fjarlægð. Hún segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja. „Ég deili ekki við héraðsdóm eða Landsrétt um það. Það er hins vegar þannig að okkar hlutverk var bara að varpa ljósi á hvað gerðist: Aðdragandann, árásina og það sem gerðist á eftir. Við töldum að við þyrftum á því að halda að viðkomandi yrði í gæsluvarðhaldi áfram. Landsréttur var ósammála og við unum því.“ Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur segir lögreglu hafa nokkuð skýra mynd af því hver aðdragandi árásarinnar var. Hann vill þó enn ekki greina frá hvernig deilur ungmennanna og hins látna hófust. Þá vildi hann ekki greina frá því hvort ungmennin hafi verið undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna en það sé hluti af því sem er kannað. Það hefur vakið hjá mörgum ugg hve ung hin handteknu í málinu eru. Grímur segir það þó ekki einsdæmi að svo ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála. „Hins vegar er það þannig að þetta er mjög þungt að því leyti að þarna eru hagsmunir ungra gerenda og svo mjög alvarlegur atburður. Það fer ekki alveg saman hvernig við getum snúið okkur í því. Við viljum auðvitað gera það þannig að við gætum hagsmuna þannig að málið sé rannsakað með miklum gæðum og upplýst eins og mögulegt er. Hins vegar er það þannig þegar mjög ungt fólk er annars vegar þá er ekki viðeigandi að hafa það lengi í gæsluvarðhaldi og alls ekki lengi í einangrun.“ Rannsóknin hafi gengið vel. Hald hafi verið lagt á ýmis gögn, þar á meðal myndefni og svo hafi yfirheyrslur haldið áfram. „Allt myndefni er mjög til bóta við svona rannsóknir.“
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Stúlkan segir átökin aðallega hafa verið á milli tveggja Sautján ára stúlka, sem sleppt var úr haldi í gær eftir úrskurð Landsréttar þess efnis, lýsir atburðarásinni sem leiddi til dauða manns á þrítugsaldri fyrir helgi sem átökum sem hafi aðallega verið á milli tveggja. Doktor í afbrotafræði segir að stjórnvöld verði að ráðast í aðgerðir gegn vopnaburði ungmenna ekki seinna en strax. 25. apríl 2023 12:02
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10