Bætist í hóp ríkja sem styðja inngöngu Úkraínu í NATO Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 11:30 Kallas og Zelenskí við undirritunina í Zítómír héraði. EPA Eistar bætast í hóp þeirra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem styðja inngöngu Úkraínu. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær í Zítómír héraði í norðurhluta Úkraínu Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að Úkraína fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). „Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á samstarf og að Úkraína komist nær inngöngu í NATO, einkum í tengslum við NATO fundinn sem haldinn verður í Vilníus í júlí, sem og staðfestuna um að samhæfa aðgerðir til þess að tryggja öryggi Úkraínu fyrir inngönguna,“ sagði Ihor Sovkva, talsmaður Selenskí á samfélagsmiðlum eftir undirritunina. Nefndi hann að Eistland sé tíunda NATO ríkið sem undirriti þess konar yfirlýsingu. Hin séu Ísland, Belgía, Ítalía, Tékkland, Litháen, Lettland, Pólland, Svartfjallaland og Slóvenía. „Lokatakmarkið er einfalt, að hraða inngöngu Úkraínu. Þangað til erum við að vinna að því að fá yfirlýsingar ríkja um öryggistryggingar áður en við göngum í NATO,“ sagði Sovkva. Dyggasta stuðningsþjóðin Eistland hefur verið ein dyggasta stuðningsþjóð Úkraínu síðan innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Hefur Eistland veitt hlutfallslega langmest allra í aðstoð til Úkraínu. Það er tvo þriðju hernaðarútgjalda landsins eða um 1 prósent af þjóðarframleiðslunni. Eistland hefur leitt stuðningsverkefni á vettvangi Evrópusambandsins, svo sem að útvega eina milljón stórskotaliðs sprengjur. Auk þess að skrifa undir viljayfirlýsinguna skrifuðu Kallas og Selenski undir stuðning við friðaráætlun Úkraínumanna, stuðning við Evrópusambandsumsókn Úkraínu og stuðning við að komið verði á fót sérstökum sakamáladómstól til þess að draga rússneska stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Eistland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að Úkraína fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). „Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á samstarf og að Úkraína komist nær inngöngu í NATO, einkum í tengslum við NATO fundinn sem haldinn verður í Vilníus í júlí, sem og staðfestuna um að samhæfa aðgerðir til þess að tryggja öryggi Úkraínu fyrir inngönguna,“ sagði Ihor Sovkva, talsmaður Selenskí á samfélagsmiðlum eftir undirritunina. Nefndi hann að Eistland sé tíunda NATO ríkið sem undirriti þess konar yfirlýsingu. Hin séu Ísland, Belgía, Ítalía, Tékkland, Litháen, Lettland, Pólland, Svartfjallaland og Slóvenía. „Lokatakmarkið er einfalt, að hraða inngöngu Úkraínu. Þangað til erum við að vinna að því að fá yfirlýsingar ríkja um öryggistryggingar áður en við göngum í NATO,“ sagði Sovkva. Dyggasta stuðningsþjóðin Eistland hefur verið ein dyggasta stuðningsþjóð Úkraínu síðan innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Hefur Eistland veitt hlutfallslega langmest allra í aðstoð til Úkraínu. Það er tvo þriðju hernaðarútgjalda landsins eða um 1 prósent af þjóðarframleiðslunni. Eistland hefur leitt stuðningsverkefni á vettvangi Evrópusambandsins, svo sem að útvega eina milljón stórskotaliðs sprengjur. Auk þess að skrifa undir viljayfirlýsinguna skrifuðu Kallas og Selenski undir stuðning við friðaráætlun Úkraínumanna, stuðning við Evrópusambandsumsókn Úkraínu og stuðning við að komið verði á fót sérstökum sakamáladómstól til þess að draga rússneska stríðsglæpamenn til ábyrgðar.
Eistland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira