Bætist í hóp ríkja sem styðja inngöngu Úkraínu í NATO Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 11:30 Kallas og Zelenskí við undirritunina í Zítómír héraði. EPA Eistar bætast í hóp þeirra ríkja Atlantshafsbandalagsins sem styðja inngöngu Úkraínu. Viljayfirlýsing var undirrituð í gær í Zítómír héraði í norðurhluta Úkraínu Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að Úkraína fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). „Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á samstarf og að Úkraína komist nær inngöngu í NATO, einkum í tengslum við NATO fundinn sem haldinn verður í Vilníus í júlí, sem og staðfestuna um að samhæfa aðgerðir til þess að tryggja öryggi Úkraínu fyrir inngönguna,“ sagði Ihor Sovkva, talsmaður Selenskí á samfélagsmiðlum eftir undirritunina. Nefndi hann að Eistland sé tíunda NATO ríkið sem undirriti þess konar yfirlýsingu. Hin séu Ísland, Belgía, Ítalía, Tékkland, Litháen, Lettland, Pólland, Svartfjallaland og Slóvenía. „Lokatakmarkið er einfalt, að hraða inngöngu Úkraínu. Þangað til erum við að vinna að því að fá yfirlýsingar ríkja um öryggistryggingar áður en við göngum í NATO,“ sagði Sovkva. Dyggasta stuðningsþjóðin Eistland hefur verið ein dyggasta stuðningsþjóð Úkraínu síðan innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Hefur Eistland veitt hlutfallslega langmest allra í aðstoð til Úkraínu. Það er tvo þriðju hernaðarútgjalda landsins eða um 1 prósent af þjóðarframleiðslunni. Eistland hefur leitt stuðningsverkefni á vettvangi Evrópusambandsins, svo sem að útvega eina milljón stórskotaliðs sprengjur. Auk þess að skrifa undir viljayfirlýsinguna skrifuðu Kallas og Selenski undir stuðning við friðaráætlun Úkraínumanna, stuðning við Evrópusambandsumsókn Úkraínu og stuðning við að komið verði á fót sérstökum sakamáladómstól til þess að draga rússneska stríðsglæpamenn til ábyrgðar. Eistland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um að Úkraína fái inngöngu í Atlantshafsbandalagið (NATO). „Í yfirlýsingunni er lögð áhersla á samstarf og að Úkraína komist nær inngöngu í NATO, einkum í tengslum við NATO fundinn sem haldinn verður í Vilníus í júlí, sem og staðfestuna um að samhæfa aðgerðir til þess að tryggja öryggi Úkraínu fyrir inngönguna,“ sagði Ihor Sovkva, talsmaður Selenskí á samfélagsmiðlum eftir undirritunina. Nefndi hann að Eistland sé tíunda NATO ríkið sem undirriti þess konar yfirlýsingu. Hin séu Ísland, Belgía, Ítalía, Tékkland, Litháen, Lettland, Pólland, Svartfjallaland og Slóvenía. „Lokatakmarkið er einfalt, að hraða inngöngu Úkraínu. Þangað til erum við að vinna að því að fá yfirlýsingar ríkja um öryggistryggingar áður en við göngum í NATO,“ sagði Sovkva. Dyggasta stuðningsþjóðin Eistland hefur verið ein dyggasta stuðningsþjóð Úkraínu síðan innrás Rússa hófst í febrúar árið 2022. Hefur Eistland veitt hlutfallslega langmest allra í aðstoð til Úkraínu. Það er tvo þriðju hernaðarútgjalda landsins eða um 1 prósent af þjóðarframleiðslunni. Eistland hefur leitt stuðningsverkefni á vettvangi Evrópusambandsins, svo sem að útvega eina milljón stórskotaliðs sprengjur. Auk þess að skrifa undir viljayfirlýsinguna skrifuðu Kallas og Selenski undir stuðning við friðaráætlun Úkraínumanna, stuðning við Evrópusambandsumsókn Úkraínu og stuðning við að komið verði á fót sérstökum sakamáladómstól til þess að draga rússneska stríðsglæpamenn til ábyrgðar.
Eistland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu NATO Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira