Við hefjum þó leik á Bestu-deild kvenna í knattspyrnu þar sem fyrstu umferð lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Stjarnan tekur á móti Þór/KA klukkan 17:50 á hliðarrás Bestu-deildarinnar áður en nýliðar FH sækja Þrótt heim klukkan 19:05 á Stöð 2 Sport 5.
Bestu mörkin verða svo á sínum stað að leik loknum á Stöð 2 Sport 5 þar sem fyrstu umferðinni verða gerð góð skil.
Þá er tímabilið undir fyrir heimamenn þegar Njarðvík tekur á móti Tindastól í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst á slaginu 18:45 á Stöð 2 Sport, en flautað verður til leiks hálftíma síðar.
Sérfræðingar Subway Körfuboltakvölds verða að sjálfsögðu í Ljónagryfjunni í kvöld og gera leikinn upp að honum loknum.
Að lokum láta stelpurnar í Babe Patrol sig ekki vanta, en þeirra vikulegi þáttur hefst klukkan 21:00 á Stöð 2 eSport.