„Enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. apríl 2023 19:31 Sendiherra Póllands á Íslandi hefur verið í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna. Vísir/Sigurjón Fjölskylda pólska mannsins sem lést eftir stunguárás fyrir helgi er í áfalli að sögn sendiherra Póllands á Íslandi. Pólska samfélagið hér á landi hafi ekki órað fyrir því að slíkt gæti gerst á hinu örugga og hægláta samfélagi á Íslandi. Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, er í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna og hitti hana síðast í dag. Móðir hans og systir búa á Íslandi en bróðir hans og tveggja ára dóttir búa í Póllandi. Hinn látni flutti hingað til lands til að afla sér tekna til að geta séð fyrir dóttur sinni. Hér að neðan er hægt að horfa á fréttir Stöðvar 2 um málið en athugið að staða ungmennanna fjögurra hefur breyst frá því fréttin fór í loftið. Nýjasta í málinu er að sautján ára stúlka, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Upphaflega voru fjórir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Allir eru mjög slegnir yfir þessu. Ekki aðeins fjölskyldan. Þetta er eitthvað sem er algjörlega óviðunandi og enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi. Ein af ástæðunum fyrir því að Pólverjar koma til Íslands er að landið telst öruggt,“ bendir sendiherrann á. Pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli vegna málsins. „Við erum næstum því 30 þúsund og þetta var áfall fyrir okkur. Við bíðum eftir lokaniðurstöðu lögreglunnar. Mikilvægast er að vita ástæðu glæpsins. Ég legg áherslu á að aðförin var hrottafengin og þess ber að geta að manndrápið var tekið upp á myndband,“ segir Pokruszyński. Málið allt sé hryllilegt. Pokruszyński vildi ekki fullyrða að Pólverjar á Íslandi óttuðust um öryggi sitt. „En auðvitað eftir svona merki um hatur þá held ég að við munum eflaust vera mun skynsamlegri eftir þennan harmleik.“ Tekið skal fram að lögregluyfirvöld hafa meðal annars sagt í yfirlýsingu að hingað til bendi ekkert til þess að þjóðerni þess látna hafi haft með málið að gera. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Innflytjendamál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Gerard Pokruszyński, sendiherra Póllands á Íslandi, er í miklum samskiptum við fjölskyldu hins látna og hitti hana síðast í dag. Móðir hans og systir búa á Íslandi en bróðir hans og tveggja ára dóttir búa í Póllandi. Hinn látni flutti hingað til lands til að afla sér tekna til að geta séð fyrir dóttur sinni. Hér að neðan er hægt að horfa á fréttir Stöðvar 2 um málið en athugið að staða ungmennanna fjögurra hefur breyst frá því fréttin fór í loftið. Nýjasta í málinu er að sautján ára stúlka, hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. Upphaflega voru fjórir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. „Allir eru mjög slegnir yfir þessu. Ekki aðeins fjölskyldan. Þetta er eitthvað sem er algjörlega óviðunandi og enginn hefði getað ímyndað sér að þetta gæti gerst í þessu annars rólega landi. Ein af ástæðunum fyrir því að Pólverjar koma til Íslands er að landið telst öruggt,“ bendir sendiherrann á. Pólska samfélagið á Íslandi sé í áfalli vegna málsins. „Við erum næstum því 30 þúsund og þetta var áfall fyrir okkur. Við bíðum eftir lokaniðurstöðu lögreglunnar. Mikilvægast er að vita ástæðu glæpsins. Ég legg áherslu á að aðförin var hrottafengin og þess ber að geta að manndrápið var tekið upp á myndband,“ segir Pokruszyński. Málið allt sé hryllilegt. Pokruszyński vildi ekki fullyrða að Pólverjar á Íslandi óttuðust um öryggi sitt. „En auðvitað eftir svona merki um hatur þá held ég að við munum eflaust vera mun skynsamlegri eftir þennan harmleik.“ Tekið skal fram að lögregluyfirvöld hafa meðal annars sagt í yfirlýsingu að hingað til bendi ekkert til þess að þjóðerni þess látna hafi haft með málið að gera.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Innflytjendamál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 „Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20
„Hún var rangt barn, á röngum stað á röngum tíma“ Verjandi sautján ára stúlku sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku telur óeðlilegt að stúlkan sem sé lykilvitni og upplýsti máli í raun og veru sæti enn gæsluvarðhaldi. Hann hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð yfir stúlkunni til Landsréttar. Stúlkan sé barn sem hafi verið á röngum stað á röngum tíma. 24. apríl 2023 17:10