Meistararnir jöfnuðu metin | Ógnarsterkur varnarleikur Knicks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 08:01 Eftir að lenda 2-0 undir hafa Stephen Curry og félagar jafnað metin. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors jafnaði metin gegn Sacramento Kings í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir æsispennandi leik í nótt. New York Knicks og Boston Celtics eru komin 3-1 yfir í sínu einvígi á meðan Minnesota Timberwolves sýndi smá lífsmark. Kóngarnir frá Sacramento leiddu 2-0 í einvígi sínu gegn ríkjandi meisturum í Golden State áður en Stríðsmennirnir komust á heimavöll. Eftir góðan sigur í þriðja leik liðanna var spennan gríðarleg fyrir leik næturinnar. Gestirnir frá Sacramento voru með forystuna framan af leik en heimamenn sneru dæminu við og leiddu undir lok leiks. Munurinn var eitt stig þegar Sacramento hélt í síðustu sókn leiksins. Harrison Barnes fékk tækifæri til að tryggja gestunum sigur en skot hans fór af hringnum og Golden State vann með minnsta mögulega mun, lokatölur 126-125. Að venju fór Stephen Curry fyrir sínum mönnum en hann skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Klay Thompson setti 26 stig og Jordan Poole 22 stig. Hjá gestunum var De‘Aaron Fox stigahæstur með 38 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Steph Curry (32 PTS) and De'Aaron Fox (38 PTS) were electrifying in Game 4!The star guards will compete next in Game 5 with the series tied 2-2 Wednesday, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/2qrBXtDriA— NBA (@NBA) April 23, 2023 New York Knicks heldur áfram að spila frábæra vörn en liðið vann níu stiga sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, lokatölur 102-93. Sigurinn þýðir að Knicks er komið 3-1 yfir í einvíginu og Cavaliers hefur ekki enn skorað yfir 100 stig í leik. Jalen Brunson var frábær í liði Knicks í nótt en hann skoraði 29 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. RJ Barrett kom þar á eftir með 26 stig. Þá virtist Julian Randle ekki ganga heill til skógar, hann spilaði aðeins 27 mínútur og skoraði aðeins sjö stig. Hjá Cleveland var Darius Garland með 23 stig og 10 stoðsendingar á meðan stórstjarnan Donovan Mitchell skoraði aðeins 11 stig. Jalen Brunson shines in Game 4 as the @nyknicks take a 3-1 series lead!29 PTS6 AST6 REBWNYK/CLE Game 5: Wednesday, 7 PM ET, NBA TV pic.twitter.com/1etOfwXKBW— NBA (@NBA) April 23, 2023 Boston Celtics er komið 3-1 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks eftir átta stiga sigur í nótt, lokatölur 129-121. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stigahæstir hjá Boston með 31 stig hvor. Trae Young skoraði 35 stig og gaf 15 stoðsendingar í liði Hawks. Jayson Tatum (31 PTS, 7 REB, 3 BLK) delivers in Game 4 to help the @celtics secure a 3-1 series lead!Game 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/MdpqRZp4w5— NBA (@NBA) April 24, 2023 Jaylen Brown's strong performance in the Game 4 win helps the @celtics to a 3-1 series lead!31 PTS | 12-22 FGMGame 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/HRSW1dlXMK— NBA (@NBA) April 24, 2023 Þá vann Minnesota Timberwolves loks leik gegn Denver Nuggets. Eftir framlengdan leik vann Minnesota sex stiga sigur, lokatölur 114-108. Staðan í einvíginu er því 3-1 Denver í vil. Anthony Edwards skoraði 34 stig hjá Timberwolves á meðan Nikola Jokić skoraði 43 í liði Denver. Anthony Edwards shines in the @Timberwolves Game 4 win 34 PTS, 6 REB, 5 AST, 3 BLK, 2 STL, 5 3PMMIN/DEN Game 5: Tuesday, 9pm/et, NBA TV pic.twitter.com/meOJfFhgIx— NBA (@NBA) April 24, 2023 Updated bracket following Sunday's action pic.twitter.com/zKPykRGCfi— NBA (@NBA) April 24, 2023 Körfubolti NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira
Kóngarnir frá Sacramento leiddu 2-0 í einvígi sínu gegn ríkjandi meisturum í Golden State áður en Stríðsmennirnir komust á heimavöll. Eftir góðan sigur í þriðja leik liðanna var spennan gríðarleg fyrir leik næturinnar. Gestirnir frá Sacramento voru með forystuna framan af leik en heimamenn sneru dæminu við og leiddu undir lok leiks. Munurinn var eitt stig þegar Sacramento hélt í síðustu sókn leiksins. Harrison Barnes fékk tækifæri til að tryggja gestunum sigur en skot hans fór af hringnum og Golden State vann með minnsta mögulega mun, lokatölur 126-125. Að venju fór Stephen Curry fyrir sínum mönnum en hann skoraði 32 stig, tók 5 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Klay Thompson setti 26 stig og Jordan Poole 22 stig. Hjá gestunum var De‘Aaron Fox stigahæstur með 38 stig ásamt því að taka 9 fráköst og gefa 5 stoðsendingar. Steph Curry (32 PTS) and De'Aaron Fox (38 PTS) were electrifying in Game 4!The star guards will compete next in Game 5 with the series tied 2-2 Wednesday, 10 PM ET, TNT pic.twitter.com/2qrBXtDriA— NBA (@NBA) April 23, 2023 New York Knicks heldur áfram að spila frábæra vörn en liðið vann níu stiga sigur á Cleveland Cavaliers í nótt, lokatölur 102-93. Sigurinn þýðir að Knicks er komið 3-1 yfir í einvíginu og Cavaliers hefur ekki enn skorað yfir 100 stig í leik. Jalen Brunson var frábær í liði Knicks í nótt en hann skoraði 29 stig, tók 6 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. RJ Barrett kom þar á eftir með 26 stig. Þá virtist Julian Randle ekki ganga heill til skógar, hann spilaði aðeins 27 mínútur og skoraði aðeins sjö stig. Hjá Cleveland var Darius Garland með 23 stig og 10 stoðsendingar á meðan stórstjarnan Donovan Mitchell skoraði aðeins 11 stig. Jalen Brunson shines in Game 4 as the @nyknicks take a 3-1 series lead!29 PTS6 AST6 REBWNYK/CLE Game 5: Wednesday, 7 PM ET, NBA TV pic.twitter.com/1etOfwXKBW— NBA (@NBA) April 23, 2023 Boston Celtics er komið 3-1 yfir í einvígi sínu gegn Atlanta Hawks eftir átta stiga sigur í nótt, lokatölur 129-121. Jaylen Brown og Jayson Tatum voru stigahæstir hjá Boston með 31 stig hvor. Trae Young skoraði 35 stig og gaf 15 stoðsendingar í liði Hawks. Jayson Tatum (31 PTS, 7 REB, 3 BLK) delivers in Game 4 to help the @celtics secure a 3-1 series lead!Game 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/MdpqRZp4w5— NBA (@NBA) April 24, 2023 Jaylen Brown's strong performance in the Game 4 win helps the @celtics to a 3-1 series lead!31 PTS | 12-22 FGMGame 5: Tuesday, 7:30 PM ET, TNT pic.twitter.com/HRSW1dlXMK— NBA (@NBA) April 24, 2023 Þá vann Minnesota Timberwolves loks leik gegn Denver Nuggets. Eftir framlengdan leik vann Minnesota sex stiga sigur, lokatölur 114-108. Staðan í einvíginu er því 3-1 Denver í vil. Anthony Edwards skoraði 34 stig hjá Timberwolves á meðan Nikola Jokić skoraði 43 í liði Denver. Anthony Edwards shines in the @Timberwolves Game 4 win 34 PTS, 6 REB, 5 AST, 3 BLK, 2 STL, 5 3PMMIN/DEN Game 5: Tuesday, 9pm/et, NBA TV pic.twitter.com/meOJfFhgIx— NBA (@NBA) April 24, 2023 Updated bracket following Sunday's action pic.twitter.com/zKPykRGCfi— NBA (@NBA) April 24, 2023
Körfubolti NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum Fótbolti Fleiri fréttir „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjá meira