Fimmta hvert ungmenni með lesblindu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 06:23 Áður var miðað við að einn af hverjum tíu væri með lesblindu. Vísir/Vilhelm Í kringum tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til 24 ára á Íslandi glíma við lesblindu. Er lesblinda því mun algengari en talið var áður. Rannsókn sýnir fram á að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu líklegri til að enda hvorki í námi né vinnu síðar á lífsleiðinni. Morgunblaðið greinir frá þessu og vitnar í niðurstöður rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt rannsókninni er mikilvægt að börn sem glíma við lesblindu fái greiningu og stuðning fyrir tíu ára aldur svo lágmarka megi þau áhrif sem lesblinda hefur á félagslega stöðu þeirra til framtíðar. Áður hefur verið talið að einn af hverjum tíu glími við lesblindu og gefur þessi rannsókn í skyn að mun fleiri glími við hana en áður var talið. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu verr staddir en aðrir að mörgu leyti. „Sérstaklega eru þau gjörn á að upplifa kvíða og ef við greinum þessi börn snemma þannig að hægt sé að vinna með lesblinduna út grunnskólagönguna þá hefur það áhrif á það hvort þau upplifi kvíða seinna meir. Sama á við um stuðninginn heima fyrir. Þau í könnuninni sem fengu meiri stuðning í heimanámi heima fyrir voru ólíklegri til að upplifa kvíða,“ segir Ásdís. Guðmundur Skúli Johnsen, formaður Félags lesblindra, segir að koma þurfi betur til móts við þá sem glíma við lesblindu, meðal annars með lesvélum. „Skólakerfið hefur einhvern veginn ekki náð að tileinka sér þessa tækni. Viðbrögð skólanna eru alla jafna góð þegar við nefnum þetta og kynnum okkar málstað en engu að síður er þessi tregða í skólakerfinu sem er þess efnis að texti sé guð,“ segir Skúli. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá þessu og vitnar í niðurstöður rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt rannsókninni er mikilvægt að börn sem glíma við lesblindu fái greiningu og stuðning fyrir tíu ára aldur svo lágmarka megi þau áhrif sem lesblinda hefur á félagslega stöðu þeirra til framtíðar. Áður hefur verið talið að einn af hverjum tíu glími við lesblindu og gefur þessi rannsókn í skyn að mun fleiri glími við hana en áður var talið. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu verr staddir en aðrir að mörgu leyti. „Sérstaklega eru þau gjörn á að upplifa kvíða og ef við greinum þessi börn snemma þannig að hægt sé að vinna með lesblinduna út grunnskólagönguna þá hefur það áhrif á það hvort þau upplifi kvíða seinna meir. Sama á við um stuðninginn heima fyrir. Þau í könnuninni sem fengu meiri stuðning í heimanámi heima fyrir voru ólíklegri til að upplifa kvíða,“ segir Ásdís. Guðmundur Skúli Johnsen, formaður Félags lesblindra, segir að koma þurfi betur til móts við þá sem glíma við lesblindu, meðal annars með lesvélum. „Skólakerfið hefur einhvern veginn ekki náð að tileinka sér þessa tækni. Viðbrögð skólanna eru alla jafna góð þegar við nefnum þetta og kynnum okkar málstað en engu að síður er þessi tregða í skólakerfinu sem er þess efnis að texti sé guð,“ segir Skúli.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira