„Ef við spilum svona verðum við ekki í toppbaráttu“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 23. apríl 2023 18:54 Hallgrímur Jónasson þjálfari KA var vonsvikinn með frammistöðu sinna manna í dag. Hulda Margrét „Ég er mjög svekktur með frammistöðuna í þessum leik. Við spilum ekki nógu góðan leik, ég held við getum bara verið ánægðir með þetta eina stig,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir 0-0 jafntefli á móti Keflavík á Greifavellinum í dag. „Við erum rosalega hægir, við erum að gera þetta á 80-90%. Menn héldu að það væri nóg en það er það bara ekki. Keflavík kemur og verjast vel, þeir eru sáttir með eitt stig á útivelli. Mér fannst við alltof kærulausir á boltanum, við erum að reyna of flókna hluti. Við hefðum vissulega geta skorað en við erum ekki að skapa nóg til þess að ég sé ánægður.“ Keflavík beiti skyndisóknum í dag og komst mokkrum sinnum í góð færi. Heimamenn virtust vera í brasi með þessar skyndisóknir. „Þeir voru að komast í skyndisóknir og við erum bara of hægir í spilinu. Við erum að gera of flókna hluti. Það er ekki millisvæði á móti liði sem liggur til baka og eru duglegir, þannig frammistaðan er bara alls ekki nógu góð og við getum bara verið þokkalega sáttir við þetta eina stig en maður er með óbragð í munninn að hafa ekki gert þetta betur. Ef við ætlum að spila svona að þá erum við ekki að fara að vera í toppbaráttu í sumar.“ Eins og áður sagði beiti Keflavík skyndisóknum og komust í nokkur ákjósanleg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. KA átti betri áhlaup eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Við vorum heppnir að það var 0-0 í hálfleik en sem betur fer spiluðum við aðeins betur í seinni hálfleik. Við eigum skot í slá og hann ver einu sinni mjög vel frá Bjarna og þá vildum við fá eina vítaspyrnu en heildarbragurinn á þessum leik var bara ekki nógu góður.“ Hallgrímur var ósáttur við margt hjá sínum leikmönnum og þá meðal annars hvað þeir eyddu orku í að pirra sig á einstaka dómum. „Við vorum líka að láta dóma fara í taugarnar á okkur en mér fannst dómarinn bara standa sig vel, allavega betur en mitt lið. Menn þurfa að fara að setja hausinn á réttan stað, við þurfum að fá frammistöður sem sæmir okkur og þá fara hlutirnir að snúast í rétta átt aftur.“ Næsta verkefni KA er á útivelli á móti Víking R. „Við þurfum að gera töluvert betur ef við ætlum að fá eitthvað gott úr þeim leik en þetta hafa verið hörku viðeignir á móti Víking R. þannig við erum spenntir.“ KA Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
„Við erum rosalega hægir, við erum að gera þetta á 80-90%. Menn héldu að það væri nóg en það er það bara ekki. Keflavík kemur og verjast vel, þeir eru sáttir með eitt stig á útivelli. Mér fannst við alltof kærulausir á boltanum, við erum að reyna of flókna hluti. Við hefðum vissulega geta skorað en við erum ekki að skapa nóg til þess að ég sé ánægður.“ Keflavík beiti skyndisóknum í dag og komst mokkrum sinnum í góð færi. Heimamenn virtust vera í brasi með þessar skyndisóknir. „Þeir voru að komast í skyndisóknir og við erum bara of hægir í spilinu. Við erum að gera of flókna hluti. Það er ekki millisvæði á móti liði sem liggur til baka og eru duglegir, þannig frammistaðan er bara alls ekki nógu góð og við getum bara verið þokkalega sáttir við þetta eina stig en maður er með óbragð í munninn að hafa ekki gert þetta betur. Ef við ætlum að spila svona að þá erum við ekki að fara að vera í toppbaráttu í sumar.“ Eins og áður sagði beiti Keflavík skyndisóknum og komust í nokkur ákjósanleg færi, sérstaklega í fyrri hálfleik. KA átti betri áhlaup eftir því sem leið á síðari hálfleikinn. „Við vorum heppnir að það var 0-0 í hálfleik en sem betur fer spiluðum við aðeins betur í seinni hálfleik. Við eigum skot í slá og hann ver einu sinni mjög vel frá Bjarna og þá vildum við fá eina vítaspyrnu en heildarbragurinn á þessum leik var bara ekki nógu góður.“ Hallgrímur var ósáttur við margt hjá sínum leikmönnum og þá meðal annars hvað þeir eyddu orku í að pirra sig á einstaka dómum. „Við vorum líka að láta dóma fara í taugarnar á okkur en mér fannst dómarinn bara standa sig vel, allavega betur en mitt lið. Menn þurfa að fara að setja hausinn á réttan stað, við þurfum að fá frammistöður sem sæmir okkur og þá fara hlutirnir að snúast í rétta átt aftur.“ Næsta verkefni KA er á útivelli á móti Víking R. „Við þurfum að gera töluvert betur ef við ætlum að fá eitthvað gott úr þeim leik en þetta hafa verið hörku viðeignir á móti Víking R. þannig við erum spenntir.“
KA Keflavík ÍF Besta deild karla Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira