Breskri konu með Alzheimer vísað frá Svíþjóð Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. apríl 2023 15:01 Eftir að Bretland gekk úr Evrópusambandinu hefur 1.100 breskum ríkisborgurum verið vísað frá Svíþjóð. Getty Images Breskri konu á áttræðisaldri hefur verið vísað frá Svíþjóð þar sem henni láðist að leggja fram tilhlýðileg gögn fyrir áframhaldandi dvalarleyfi í landinu. Hún hefur búið þar í tæp 20 ár, er nú rúmföst og með Alzheimer en er vísað úr landi vegna Brexit. Flutti til Svíþjóðar til að vera nærri fjölskyldu sinni Kathleen Poole er 74 ára bresk kona sem býr á hjúkrunarheimili í Svíþjóð. Hún flutti til Svíþjóðar fyrir 18 árum til þess að geta verið nærri syni sínum og fjórum barnabörnum. Hún hefur búið á hjúkrunarheimilinu í áratug. Þetta var allt gott og blessað, alveg þangað til Bretland ákvað að ganga úr Evrópusambandinu. Er rúmföst og ósjálfbjarga Í dag er hún rúmföst og getur hvorki tjáð sig né gengið. Útlendingastofnunin í Svíþjóð tilkynnti sendiráði Bretlands í Stokkhólmi nýlega að til stæði að vísa Kathleen úr landi þar sem henni hefði láðst að endurnýja tilskilin skilríki eftir Brexit sem gerðu henni kleift að búa áfram í Svíþjóð. Sendiráðinu var m.a.s. ráðlagt að byrja að litast um eftir hjúkrunarheimili handa henni í Bretlandi, en þar á hún enga fjölskyldu. Málið komst í hámæli, það rataði í fjölmiðla, breskir þingmenn tóku það upp í þinginu og breska utanríkisráðuneytið sendi erindi til Evrópusambandsins í Brussel. Það gerðu einnig nokkur mannréttindasamtök. Brottflutningi frestað Sænsk stjórnvöld ákváðu fyrir skömmu að setja brottflutning Kathleen á bið, en segja ákvörðunina engu að síður standa. Málið hefur beint kastljósinu að framferði sænskra stjórnvalda gagnvart Bretum sem búa í Svíþjóð eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Á síðustu tveimur árum hafa sænsk stjórnvöld vísað 1.100 breskum ríkisborgurunum úr landi. Það er um það bil helmingur allra þeirra Breta sem vísað hefur verið úr aðildarríkjum Evrópusambandsins frá því að Bretland yfirgaf ríkjasambandið. Stjórnvöld mega ekki skipta sér af Maria Malmer Stenergard, ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð, sagði í nýlegri yfirlýsingu að ákvarðanir sænskra ríkisstofnana væru í fullu samræmi við Brexit-samning Bretlands og Evrópusambandsins og að stjórnvöldum væri óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að hafa afskipti eða tjá sig um ákvarðanir þeirra. Það er því fátt í kortunum sem bendir til þess að Kathleen Poole fái að verja ævikvöldi sínu umvafin barnabörnum sínum. Evrópusambandið Bretland Svíþjóð Brexit Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Flutti til Svíþjóðar til að vera nærri fjölskyldu sinni Kathleen Poole er 74 ára bresk kona sem býr á hjúkrunarheimili í Svíþjóð. Hún flutti til Svíþjóðar fyrir 18 árum til þess að geta verið nærri syni sínum og fjórum barnabörnum. Hún hefur búið á hjúkrunarheimilinu í áratug. Þetta var allt gott og blessað, alveg þangað til Bretland ákvað að ganga úr Evrópusambandinu. Er rúmföst og ósjálfbjarga Í dag er hún rúmföst og getur hvorki tjáð sig né gengið. Útlendingastofnunin í Svíþjóð tilkynnti sendiráði Bretlands í Stokkhólmi nýlega að til stæði að vísa Kathleen úr landi þar sem henni hefði láðst að endurnýja tilskilin skilríki eftir Brexit sem gerðu henni kleift að búa áfram í Svíþjóð. Sendiráðinu var m.a.s. ráðlagt að byrja að litast um eftir hjúkrunarheimili handa henni í Bretlandi, en þar á hún enga fjölskyldu. Málið komst í hámæli, það rataði í fjölmiðla, breskir þingmenn tóku það upp í þinginu og breska utanríkisráðuneytið sendi erindi til Evrópusambandsins í Brussel. Það gerðu einnig nokkur mannréttindasamtök. Brottflutningi frestað Sænsk stjórnvöld ákváðu fyrir skömmu að setja brottflutning Kathleen á bið, en segja ákvörðunina engu að síður standa. Málið hefur beint kastljósinu að framferði sænskra stjórnvalda gagnvart Bretum sem búa í Svíþjóð eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Á síðustu tveimur árum hafa sænsk stjórnvöld vísað 1.100 breskum ríkisborgurunum úr landi. Það er um það bil helmingur allra þeirra Breta sem vísað hefur verið úr aðildarríkjum Evrópusambandsins frá því að Bretland yfirgaf ríkjasambandið. Stjórnvöld mega ekki skipta sér af Maria Malmer Stenergard, ráðherra innflytjendamála í Svíþjóð, sagði í nýlegri yfirlýsingu að ákvarðanir sænskra ríkisstofnana væru í fullu samræmi við Brexit-samning Bretlands og Evrópusambandsins og að stjórnvöldum væri óheimilt samkvæmt stjórnarskránni að hafa afskipti eða tjá sig um ákvarðanir þeirra. Það er því fátt í kortunum sem bendir til þess að Kathleen Poole fái að verja ævikvöldi sínu umvafin barnabörnum sínum.
Evrópusambandið Bretland Svíþjóð Brexit Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira