Umfjöllun og viðtöl: Valur 77 – 70 Keflavík | Valur hafði betur í framlengdum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 22. apríl 2023 21:11 Valur og Keflavík heyra harða baráttu um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Valskonur eru komnar í stöðuna 2-0 í úrslitaeinvígi sínu við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir 77-70 sigur liðsins í framlengdum leik í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Valur var með frumkvæðið lungann úr leiknum og hafði í kringum 10 stiga forskot lengstum. Keflvíkingar neituðu hins vegar að játa sig sigraðar og náðu áhlaupum bæði í þriða og fjórða leikhluta. Staðan var 62-62 eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti leikinn. Þar voru Valskonur sterkari aðilinn og fóru að lokum með sjö stiga sigur af hólmi. Hildur Björg Kjartansdóttir skilaði góðu verki báðu megin á vellinum .Vísir/Hulda Margrét Hildur Björg: Fórum erfiðari leið en náðum að klára þetta „Við ræddum það í hálfleik að fara ekki að verja forskotið heldur halda áfram. Það tókst hins vegar ekki og boltaflæðið sem var mjög gott í fyrri hálfleik var ekki alveg eins gott í seinni og Keflavík náði að koma sér inn í leikinn,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir sem skoraði 11 stig fyrir Val og tók þar að auki sjö fráköst. „Við fórum aðeins lengri leið en við spiluðum vel í framlengingunni og sigldum þessu heim. Nú þurfum við bara að koma okkur niður á jörðina og hugsa eins og staðan sé 0-0 fyrir næsta leik okkar. Það verður hörkuleikur eins og fyrstu tveir,“ sagði Hildur Björg enn fremur. Birna Valgerður: Skiptir engu máli hvar sigrarnir koma „Mér fannst við spila fína vörn allan leikinn og fengum alveg nógu mörg stopp til að vinna að mínu mati. Það var hins vegar sóknarleikurinn í fyrri hálfleik sem varð okkur að falli. Við náðum hins vegar að laga það í seinni hálfleik sem er jákvætt," sagði Birna Valgerður Benónýsdóttir, sem var stigahæst hjá Keflavík með 27 stig. „Það er margt sem við getum tekið með okkur í þessum leik í næstu rimmu. Það skiptir engu máli hvar sigrarnir þrír koma og við höldum bara áfram. Þetta hafa verið jafnir leikir sem hafa ráðist á lokasprettinum. Nú verðum við bara að vinna rest," sagði Birna Valgerður full sjálfstrausts um framhaldið. Birna Valgerður Benónýsdóttir verður svo sannarlega ekki sökuð um tap Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Eftir kaflaskiptan leik þar sem Valur var yfir nánast allan leikinn fór leikurinn í framlenginu. Heimakonur voru síðan sterkari á svellinu í framlengingunni. Miklu munaði um að Valur var með mun betri þriggja stiga skotnýtingu, 41%, og af vítalínunni 83%. Hverjar sköruðu fram úr? Dagbjört Dögg Karlsdóttir steig þegar mest þurfti á að halda en hún skoraði 19 stig í leiknum. Dagbjört Dögg var með fullkomna skotnýtingu sem er afar fáheyrt. Hún setti niður fjögur þriggja stiga skot, þrjú tveggja stiga og eitt víti. Birna Valgerður var í sérflokki hjá Keflavíkurliðinu. Hvað gerist næst? Liðin leiða saman hesta sína í Blue-höllinni á Sunnubraustinn í Keflavík á þriðjudaginn kemur. Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þeim leik. Valskonur fagna sigrinum að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét Subway-deild kvenna Valur Keflavík ÍF
Valskonur eru komnar í stöðuna 2-0 í úrslitaeinvígi sínu við Keflavík í Subway deild kvenna í körfubolta. Þetta varð ljóst eftir 77-70 sigur liðsins í framlengdum leik í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Valur var með frumkvæðið lungann úr leiknum og hafði í kringum 10 stiga forskot lengstum. Keflvíkingar neituðu hins vegar að játa sig sigraðar og náðu áhlaupum bæði í þriða og fjórða leikhluta. Staðan var 62-62 eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti leikinn. Þar voru Valskonur sterkari aðilinn og fóru að lokum með sjö stiga sigur af hólmi. Hildur Björg Kjartansdóttir skilaði góðu verki báðu megin á vellinum .Vísir/Hulda Margrét Hildur Björg: Fórum erfiðari leið en náðum að klára þetta „Við ræddum það í hálfleik að fara ekki að verja forskotið heldur halda áfram. Það tókst hins vegar ekki og boltaflæðið sem var mjög gott í fyrri hálfleik var ekki alveg eins gott í seinni og Keflavík náði að koma sér inn í leikinn,“ sagði Hildur Björg Kjartansdóttir sem skoraði 11 stig fyrir Val og tók þar að auki sjö fráköst. „Við fórum aðeins lengri leið en við spiluðum vel í framlengingunni og sigldum þessu heim. Nú þurfum við bara að koma okkur niður á jörðina og hugsa eins og staðan sé 0-0 fyrir næsta leik okkar. Það verður hörkuleikur eins og fyrstu tveir,“ sagði Hildur Björg enn fremur. Birna Valgerður: Skiptir engu máli hvar sigrarnir koma „Mér fannst við spila fína vörn allan leikinn og fengum alveg nógu mörg stopp til að vinna að mínu mati. Það var hins vegar sóknarleikurinn í fyrri hálfleik sem varð okkur að falli. Við náðum hins vegar að laga það í seinni hálfleik sem er jákvætt," sagði Birna Valgerður Benónýsdóttir, sem var stigahæst hjá Keflavík með 27 stig. „Það er margt sem við getum tekið með okkur í þessum leik í næstu rimmu. Það skiptir engu máli hvar sigrarnir þrír koma og við höldum bara áfram. Þetta hafa verið jafnir leikir sem hafa ráðist á lokasprettinum. Nú verðum við bara að vinna rest," sagði Birna Valgerður full sjálfstrausts um framhaldið. Birna Valgerður Benónýsdóttir verður svo sannarlega ekki sökuð um tap Keflavíkur. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Valur? Eftir kaflaskiptan leik þar sem Valur var yfir nánast allan leikinn fór leikurinn í framlenginu. Heimakonur voru síðan sterkari á svellinu í framlengingunni. Miklu munaði um að Valur var með mun betri þriggja stiga skotnýtingu, 41%, og af vítalínunni 83%. Hverjar sköruðu fram úr? Dagbjört Dögg Karlsdóttir steig þegar mest þurfti á að halda en hún skoraði 19 stig í leiknum. Dagbjört Dögg var með fullkomna skotnýtingu sem er afar fáheyrt. Hún setti niður fjögur þriggja stiga skot, þrjú tveggja stiga og eitt víti. Birna Valgerður var í sérflokki hjá Keflavíkurliðinu. Hvað gerist næst? Liðin leiða saman hesta sína í Blue-höllinni á Sunnubraustinn í Keflavík á þriðjudaginn kemur. Valur getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri í þeim leik. Valskonur fagna sigrinum að leik loknum. Vísir/Hulda Margrét
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum