Segja HSÍ halda Val í gíslingu: „Þetta eru galin vinnubrögð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. apríl 2023 13:20 Snorri Steinn Guðjónsson hefur tvisvar sinnum gert Val að Íslandsmeisturum. vísir/hulda margrét Munu ummæli Dags Sigurðssonar um forráðamenn HSÍ fæla erlenda þjálfara frá starfi landsliðsþjálfara Íslands? Þetta var meðal þess sem Arnar Daði Arnarsson og gestir hans veltu fyrir sér í Handkastinu. Þeir sögðu einnig að HSÍ héldi Val í gíslingu. Fyrr í vikunni fór Dagur í viðtal við Vísi sem hefur vakið mikla athygli. Þar bar hann forráðamönnum HSÍ ekki vel söguna, gagnrýndi þá fyrir fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi og lýsti því yfir að hann hefði ekki lengur áhuga á að starfa fyrir þá. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ sagði Dagur meðal annars. Dagur fór á fundinn, sem á endanum fór reyndar ekki fram á kaffihúsi, fyrir fimm vikum en hefur síðan ekkert heyrt í forráðamönnum HSÍ. Þeir ræddu einnig við Svíann Michael Apelgren og Snorra Stein Guðjónsson. Tíminn til að ráða þann fyrrnefnda er runninn út ákvæði í samningi hans við sænska félagið Sävehof, sem gerði honum kleift að taka við landsliði, rann út um síðustu mánaðamót. Svo virðist sem það sé vilji hjá HSÍ að ráða erlendan landsliðsþjálfara og meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi eru Christian Berge, þjálfari Kolstad og fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs. Arnar Daði velti þeirri spurningu upp í Handkastinu hvort ummæli jafn stórs aðila í handboltaheiminum og Dags hefðu fælingarmátt í för með sér. „Ætli þessi orð Dags Sigurðssonar hafi áhrif á stöðu HSÍ til að finna topp þjálfara?“ sagði Arnar Daði. „Dagur varð Evrópumeistari með Þjóðverjum. Það var ekkert smá dæmi. Auðvitað munu erlendir þjálfarar hugsa sig um og heyra í Degi. En ég held að á endanum muni erlendur þjálfari aldrei þjálfa þetta lið,“ sagði Davíð Már Kristinsson sem var gestur Arnars Daða ásamt Hrannari Guðmundssyni. Sá síðastnefndi botnar lítið í vinnubrögðum HSÍ síðustu vikurnar. Bara möguleikar í neðsta flokki „Í byrjun, fyrir 5-6 vikum, var talað við Apelgren, Dag og Snorra. Hvaða nöfn hafa komið upp síðan, Christian Berge. Hvað var verið að gera í þessar fjórar vikur? Af hverju var ekki hringt í Snorra og Dag og sagt, við ætlum ekki að nota ykkur,“ sagði Hrannar. „Þeir eru búnir að segja óbeint að Dagur og Snorri séu ekki möguleikar nema þeir séu í lægsta flokki, ef allt klikkar. Þeir voru boðaðir á fund fyrir fimm viku.“ Snorri er samningsbundinn Val og Hrannar sagði að HSÍ hefði sett hann og félagið hans í erfiða stöðu. „Að halda Val í gíslingu. Hvenær verður hann ráðinn? Í júlí,“ sagði Hrannar. „Snorri verður að fá svör sem fyrst,“ bætti Davíð við. „Þetta eru galin vinnubrögð og það má ekki gleyma því að HSÍ eru félögin og þarna er HSÍ enn og aftur að skíta í heyið.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 50:00. Landslið karla í handbolta Handkastið Valur HSÍ Tengdar fréttir Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Fyrr í vikunni fór Dagur í viðtal við Vísi sem hefur vakið mikla athygli. Þar bar hann forráðamönnum HSÍ ekki vel söguna, gagnrýndi þá fyrir fyrir slæleg vinnubrögð og samskiptaleysi og lýsti því yfir að hann hefði ekki lengur áhuga á að starfa fyrir þá. „Þetta var vísir að einhverju leikriti og ég skynjaði það mjög snemma, þegar ég var spurður hvort að við ættum ekki bara að hittast á kaffihúsi. Þá vissi maður nú að það væri ekki mikið á bakvið þetta og það kom í ljós á fundinum að þetta var bara eitthvað tjatt um daginn og veginn, og mér fannst þeir frekar uppteknir af því hvort að formaðurinn og framkvæmdastjórinn yrðu ekki örugglega áfram í fararstjórninni hjá landsliðinu. Ég var smá sjokkeraður og fannst þetta frekar skrýtið allt saman,“ sagði Dagur meðal annars. Dagur fór á fundinn, sem á endanum fór reyndar ekki fram á kaffihúsi, fyrir fimm vikum en hefur síðan ekkert heyrt í forráðamönnum HSÍ. Þeir ræddu einnig við Svíann Michael Apelgren og Snorra Stein Guðjónsson. Tíminn til að ráða þann fyrrnefnda er runninn út ákvæði í samningi hans við sænska félagið Sävehof, sem gerði honum kleift að taka við landsliði, rann út um síðustu mánaðamót. Svo virðist sem það sé vilji hjá HSÍ að ráða erlendan landsliðsþjálfara og meðal þeirra sem hafa verið nefndir í því samhengi eru Christian Berge, þjálfari Kolstad og fyrrverandi landsliðsþjálfari Noregs. Arnar Daði velti þeirri spurningu upp í Handkastinu hvort ummæli jafn stórs aðila í handboltaheiminum og Dags hefðu fælingarmátt í för með sér. „Ætli þessi orð Dags Sigurðssonar hafi áhrif á stöðu HSÍ til að finna topp þjálfara?“ sagði Arnar Daði. „Dagur varð Evrópumeistari með Þjóðverjum. Það var ekkert smá dæmi. Auðvitað munu erlendir þjálfarar hugsa sig um og heyra í Degi. En ég held að á endanum muni erlendur þjálfari aldrei þjálfa þetta lið,“ sagði Davíð Már Kristinsson sem var gestur Arnars Daða ásamt Hrannari Guðmundssyni. Sá síðastnefndi botnar lítið í vinnubrögðum HSÍ síðustu vikurnar. Bara möguleikar í neðsta flokki „Í byrjun, fyrir 5-6 vikum, var talað við Apelgren, Dag og Snorra. Hvaða nöfn hafa komið upp síðan, Christian Berge. Hvað var verið að gera í þessar fjórar vikur? Af hverju var ekki hringt í Snorra og Dag og sagt, við ætlum ekki að nota ykkur,“ sagði Hrannar. „Þeir eru búnir að segja óbeint að Dagur og Snorri séu ekki möguleikar nema þeir séu í lægsta flokki, ef allt klikkar. Þeir voru boðaðir á fund fyrir fimm viku.“ Snorri er samningsbundinn Val og Hrannar sagði að HSÍ hefði sett hann og félagið hans í erfiða stöðu. „Að halda Val í gíslingu. Hvenær verður hann ráðinn? Í júlí,“ sagði Hrannar. „Snorri verður að fá svör sem fyrst,“ bætti Davíð við. „Þetta eru galin vinnubrögð og það má ekki gleyma því að HSÍ eru félögin og þarna er HSÍ enn og aftur að skíta í heyið.“ Hlusta má á Handkastið í spilaranum hér fyrir ofan. Umræðan um landsliðið hefst á 50:00.
Landslið karla í handbolta Handkastið Valur HSÍ Tengdar fréttir Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Sjá meira
Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00