„Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. apríl 2023 07:01 Vont kvöld í Seville. vísir/Getty Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. „Það er augljóst að þegar þú gerir svona mistök er mjög erfitt að vinna fótboltaleik,“ sagði ten Hag eftir leik. Vísar hann þá til markanna sem Man Utd fékk á sig í leiknum en mistök Harry Maguire leiddu til fyrsta marksins og mistök David De Gea í þriðja marki Sevilla. Mistök af þessu tagi sjást sjaldan á þessu getustigi í fótboltanum. Sevilla voru vel studdir af áhangendum sínum og var ten Hag spurður að því hvort andrúmsloftið á vellinum hafi haft mikil áhrif á leikmenn Man Utd. Hann gaf lítið fyrir það. „Við ráðum vel við það svo það útskýrir ekki tapið. Við verðum að gera betur, það er krafa. Við vorum ekki þéttir og ekki nógu rólegir á boltann. Við tókum lélegar ákvarðanir, töpuðum návígjum og það var meiri kraftur, vilji og ástríða hjá þeim. Það gerir okkur erfitt fyrir og það er vandamál sem við þurfum að taka á.“ Man Utd lék án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes og virtist liðið höndla það afar illa. Stjórinn segir ekkert þýða að hugsa um fjarveru þeirra. „Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um leikmennina sem voru inn á vellinum, þeir verða að standa sig. Ég trúi á þá og treysti þeim og þeir verða svo að sýna það inn á vellinum en í dag var þetta ekki nógu gott,“ segir ten Hag og setti stórt spurningamerki við hugarfar leikmanna liðsins. „Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og það er ekki boðlegt. Þegar þú spilar fyrir Manchester United áttu alltaf að vera tilbúinn, fyrir hvern einasta leik og sérstaklega þegar þú spilar stórleik, leik í 8-liða úrslitum í Evrópu. Við getum bara kennt okkur sjálfum um,“ sagði ten Hag. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
„Það er augljóst að þegar þú gerir svona mistök er mjög erfitt að vinna fótboltaleik,“ sagði ten Hag eftir leik. Vísar hann þá til markanna sem Man Utd fékk á sig í leiknum en mistök Harry Maguire leiddu til fyrsta marksins og mistök David De Gea í þriðja marki Sevilla. Mistök af þessu tagi sjást sjaldan á þessu getustigi í fótboltanum. Sevilla voru vel studdir af áhangendum sínum og var ten Hag spurður að því hvort andrúmsloftið á vellinum hafi haft mikil áhrif á leikmenn Man Utd. Hann gaf lítið fyrir það. „Við ráðum vel við það svo það útskýrir ekki tapið. Við verðum að gera betur, það er krafa. Við vorum ekki þéttir og ekki nógu rólegir á boltann. Við tókum lélegar ákvarðanir, töpuðum návígjum og það var meiri kraftur, vilji og ástríða hjá þeim. Það gerir okkur erfitt fyrir og það er vandamál sem við þurfum að taka á.“ Man Utd lék án lykilmanna á borð við Raphael Varane, Lisandro Martinez og Bruno Fernandes og virtist liðið höndla það afar illa. Stjórinn segir ekkert þýða að hugsa um fjarveru þeirra. „Þetta snýst ekki um þá. Þetta snýst um leikmennina sem voru inn á vellinum, þeir verða að standa sig. Ég trúi á þá og treysti þeim og þeir verða svo að sýna það inn á vellinum en í dag var þetta ekki nógu gott,“ segir ten Hag og setti stórt spurningamerki við hugarfar leikmanna liðsins. „Við mættum ekki tilbúnir í leikinn og það er ekki boðlegt. Þegar þú spilar fyrir Manchester United áttu alltaf að vera tilbúinn, fyrir hvern einasta leik og sérstaklega þegar þú spilar stórleik, leik í 8-liða úrslitum í Evrópu. Við getum bara kennt okkur sjálfum um,“ sagði ten Hag.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Sjá meira
Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00