Fótspor mannvirkja Ragnar Ómarsson skrifar 20. apríl 2023 17:32 Á árinu 2022 var gefinn út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi og markar útgáfan tímamót í sjálfbærniþróun mannvirkja. Í fyrsta sinn hafa Íslensk stjórnvöld og aðilar mannvirkjageirans fengið í hendurnar yfirlit yfir umhverfisáhrif mannvirkja á Íslandi sem gerir kleift að setja viðmið og markmið í átt að aukinni sjálfbærni. Í vegvísinum er einnig að finna 74 aðgerðir sem eiga að draga úr loftslagsáhrifum mannvirkja. Í dag er mannvirkjagerð ábyrg fyrir 37% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og 50% af allri hráefnanotkun. Mannvirkjagerð er langtímaframkvæmd og áhrifa hennar á umhverfið gætir áratugum og öldum saman. Aðgerðir til að sporna við neikvæðum umhverfisáhrifum mannvirkjageirans þurfa að taka mið af þessu. Um leið og nauðsynlegt er að byggja ný mannvirki úr endurnýtanlegum hráefnum sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið, þarf að hlúa vel að þeim mannvirkjum sem nú þegar hafa verið reist til þess að koma í veg fyrir hráefnasóun og til þess að draga úr orkunotkun. Hráefnavinnsla úr náttúruauðlindum (kol, olíuvinnsla, málmvinnsla ofl.) á sér endanleg takmörk. Ágangur í þessar auðlindir ógnar nú lífi og heilsu mannkynsins og skammt er þess að bíða að vinnsla og verslun með kolefnislosandi orkugjafa verði talinn heilsuógn líkt og framleiðsla á spilli- og eiturefnum og meðferð þeirra verði takmörkum sett líkt og gert er með heilsuspillandi neysluvörur eins og tóbak og eiturlyf. Þegar til kastanna kemur er líf, heilsa og vellíðan fólks mikilvægara en efnahagur þjóða. Þetta hefur mannkynið staðfest í viðbrögðum sínum við heimsfaraldrinum sem enn geisar í flestum löndum heims. Stjórnvöld þjóðríkja gripu inn í daglegt líf almennings og settu hegðun þeirra ákveðnar skorður til þess að lágmarka skaðann sem faraldrinum fylgir, á meðan að vísindamenn reyndu að finna varanlegri lausn í formi bóluefnis. Þegar faraldurinn stóð sem hæst, varð merkjanlegur samdráttur í hráefnavinnslu, framleiðslu og viðskiptum sem leiddi til þess að mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda stóð í stað, en mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda er mesti ógnvaldur við líf, heilsu og vellíðan mannkynsins í nánustu framtíð. Fyrir þjóðir heims er lífsnauðsynlegt að ná tökum á þessum vanda því ef ekki verður spornað við þróuninni, mun hún bitna á lífi og heilsu milljóna manna og hafa varanleg áhrif á vellíðan alls mannkyns. Von okkar allra er sú að mannkyninu beri sú gæfa að grípa til þeirra aðgerða sem komið geta í veg fyrir loftslagsvandann, jafnvel þótt slíkar aðgerðir hefðu í för með sér samdrátt í efnahag og lífskjörum núverandi kynslóða, ef slíkt yrði til þess að vernda möguleika komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum og stuðla að því að þjóðin búi við heilbrigð og góð lífsskilyrði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á árinu 2022 var gefinn út vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð á Íslandi og markar útgáfan tímamót í sjálfbærniþróun mannvirkja. Í fyrsta sinn hafa Íslensk stjórnvöld og aðilar mannvirkjageirans fengið í hendurnar yfirlit yfir umhverfisáhrif mannvirkja á Íslandi sem gerir kleift að setja viðmið og markmið í átt að aukinni sjálfbærni. Í vegvísinum er einnig að finna 74 aðgerðir sem eiga að draga úr loftslagsáhrifum mannvirkja. Í dag er mannvirkjagerð ábyrg fyrir 37% af allri losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum og 50% af allri hráefnanotkun. Mannvirkjagerð er langtímaframkvæmd og áhrifa hennar á umhverfið gætir áratugum og öldum saman. Aðgerðir til að sporna við neikvæðum umhverfisáhrifum mannvirkjageirans þurfa að taka mið af þessu. Um leið og nauðsynlegt er að byggja ný mannvirki úr endurnýtanlegum hráefnum sem hafa lágmarksáhrif á umhverfið, þarf að hlúa vel að þeim mannvirkjum sem nú þegar hafa verið reist til þess að koma í veg fyrir hráefnasóun og til þess að draga úr orkunotkun. Hráefnavinnsla úr náttúruauðlindum (kol, olíuvinnsla, málmvinnsla ofl.) á sér endanleg takmörk. Ágangur í þessar auðlindir ógnar nú lífi og heilsu mannkynsins og skammt er þess að bíða að vinnsla og verslun með kolefnislosandi orkugjafa verði talinn heilsuógn líkt og framleiðsla á spilli- og eiturefnum og meðferð þeirra verði takmörkum sett líkt og gert er með heilsuspillandi neysluvörur eins og tóbak og eiturlyf. Þegar til kastanna kemur er líf, heilsa og vellíðan fólks mikilvægara en efnahagur þjóða. Þetta hefur mannkynið staðfest í viðbrögðum sínum við heimsfaraldrinum sem enn geisar í flestum löndum heims. Stjórnvöld þjóðríkja gripu inn í daglegt líf almennings og settu hegðun þeirra ákveðnar skorður til þess að lágmarka skaðann sem faraldrinum fylgir, á meðan að vísindamenn reyndu að finna varanlegri lausn í formi bóluefnis. Þegar faraldurinn stóð sem hæst, varð merkjanlegur samdráttur í hráefnavinnslu, framleiðslu og viðskiptum sem leiddi til þess að mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda stóð í stað, en mengun og útblástur gróðurhúsalofttegunda er mesti ógnvaldur við líf, heilsu og vellíðan mannkynsins í nánustu framtíð. Fyrir þjóðir heims er lífsnauðsynlegt að ná tökum á þessum vanda því ef ekki verður spornað við þróuninni, mun hún bitna á lífi og heilsu milljóna manna og hafa varanleg áhrif á vellíðan alls mannkyns. Von okkar allra er sú að mannkyninu beri sú gæfa að grípa til þeirra aðgerða sem komið geta í veg fyrir loftslagsvandann, jafnvel þótt slíkar aðgerðir hefðu í för með sér samdrátt í efnahag og lífskjörum núverandi kynslóða, ef slíkt yrði til þess að vernda möguleika komandi kynslóða til þess að mæta þörfum sínum og stuðla að því að þjóðin búi við heilbrigð og góð lífsskilyrði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun