Er barnið þitt í ofbeldissambandi? Drífa Snædal skrifar 19. apríl 2023 18:31 Ef börn eða unglingar verða fyrir ofbeldi er ekkert víst að þau segi foreldrum eða öðrum fullorðnum frá því. Reyndar er það sjaldgæft að það gerist. Sjúktspjall er nafnlaust spjall þar sem ungmenni geta leitað aðstoðar, fengið svör við vangaveltum sínum og fengið ábendingar um næstu skref. Í gegnum það fáum við innsýn inn í ofbeldissambönd ungmenna og oft eiga þau mjög erfitt með að skilja og skilgreina reynslu sína. Það kemur fyrir að ungmenni koma inn á spjallið til að ræða vini eða vinkonur en eftir því sem líður á spjallið kemur í ljós að ungmennið á hinum enda línunnar hefur orðið fyrir nauðgun. Foreldrar geta ekki treyst því að börnin eða unglingarnir segja frá og því er mikilvægt að þekkja einkennin. Þau geta verið að unglingurinn þarf stöðugt að láta vita af sér, getur ekki tekið ákvarðanir nema bera það undir hinn aðilann og svo mætti áfram telja. Við höfum sett af stað foreldrapróf þar sem foreldrar og forráðamenn geta kannað þekkingu sína á ofbeldissamböndum og vísbendingum þar um: stigamot.is/einkenni. Við leitum líka til almennings um að styrkja eitt samtal við ungmenni, en hvert samtal á sjuktspjall kostar um 2.500 krónur. Stór hluti starfsemi Stígamóta er fjármagnaður fyrir fé frá einstaklingum. Þannig hjálpar almenningur okkur að hjálpa öðrum. Á þessu ári sem sjúktspjall hefur verið starfandi höfum við fengið staðfestingu á hvað það er mikilvægt og það er ósk okkar að geta eflt spjallið fyrir fleiri ungmenni. Þannig er vonandi hægt að koma í veg fyrir ofbeldi ungs fólks, þau hafi rými til að ræða mörk og samþykki og allt annað sem þau eru að velta fyrir sér varðandi samskipti. Við viljum þakka öllum þeim þúsundum sem hafa styrkt okkur síðustu ár og eflt Stígamót þannig að við getum veitt fleirum ráðgjöf og frætt fleiri um heilbrigð samskipti. Höfundur er talskona Stígamóta Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Ef börn eða unglingar verða fyrir ofbeldi er ekkert víst að þau segi foreldrum eða öðrum fullorðnum frá því. Reyndar er það sjaldgæft að það gerist. Sjúktspjall er nafnlaust spjall þar sem ungmenni geta leitað aðstoðar, fengið svör við vangaveltum sínum og fengið ábendingar um næstu skref. Í gegnum það fáum við innsýn inn í ofbeldissambönd ungmenna og oft eiga þau mjög erfitt með að skilja og skilgreina reynslu sína. Það kemur fyrir að ungmenni koma inn á spjallið til að ræða vini eða vinkonur en eftir því sem líður á spjallið kemur í ljós að ungmennið á hinum enda línunnar hefur orðið fyrir nauðgun. Foreldrar geta ekki treyst því að börnin eða unglingarnir segja frá og því er mikilvægt að þekkja einkennin. Þau geta verið að unglingurinn þarf stöðugt að láta vita af sér, getur ekki tekið ákvarðanir nema bera það undir hinn aðilann og svo mætti áfram telja. Við höfum sett af stað foreldrapróf þar sem foreldrar og forráðamenn geta kannað þekkingu sína á ofbeldissamböndum og vísbendingum þar um: stigamot.is/einkenni. Við leitum líka til almennings um að styrkja eitt samtal við ungmenni, en hvert samtal á sjuktspjall kostar um 2.500 krónur. Stór hluti starfsemi Stígamóta er fjármagnaður fyrir fé frá einstaklingum. Þannig hjálpar almenningur okkur að hjálpa öðrum. Á þessu ári sem sjúktspjall hefur verið starfandi höfum við fengið staðfestingu á hvað það er mikilvægt og það er ósk okkar að geta eflt spjallið fyrir fleiri ungmenni. Þannig er vonandi hægt að koma í veg fyrir ofbeldi ungs fólks, þau hafi rými til að ræða mörk og samþykki og allt annað sem þau eru að velta fyrir sér varðandi samskipti. Við viljum þakka öllum þeim þúsundum sem hafa styrkt okkur síðustu ár og eflt Stígamót þannig að við getum veitt fleirum ráðgjöf og frætt fleiri um heilbrigð samskipti. Höfundur er talskona Stígamóta
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar