Þvertekur fyrir fullyrðingar íslenskra miðla um meiðsli sín Aron Guðmundsson skrifar 19. apríl 2023 15:01 Jannik Pohl í leik með Fram í Bestu deildinni Vísir/Diego Danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl, leikmaður Bestu deildar liðs Fram gefur lítið fyrir fréttaflutning íslenskra fjölmiðla af meiðslum sínum og ætlar sér að vera mættur aftur inn á knattspyrnuvöllinn eftir tvo mánuði. Jannik meiddist á hné í fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni þegar að Fram tók á móti FH þegar brotið var á honum innan vítateigs. „Ég fæ boltann framarlega á vellinum, fer fram hjá markmanninum en er þá tekinn niður,“ segir Jannik í viðtali við danska vefmiðilinn Bold.dk. Daninn knái segist hafa fundið það um leið að eitthvað væri að en hafði þó á sama tíma hugsað sér gott til glóðarinnar og vildi reyna að taka vítaspyrnuna sem hafði verið dæmd í kjölfar brotsins. „Ég fékk ekki að taka margar slíkar á síðasta tímabili. En ef ég á að geta barist um markakóngs titilinn þá verð ég að taka nokkrar vítaspyrnur. Ég fann hins vegar strax fyrir sársauka í hnénu.“ Mun ekki gefast upp núna Í fréttum hér heima hefur meðal annars verið greint frá því að Jannik verði frá í fjóra mánuði en hann er ekki sammála því. „Ég tel að ég verði mættur aftur á völlinn eftir tvo mánuði. Á því liggur enginn vafi í mínum huga.“ Segir hann að góður grunnur að líkamlegu formi sem hann vann að á undirbúningstímabilinu skipti þar mestu máli. „Ef ég hefði ekki verið svona vel á mig kominn þá hefði þetta geta endað mun verr.“ Pohl hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum ferli en hann kom af krafti inn í lið Fram á síðasta tímabili, skoraði níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 21 leik. Hann er ekki af baki dottinn þó svo að yfirstandandi tímabilið hafi byrjað á áfalli. „Ég gefst aldrei upp og mun ekki gera það núna,“ segir danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl í samtali við Bold.dk. Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30 Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Jannik meiddist á hné í fyrsta leik tímabilsins í Bestu deildinni þegar að Fram tók á móti FH þegar brotið var á honum innan vítateigs. „Ég fæ boltann framarlega á vellinum, fer fram hjá markmanninum en er þá tekinn niður,“ segir Jannik í viðtali við danska vefmiðilinn Bold.dk. Daninn knái segist hafa fundið það um leið að eitthvað væri að en hafði þó á sama tíma hugsað sér gott til glóðarinnar og vildi reyna að taka vítaspyrnuna sem hafði verið dæmd í kjölfar brotsins. „Ég fékk ekki að taka margar slíkar á síðasta tímabili. En ef ég á að geta barist um markakóngs titilinn þá verð ég að taka nokkrar vítaspyrnur. Ég fann hins vegar strax fyrir sársauka í hnénu.“ Mun ekki gefast upp núna Í fréttum hér heima hefur meðal annars verið greint frá því að Jannik verði frá í fjóra mánuði en hann er ekki sammála því. „Ég tel að ég verði mættur aftur á völlinn eftir tvo mánuði. Á því liggur enginn vafi í mínum huga.“ Segir hann að góður grunnur að líkamlegu formi sem hann vann að á undirbúningstímabilinu skipti þar mestu máli. „Ef ég hefði ekki verið svona vel á mig kominn þá hefði þetta geta endað mun verr.“ Pohl hefur gengið í gegnum ýmislegt á sínum ferli en hann kom af krafti inn í lið Fram á síðasta tímabili, skoraði níu mörk og gaf fjórar stoðsendingar í 21 leik. Hann er ekki af baki dottinn þó svo að yfirstandandi tímabilið hafi byrjað á áfalli. „Ég gefst aldrei upp og mun ekki gera það núna,“ segir danski sóknarmaðurinn Jannik Pohl í samtali við Bold.dk.
Fram Besta deild karla Tengdar fréttir Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30 Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10 Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Bættu Evrópumet AC Milan liðsins með Gullit og Van Basten innanborðs Slot: Engin auka pressa við þetta tap Real Madrid vill stórar skaðabætur frá UEFA „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Bað alla nema þjálfarann afsökunar Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Sjá meira
Framherji Fram frá næstu mánuði Bestu deildarlið Fram hefur orðið fyrir miklu áfalli en framherjinn Jannik Pohl er meiddur og verður frá næstu mánuðina. 13. apríl 2023 22:30
Umfjöllun: Fram - FH 2-2 | Jafntefli í Úlfarsárdalnum Fram og FH skildu jöfn í 1. umferð Bestu deildarinnar. Leikurinn var hin mesta skemmtun þar sem bæði lið fengu nóg af færum. Leikurinn endaði með sanngjörnu 2-2 jafntefli. 10. apríl 2023 21:10