Fjórtán prósent grunnskólanema með erlent móðurmál Bjarki Sigurðsson skrifar 18. apríl 2023 09:20 Börn að leik á ærslabelg við Gerðasafn Kópavogi síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Fjórtán prósent nemenda í grunnskólum landsins hafa erlent móðurmál. Fjölgar þeim þó nokkuð milli ára. Algengasta erlenda móðurmálið er pólska. Aldrei hafa verið fleiri nemendur í skyldunámi á Íslandi. Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofu Íslands. Nemendur í grunnskólum Íslands voru 47.115 talsins haustið 2022 og hafa aldrei verið fleiri. Þeim fjölgar um 256 frá haustinu 2021 eða um 0,5 prósent. Nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári. Haustið 2022 höfðu 6.570 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 13,9% nemenda, sem er fjölgun um 760 nemendur frá árinu áður. Hluti þessara nemenda hefur einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum á Íslandi er pólska, sem er töluð af tæplega 2.100 nemendum. Næst á eftir koma enska, arabíska, spænska og filippseysk mál en meira en þrjú hundruð börn tala þau tungumál. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig frá fyrra ári og voru 4.114 haustið 2022 og hafði fjölgað um 683 nemendur. Mest munar um að börnum frá Úkraínu fjölgaði um 203, börnum með pólskt ríkisfang fjölgaði um 107 og börnum frá Venesúela fjölgaði um 95. Nemendum með íslenskt ríkisfang fækkaði um 427 á milli áranna 2021 og 2022. Grunnskólar á Íslandi eru 174 talsins. Í þremur grunnskólum eru færri en tíu nemendur, það eru Grunnskólinn í Hofgarði með þrjá nemendur, Grunnskóli Raufarhafnar með sex nemendur og Grunnskóli Drangsness þar sem eru sjö nemendur. Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum gögnum Hagstofu Íslands. Nemendur í grunnskólum Íslands voru 47.115 talsins haustið 2022 og hafa aldrei verið fleiri. Þeim fjölgar um 256 frá haustinu 2021 eða um 0,5 prósent. Nemendum sem hafa erlent tungumál að móðurmáli hefur fjölgað ár frá ári. Haustið 2022 höfðu 6.570 grunnskólanemendur erlent tungumál að móðurmáli, eða 13,9% nemenda, sem er fjölgun um 760 nemendur frá árinu áður. Hluti þessara nemenda hefur einnig íslensku sem móðurmál. Algengasta erlenda móðurmál nemenda í grunnskólum á Íslandi er pólska, sem er töluð af tæplega 2.100 nemendum. Næst á eftir koma enska, arabíska, spænska og filippseysk mál en meira en þrjú hundruð börn tala þau tungumál. Nemendum með erlent ríkisfang fjölgaði einnig frá fyrra ári og voru 4.114 haustið 2022 og hafði fjölgað um 683 nemendur. Mest munar um að börnum frá Úkraínu fjölgaði um 203, börnum með pólskt ríkisfang fjölgaði um 107 og börnum frá Venesúela fjölgaði um 95. Nemendum með íslenskt ríkisfang fækkaði um 427 á milli áranna 2021 og 2022. Grunnskólar á Íslandi eru 174 talsins. Í þremur grunnskólum eru færri en tíu nemendur, það eru Grunnskólinn í Hofgarði með þrjá nemendur, Grunnskóli Raufarhafnar með sex nemendur og Grunnskóli Drangsness þar sem eru sjö nemendur.
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla - og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira