Tuttugu og fimm ár fyrir að andæfa innrásinni Kjartan Kjartansson skrifar 17. apríl 2023 11:26 Vladímír Kara-Murza í dómsal í febrúar. Hann var sakfelldur fyrir landráð og fyrir að níða rússneska herinn. AP Rússneskur dómstóll dæmdi þekktan andófsmann í 25 ára fangelsi í dag fyrir að gagnrýna stríðsrekstur þarlendra stjórnvalda í Úkraínu. Hann var sakfelldur fyrir landráð og að níða rússneska herinn. Mannréttindasamtök segja hann samviskufanga. Vladímír Kara-Murza er 41 árs gamall rússnesku stjórnarandstæðingur. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því í fyrra. Sakirnar á hendur honum má rekja til ávarps hans í ríkisþingi Arizona í Bandaríkjunum í mars í fyrra þar sem hann fordæmdi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Á meðan Kara-Murza sat í fangelsi bætti saksóknarar við ákærurfyrir landráð vegna ræða sem hann hefur haldið á erlendri grundu. Kara-Murza neitaði sök og líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld sem voru haldin í tíð alræðisherrans Jósefs Stalíns á 20. öldinni. Í yfirlýsingu við dómstólinn sagðist hann stoltur af því að hafa staðið uppi í hárinu á Vladímír Pútín forseta, einræðisríki hans og ákvörðun hans um að senda hermenn til Úkraínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég veit að sá dagur rennur upp þegar mykrinu sem liggur yfir landinu okkar léttir. Þá mun samfélagið opna augun og hrylla við þegar það áttar sig á þeim hræðilegu glæpum sem voru framdi í nafni þess,“ sagði Kara-Murza við réttarhöldin sem fóru fram á bak við luktar dyr. "#Russia will be free, tell it everyone."Such words were uttered by Vladimir Kara-Murza after the verdict was passed. pic.twitter.com/PlRxMVlmkk— NEXTA (@nexta_tv) April 17, 2023 Þagga niður í gagnrýnisröddum Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn yfir Kara-Murza og sögðu hann hluta af kerfisbundinni kúgunarherferð stjórnvalda sem hafi færst í aukana eftir að innrásin hófst. Þau telja Kara-Murza samviskufanga sem hafi eingöngu verið sakfelldur fyrir skoðanir sínar. Rússnesk stjórnvöld gerðu það að glæp að dreifa „fölskum upplýsingum“ um herinn aðeins nokkrum dögum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Þau hafa notað lögin til þess að þagga niður í gagnýnisröddum. Kara-Murza er blaðamaður og þriggja barna faðir. Hann var nátengdur Boris Nemtsov, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem var ráðinn af dögum nærri Kreml árið 2015. Sjálfur lifði Kara-Murza af eitranir árin 2015 og 2017 sem hann kennir stjórnvöldum í Kreml um. Heilsu hans í fangelsinu fer hrakandi, að sögn lögmanna hans. Ilja Jashin, annar stjórnarandstæðingur, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að tala illa um rússneska herinn seint á síðasta ári. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Vladímír Kara-Murza er 41 árs gamall rússnesku stjórnarandstæðingur. Hann hefur setið á bak við lás og slá frá því í fyrra. Sakirnar á hendur honum má rekja til ávarps hans í ríkisþingi Arizona í Bandaríkjunum í mars í fyrra þar sem hann fordæmdi stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. Á meðan Kara-Murza sat í fangelsi bætti saksóknarar við ákærurfyrir landráð vegna ræða sem hann hefur haldið á erlendri grundu. Kara-Murza neitaði sök og líkti réttarhöldunum við sýndarréttarhöld sem voru haldin í tíð alræðisherrans Jósefs Stalíns á 20. öldinni. Í yfirlýsingu við dómstólinn sagðist hann stoltur af því að hafa staðið uppi í hárinu á Vladímír Pútín forseta, einræðisríki hans og ákvörðun hans um að senda hermenn til Úkraínu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Ég veit að sá dagur rennur upp þegar mykrinu sem liggur yfir landinu okkar léttir. Þá mun samfélagið opna augun og hrylla við þegar það áttar sig á þeim hræðilegu glæpum sem voru framdi í nafni þess,“ sagði Kara-Murza við réttarhöldin sem fóru fram á bak við luktar dyr. "#Russia will be free, tell it everyone."Such words were uttered by Vladimir Kara-Murza after the verdict was passed. pic.twitter.com/PlRxMVlmkk— NEXTA (@nexta_tv) April 17, 2023 Þagga niður í gagnrýnisröddum Mannréttindasamtökin Amnesty International fordæmdu dóminn yfir Kara-Murza og sögðu hann hluta af kerfisbundinni kúgunarherferð stjórnvalda sem hafi færst í aukana eftir að innrásin hófst. Þau telja Kara-Murza samviskufanga sem hafi eingöngu verið sakfelldur fyrir skoðanir sínar. Rússnesk stjórnvöld gerðu það að glæp að dreifa „fölskum upplýsingum“ um herinn aðeins nokkrum dögum eftir að innrásin hófst í febrúar í fyrra. Þau hafa notað lögin til þess að þagga niður í gagnýnisröddum. Kara-Murza er blaðamaður og þriggja barna faðir. Hann var nátengdur Boris Nemtsov, stjórnarandstöðuleiðtoga, sem var ráðinn af dögum nærri Kreml árið 2015. Sjálfur lifði Kara-Murza af eitranir árin 2015 og 2017 sem hann kennir stjórnvöldum í Kreml um. Heilsu hans í fangelsinu fer hrakandi, að sögn lögmanna hans. Ilja Jashin, annar stjórnarandstæðingur, var dæmdur í átta og hálfs árs fangelsi fyrir að tala illa um rússneska herinn seint á síðasta ári.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mannréttindi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira