„Ég er með samning en er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. apríl 2023 21:45 Tímabilinu er lokið hjá Bjarna Magnússyni og stöllum hans í Haukum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar töpuðu gegn Val á heimavelli 46-56. Þetta var annað tímabilið í röð sem Haukar tapa oddaleik á heimavelli. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var óviss hvort hann yrði þjálfari Hauka á næsta tímabili. „Við vorum ekki að hitta neitt allan leikinn og þú vinnur ekki körfuboltaleik með svona lélega nýtingu. Það er einfalda svarið.“ „Við hittum ekki úr einum þristi allan leikinn. Þær dekkuðu okkur vel hjá þriggja stiga línunni en þegar við fengum víti og sniðskot þá klikkuðum við líka. Varnarlega vorum við flottar þar sem við fengum aðeins á okkur 56 stig,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar spiluðu afar illa í kvöld og annað tímabilið í röð tapa Haukar oddaleik á heimavelli. „Annað tímabilið í röð erum við að tapa illa í fimmta leik. Það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig sem þjálfari sem undirbjó liðið. Liðið er ekki að koma inn andlega rétt stillt.“ „Við vorum allt of litlar í okkur og létum ýta okkur úr því sem við vorum að reyna að framkvæma og það eru spurningar sem ég þarf að spyrja mig að. Ég þarf að fara vel yfir þetta og skoða hvað gerist næst.“ Tímabilinu er lokið hjá Haukum. Bjarni Magnússon var ánægður með tímabilið þar sem Haukar urðu bikarmeistar og Bjarni talaði um að Haukar hafi lent í afar miklum meiðslum sem setti strik í reikninginn. „Tímabilið var mjög gott. Ég er ekki að fara taka þennan leik og segja að tímabilið hafi verið slæmt. Það hafa menn verið að væla í fjölmiðlum yfir því að hafa misst 1-2 leikmenn í meiðsli í nokkrar vikur. Við höfum verið með 5-6 leikmenn meidda í vetur og fengum nokkrar inn stuttu fyrir úrslitakeppni þannig það hefur verið erfitt að finna jafnvægi.“ „Ég er stoltur af liðinu hvernig við höfum tæklað það frá fyrsta degi. Við erum bikarmeistarar það verður ekki tekið af okkur. Við hefðum getað komist í úrslitin með betri frammistöðu í dag en heilt yfir er ég stoltur af liðinu í vetur.“ En verður Bjarni þjálfari Hauka á næsta tímabili? „Ég er með samning en ég er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli og það er ekki bara hægt að benda á liðið heldur þarf ég líka að spyrja mig spurningar,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Sjá meira
„Við vorum ekki að hitta neitt allan leikinn og þú vinnur ekki körfuboltaleik með svona lélega nýtingu. Það er einfalda svarið.“ „Við hittum ekki úr einum þristi allan leikinn. Þær dekkuðu okkur vel hjá þriggja stiga línunni en þegar við fengum víti og sniðskot þá klikkuðum við líka. Varnarlega vorum við flottar þar sem við fengum aðeins á okkur 56 stig,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar spiluðu afar illa í kvöld og annað tímabilið í röð tapa Haukar oddaleik á heimavelli. „Annað tímabilið í röð erum við að tapa illa í fimmta leik. Það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig sem þjálfari sem undirbjó liðið. Liðið er ekki að koma inn andlega rétt stillt.“ „Við vorum allt of litlar í okkur og létum ýta okkur úr því sem við vorum að reyna að framkvæma og það eru spurningar sem ég þarf að spyrja mig að. Ég þarf að fara vel yfir þetta og skoða hvað gerist næst.“ Tímabilinu er lokið hjá Haukum. Bjarni Magnússon var ánægður með tímabilið þar sem Haukar urðu bikarmeistar og Bjarni talaði um að Haukar hafi lent í afar miklum meiðslum sem setti strik í reikninginn. „Tímabilið var mjög gott. Ég er ekki að fara taka þennan leik og segja að tímabilið hafi verið slæmt. Það hafa menn verið að væla í fjölmiðlum yfir því að hafa misst 1-2 leikmenn í meiðsli í nokkrar vikur. Við höfum verið með 5-6 leikmenn meidda í vetur og fengum nokkrar inn stuttu fyrir úrslitakeppni þannig það hefur verið erfitt að finna jafnvægi.“ „Ég er stoltur af liðinu hvernig við höfum tæklað það frá fyrsta degi. Við erum bikarmeistarar það verður ekki tekið af okkur. Við hefðum getað komist í úrslitin með betri frammistöðu í dag en heilt yfir er ég stoltur af liðinu í vetur.“ En verður Bjarni þjálfari Hauka á næsta tímabili? „Ég er með samning en ég er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli og það er ekki bara hægt að benda á liðið heldur þarf ég líka að spyrja mig spurningar,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Littler hunsaði Beckham óvart Enski boltinn Þórir búinn að opna pakkann Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Fury segist vera hættur ... aftur Sport „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Fleiri fréttir „Er í sjöunda himni með að hafa hann í mínu horni“ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Á morgun opinberar enska úrvalsdeildin hvaða liðum verður refsað Orri Steinn kom inn í lokin í sigri á Gula kafbátnum Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fiorentina Valdi norsku B-deildina fram yfir Víking Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Fury segist vera hættur ... aftur Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Conte vill fá Garnacho í staðinn fyrir Kvaratskhelia Þórir búinn að opna pakkann Littler hunsaði Beckham óvart Las sjálfshjálparbók í miðjum leik „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs Domino's gerði grín að Havertz Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Stuðningsmenn slógust á bílastæðinu eftir stórsigur Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og FA-bikarinn heldur áfram Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Sjá meira