„Ég er með samning en er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli“ Andri Már Eggertsson skrifar 16. apríl 2023 21:45 Tímabilinu er lokið hjá Bjarna Magnússyni og stöllum hans í Haukum Vísir/Pawel Cieslikiewicz Haukar töpuðu gegn Val á heimavelli 46-56. Þetta var annað tímabilið í röð sem Haukar tapa oddaleik á heimavelli. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var óviss hvort hann yrði þjálfari Hauka á næsta tímabili. „Við vorum ekki að hitta neitt allan leikinn og þú vinnur ekki körfuboltaleik með svona lélega nýtingu. Það er einfalda svarið.“ „Við hittum ekki úr einum þristi allan leikinn. Þær dekkuðu okkur vel hjá þriggja stiga línunni en þegar við fengum víti og sniðskot þá klikkuðum við líka. Varnarlega vorum við flottar þar sem við fengum aðeins á okkur 56 stig,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar spiluðu afar illa í kvöld og annað tímabilið í röð tapa Haukar oddaleik á heimavelli. „Annað tímabilið í röð erum við að tapa illa í fimmta leik. Það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig sem þjálfari sem undirbjó liðið. Liðið er ekki að koma inn andlega rétt stillt.“ „Við vorum allt of litlar í okkur og létum ýta okkur úr því sem við vorum að reyna að framkvæma og það eru spurningar sem ég þarf að spyrja mig að. Ég þarf að fara vel yfir þetta og skoða hvað gerist næst.“ Tímabilinu er lokið hjá Haukum. Bjarni Magnússon var ánægður með tímabilið þar sem Haukar urðu bikarmeistar og Bjarni talaði um að Haukar hafi lent í afar miklum meiðslum sem setti strik í reikninginn. „Tímabilið var mjög gott. Ég er ekki að fara taka þennan leik og segja að tímabilið hafi verið slæmt. Það hafa menn verið að væla í fjölmiðlum yfir því að hafa misst 1-2 leikmenn í meiðsli í nokkrar vikur. Við höfum verið með 5-6 leikmenn meidda í vetur og fengum nokkrar inn stuttu fyrir úrslitakeppni þannig það hefur verið erfitt að finna jafnvægi.“ „Ég er stoltur af liðinu hvernig við höfum tæklað það frá fyrsta degi. Við erum bikarmeistarar það verður ekki tekið af okkur. Við hefðum getað komist í úrslitin með betri frammistöðu í dag en heilt yfir er ég stoltur af liðinu í vetur.“ En verður Bjarni þjálfari Hauka á næsta tímabili? „Ég er með samning en ég er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli og það er ekki bara hægt að benda á liðið heldur þarf ég líka að spyrja mig spurningar,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
„Við vorum ekki að hitta neitt allan leikinn og þú vinnur ekki körfuboltaleik með svona lélega nýtingu. Það er einfalda svarið.“ „Við hittum ekki úr einum þristi allan leikinn. Þær dekkuðu okkur vel hjá þriggja stiga línunni en þegar við fengum víti og sniðskot þá klikkuðum við líka. Varnarlega vorum við flottar þar sem við fengum aðeins á okkur 56 stig,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar spiluðu afar illa í kvöld og annað tímabilið í röð tapa Haukar oddaleik á heimavelli. „Annað tímabilið í röð erum við að tapa illa í fimmta leik. Það er eitthvað sem ég þarf að taka á mig sem þjálfari sem undirbjó liðið. Liðið er ekki að koma inn andlega rétt stillt.“ „Við vorum allt of litlar í okkur og létum ýta okkur úr því sem við vorum að reyna að framkvæma og það eru spurningar sem ég þarf að spyrja mig að. Ég þarf að fara vel yfir þetta og skoða hvað gerist næst.“ Tímabilinu er lokið hjá Haukum. Bjarni Magnússon var ánægður með tímabilið þar sem Haukar urðu bikarmeistar og Bjarni talaði um að Haukar hafi lent í afar miklum meiðslum sem setti strik í reikninginn. „Tímabilið var mjög gott. Ég er ekki að fara taka þennan leik og segja að tímabilið hafi verið slæmt. Það hafa menn verið að væla í fjölmiðlum yfir því að hafa misst 1-2 leikmenn í meiðsli í nokkrar vikur. Við höfum verið með 5-6 leikmenn meidda í vetur og fengum nokkrar inn stuttu fyrir úrslitakeppni þannig það hefur verið erfitt að finna jafnvægi.“ „Ég er stoltur af liðinu hvernig við höfum tæklað það frá fyrsta degi. Við erum bikarmeistarar það verður ekki tekið af okkur. Við hefðum getað komist í úrslitin með betri frammistöðu í dag en heilt yfir er ég stoltur af liðinu í vetur.“ En verður Bjarni þjálfari Hauka á næsta tímabili? „Ég er með samning en ég er búinn að tapa tveimur oddaleikjum á heimavelli og það er ekki bara hægt að benda á liðið heldur þarf ég líka að spyrja mig spurningar,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira