Tímamót í viðskiptum með fasteignir Máni Snær Þorláksson skrifar 16. apríl 2023 16:00 Nú þarf ekki lengur að fara með afsal til sýslumanns til að hægt sé að þinglýsa því. Aron Eiríksson fasteignasali segir að um stórt framfaraskref sé að ræða. Vísir/Félag Fasteignasala/Vilhelm Eftir margra ára undirbúning er fyrsta rafræna þinglýsingin í fasteignaviðskiptum orðin að veruleika. Fyrsta afsalinu var þinglýst rafrænt fyrir helgi og gert er ráð fyrir að rafrænar þinglýsingar á kaupsamningum komi með haustinu. Fasteignasali segir að um mikla búbót sé að ræða og að starfsgreinin sé ekki í hættu. Aron Eiríksson, fasteignasali á Ás fasteignasölu, sá um að þinglýsa fyrsta afsalinu. Hann segir að um virkilega stórt skref sé að ræða fyrir fasteignaviðskipti í heild sinni. „Mikið framfaraskref. Bót sem ég held að svona flestir landsmenn séu farnir að kalla eftir, svona í ljósi þess að það er alveg gríðarlega mikið af hlutum orðnir rafrænir í dag. Þannig við erum bara virkilega spennt að taka næstu skref í þessu, fara með þetta lengra.“ Næst á döfinni er að geta þinglýst kaupsamningum rafrænt og gert er ráð fyrir því að það komi með haustinu. Verið er síðan að vinna að því að geta þinglýst öllum skjölum er varða fasteignaviðskipti. „Þetta er náttúrulega hellingur af skjölum sem þarf að þinglýsa þannig þetta er stórt og flókið verkefni. Það þarf að þinglýsa umboðum, forgangsréttum, kaupsamningum, afsölum, lánaskjölum, veðflutningum - þetta er gríðarlega stór pakki. Afsalið er svona einfaldasti hlutinn í viðskiptunum af því þetta er lokapunkturinn og bara eitt skjal. Núna tekur flóknari kafli við.“ Störf fasteignasala séu ekki í hættu Aron óttast ekki að fasteignasalar verði úreltir með þessari rafrænu þróun. Þrátt fyrir að skjalavinnslan verði á endanum öll rafræn þá telur hann að enn verði þörf á fasteignasölum til að sinna öðrum flóknum hlutum er varða fasteignaviðskipti. „Þegar það eru til dæmis keðjur sem myndast í kringum fasteignaviðskipti þá er þetta flókið, það mun ekki breytast þegar rafrænu hlutirnir fara í gang. Fólk þarf að afhenda á ákveðnum tíma, það er veðflutningur hér og nýtt lán þar. Ég hugsa að það verði alltaf gott að vera með bílstjóra í kringum þessi atriði.“ Að sama skapi heldur Aron ekki að fólk fari alfarið að sýna fasteignirnar sínar sjálft. „Þannig ég held að starf fasteignasalans, eins og hefur kannski eitthvað verið í umræðunni, ég held að það sé ekki í mikilli hættu,“ segir hann. „Þetta er bara frábær búbót til að bæta þessi viðskipti enn frekar.“ Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Aron Eiríksson, fasteignasali á Ás fasteignasölu, sá um að þinglýsa fyrsta afsalinu. Hann segir að um virkilega stórt skref sé að ræða fyrir fasteignaviðskipti í heild sinni. „Mikið framfaraskref. Bót sem ég held að svona flestir landsmenn séu farnir að kalla eftir, svona í ljósi þess að það er alveg gríðarlega mikið af hlutum orðnir rafrænir í dag. Þannig við erum bara virkilega spennt að taka næstu skref í þessu, fara með þetta lengra.“ Næst á döfinni er að geta þinglýst kaupsamningum rafrænt og gert er ráð fyrir því að það komi með haustinu. Verið er síðan að vinna að því að geta þinglýst öllum skjölum er varða fasteignaviðskipti. „Þetta er náttúrulega hellingur af skjölum sem þarf að þinglýsa þannig þetta er stórt og flókið verkefni. Það þarf að þinglýsa umboðum, forgangsréttum, kaupsamningum, afsölum, lánaskjölum, veðflutningum - þetta er gríðarlega stór pakki. Afsalið er svona einfaldasti hlutinn í viðskiptunum af því þetta er lokapunkturinn og bara eitt skjal. Núna tekur flóknari kafli við.“ Störf fasteignasala séu ekki í hættu Aron óttast ekki að fasteignasalar verði úreltir með þessari rafrænu þróun. Þrátt fyrir að skjalavinnslan verði á endanum öll rafræn þá telur hann að enn verði þörf á fasteignasölum til að sinna öðrum flóknum hlutum er varða fasteignaviðskipti. „Þegar það eru til dæmis keðjur sem myndast í kringum fasteignaviðskipti þá er þetta flókið, það mun ekki breytast þegar rafrænu hlutirnir fara í gang. Fólk þarf að afhenda á ákveðnum tíma, það er veðflutningur hér og nýtt lán þar. Ég hugsa að það verði alltaf gott að vera með bílstjóra í kringum þessi atriði.“ Að sama skapi heldur Aron ekki að fólk fari alfarið að sýna fasteignirnar sínar sjálft. „Þannig ég held að starf fasteignasalans, eins og hefur kannski eitthvað verið í umræðunni, ég held að það sé ekki í mikilli hættu,“ segir hann. „Þetta er bara frábær búbót til að bæta þessi viðskipti enn frekar.“
Fasteignamarkaður Stjórnsýsla Tækni Stafræn þróun Tengdar fréttir Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018. 5. febrúar 2021 18:37
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent