Miami Heat og Minnesota Timberwolves í úrslitakeppnina Smári Jökull Jónsson skrifar 15. apríl 2023 09:30 Jimmy Butler og Coby White heilsast að leik loknum í nótt. Vísir/Getty Miami Heat og Minnesota Timberwolves tryggðu sér síðustu sætin í úrslitakeppni NBA-deildarinnar með sigrum í umspili í nótt. Síðustu leikir umspilsins um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt en úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld. Miami Heat tryggði sér síðasta sætið í Austurdeild og Minnesota Timberwolves í Vesturdeild. Miami Heat endaði deildakeppnina í sjöunda sæti og hafði beðið lægri hlut gegn Atlanta Hawks í fyrri umspilsleiknum en Bulls hafði tryggt sér sæti í leiknum gegn Miami Heat með því að slá Toronto Raptors úr leik. JIMMY BUCKETS 31 points4 rebounds3 assistsMiami moves on to battle the Bucks in Round 1 of the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel : Sunday | 5:30pm/et | TNT pic.twitter.com/j9VSDcArVW— NBA (@NBA) April 15, 2023 Leikurinn í nótt var jafn og spennandi. Miami hafði yfirhöndina framan af og leiddi 49-44 í hálfleik. Góður kafli Bulls í þriðja leikhluta kom þeim í forystuna og þeir náðu mest sex stiga forskoti í lokafjórðungnum. Þá tók Jimmy Butler til sinna mála. Hann kom Miami Heat aftur á beinu brautina en hann skoraði 22 stig í síðari hálfleiknum. Þriggja stiga karfa frá Max Strus kom Miami fimm stigum yfir þegar lítið var eftir og það var of mikið fyrir lið Chicago. Miami Heat vann að lokum 102-91 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta liði Milwaukee Bucks. Max Strus dropped 31 PTS and 7 3PM to help Miami secure the must-win W! This shot from deep in crunchtime is tonight's X-Factor moment #HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/fnnHCFA3Cq— NBA (@NBA) April 15, 2023 Jimmy Butler og Max Strus voru stigahæstir hjá Miami Heat með 31 stig en DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls sem eru komnir í sumarfrí. Í hinum leik umspilsins tók Minnesota Timberwolves á móti Oklahoma City Thunder. Timberwolves höfðu tapað fyrir Los Angeles Lakers í fyrri leik umspilskeppninnar en Oklahoma slegið út lið New Orleans Pelicans. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náði Minnesota Timberwolves ágætu áhlaupi og leiddi með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 57-47. Þeir héldu síðan frumkvæðinu eftir hlé, voru komnir sautján stigum yfir fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir síðan gengu frá leiknum. KAT showed out as the Timberwolves secured the West's #8 seed 28 PTS11 REB3 AST3 BLKMinnesota will face Denver in Round 1 : Game 1 | Sunday | 10:30pm/et | TNT pic.twitter.com/WNrDhRbTFn— NBA (@NBA) April 15, 2023 Lokatölur 120-95 og Timberwolves mætir liði Denver Nuggets í úrslitakeppninni en Nuggets varð meistari Vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Timberwolves í nótt en Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur hjá Oklahoma City Thunder með 22 stig. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld verður leikur Boston Celtics og Atlanta Hawks sýndur beint klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 3. NBA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira
Síðustu leikir umspilsins um sæti í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fóru fram í nótt en úrslitakeppni deildarinnar hefst í kvöld. Miami Heat tryggði sér síðasta sætið í Austurdeild og Minnesota Timberwolves í Vesturdeild. Miami Heat endaði deildakeppnina í sjöunda sæti og hafði beðið lægri hlut gegn Atlanta Hawks í fyrri umspilsleiknum en Bulls hafði tryggt sér sæti í leiknum gegn Miami Heat með því að slá Toronto Raptors úr leik. JIMMY BUCKETS 31 points4 rebounds3 assistsMiami moves on to battle the Bucks in Round 1 of the #NBAPlayoffs presented by Google Pixel : Sunday | 5:30pm/et | TNT pic.twitter.com/j9VSDcArVW— NBA (@NBA) April 15, 2023 Leikurinn í nótt var jafn og spennandi. Miami hafði yfirhöndina framan af og leiddi 49-44 í hálfleik. Góður kafli Bulls í þriðja leikhluta kom þeim í forystuna og þeir náðu mest sex stiga forskoti í lokafjórðungnum. Þá tók Jimmy Butler til sinna mála. Hann kom Miami Heat aftur á beinu brautina en hann skoraði 22 stig í síðari hálfleiknum. Þriggja stiga karfa frá Max Strus kom Miami fimm stigum yfir þegar lítið var eftir og það var of mikið fyrir lið Chicago. Miami Heat vann að lokum 102-91 og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitunum þar sem þeir mæta liði Milwaukee Bucks. Max Strus dropped 31 PTS and 7 3PM to help Miami secure the must-win W! This shot from deep in crunchtime is tonight's X-Factor moment #HisenseXFactor | @Hisense_USA pic.twitter.com/fnnHCFA3Cq— NBA (@NBA) April 15, 2023 Jimmy Butler og Max Strus voru stigahæstir hjá Miami Heat með 31 stig en DeMar DeRozan skoraði 26 stig fyrir Bulls sem eru komnir í sumarfrí. Í hinum leik umspilsins tók Minnesota Timberwolves á móti Oklahoma City Thunder. Timberwolves höfðu tapað fyrir Los Angeles Lakers í fyrri leik umspilskeppninnar en Oklahoma slegið út lið New Orleans Pelicans. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en undir lok hans náði Minnesota Timberwolves ágætu áhlaupi og leiddi með tíu stigum í hálfleik, staðan þá 57-47. Þeir héldu síðan frumkvæðinu eftir hlé, voru komnir sautján stigum yfir fyrir lokafjórðunginn þar sem þeir síðan gengu frá leiknum. KAT showed out as the Timberwolves secured the West's #8 seed 28 PTS11 REB3 AST3 BLKMinnesota will face Denver in Round 1 : Game 1 | Sunday | 10:30pm/et | TNT pic.twitter.com/WNrDhRbTFn— NBA (@NBA) April 15, 2023 Lokatölur 120-95 og Timberwolves mætir liði Denver Nuggets í úrslitakeppninni en Nuggets varð meistari Vesturdeildarinnar. Karl-Anthony Towns skoraði 28 stig fyrir Timberwolves í nótt en Shai Gilgeous-Alexander var stigahæstur hjá Oklahoma City Thunder með 22 stig. Úrslitakeppni NBA-deildarinnar verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport en í kvöld verður leikur Boston Celtics og Atlanta Hawks sýndur beint klukkan 19:30 á Stöð 2 Sport 3.
NBA Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Sjá meira