Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2023 22:07 „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. Líkt og fjallað var um í fréttum í gær staðfesti heilbrigðisráðuneytið á dögunum ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni hér á landi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Umræddur læknir er talinn hafa ávísað yfir tveimur kílóum af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Fréttstofa hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um málefni vímuefnaneytenda og baráttu þeirra við að komast í svokallaða skömmtun, sem felur i sér að fá uppáskrifuð lyf frá lækni til að þurfa ekki að útvega þau á svörtum markaði. Margir sem háðir eru morfínlyfjum ganga lækna á milli og vonast til að einhver skrifi á lyf fyrir sig, sem vissulega sumir gera í óleyfi.Heilbrigðisráðherra sagði í mars að þetta fyrirkomulag væri ótækt fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn og að hann teldi þörf á svokallaðri morfínklíník. Þessu er Margrét Ólafía Tómasóttir, formaður félags íslenskra heimilislækna sammála en hún telur að gott væri ef læknar gætu vísað sjúklingum á slíkan stað. „Oft er það einmitt samtalið um hvenær er meðferð orðin vegna fíknar og hvenær er hún í raunverulegum læknisfræðilegum tilgangi. Það er oft erfitt að sjá og læknar oft í samtali við sjúklinga ragir við að bera það upp eða skjólstæðingar eru ekki sammála því að um fíknivanda sé að ræða,“ segir Margrét. 40% heimilislækna orðið fyrir ógnunum Niðurstöður rannsóknar sem félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi á síðasta ári leiddu í ljós að 40 % heimilislækna hafi orðið fyrir ógnunum í starfi og algengasta ástæðan væri varðandi lyfjaávísanir. „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét. Margrét segir fíkn klárlega vera heilbrigðisvandamál, af hvaða toga sem hún er. Hvort hún eigi heima á borði heimilislækna eða í sérstökum úrræðum sé hinsvegar önnur spurning. Vísir/Egill Margrét segir samband læknis og skjólstæðings geta verið mjög flókið. „Það getur verið langvarandi, það eru ýmis vandamál sem skjólstæðingar er að glíma við og eitthvað sem byrjar sem lausnamiðuð meðferð getur flækst og orðið eitthvað sem það átti ekki að verða í upphafi. Ég held að enginn læknir ætli sér að skaða skjólstæðinginn sinn.“ „Og þegar það gerist er gott að það sé virkt eftirlitskerfi sem tekur fram fyrir hendurnar á lækninum og hjálpar bæði lækninum og skjólstæðingnum að takast á við þann vanda sem hefur orðið. Við fögnum þessu eftirlitskerfi og það er í raun mjög mikilvægt fyrir okkar starfstétt.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira
Líkt og fjallað var um í fréttum í gær staðfesti heilbrigðisráðuneytið á dögunum ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni hér á landi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Umræddur læknir er talinn hafa ávísað yfir tveimur kílóum af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Fréttstofa hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um málefni vímuefnaneytenda og baráttu þeirra við að komast í svokallaða skömmtun, sem felur i sér að fá uppáskrifuð lyf frá lækni til að þurfa ekki að útvega þau á svörtum markaði. Margir sem háðir eru morfínlyfjum ganga lækna á milli og vonast til að einhver skrifi á lyf fyrir sig, sem vissulega sumir gera í óleyfi.Heilbrigðisráðherra sagði í mars að þetta fyrirkomulag væri ótækt fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn og að hann teldi þörf á svokallaðri morfínklíník. Þessu er Margrét Ólafía Tómasóttir, formaður félags íslenskra heimilislækna sammála en hún telur að gott væri ef læknar gætu vísað sjúklingum á slíkan stað. „Oft er það einmitt samtalið um hvenær er meðferð orðin vegna fíknar og hvenær er hún í raunverulegum læknisfræðilegum tilgangi. Það er oft erfitt að sjá og læknar oft í samtali við sjúklinga ragir við að bera það upp eða skjólstæðingar eru ekki sammála því að um fíknivanda sé að ræða,“ segir Margrét. 40% heimilislækna orðið fyrir ógnunum Niðurstöður rannsóknar sem félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi á síðasta ári leiddu í ljós að 40 % heimilislækna hafi orðið fyrir ógnunum í starfi og algengasta ástæðan væri varðandi lyfjaávísanir. „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét. Margrét segir fíkn klárlega vera heilbrigðisvandamál, af hvaða toga sem hún er. Hvort hún eigi heima á borði heimilislækna eða í sérstökum úrræðum sé hinsvegar önnur spurning. Vísir/Egill Margrét segir samband læknis og skjólstæðings geta verið mjög flókið. „Það getur verið langvarandi, það eru ýmis vandamál sem skjólstæðingar er að glíma við og eitthvað sem byrjar sem lausnamiðuð meðferð getur flækst og orðið eitthvað sem það átti ekki að verða í upphafi. Ég held að enginn læknir ætli sér að skaða skjólstæðinginn sinn.“ „Og þegar það gerist er gott að það sé virkt eftirlitskerfi sem tekur fram fyrir hendurnar á lækninum og hjálpar bæði lækninum og skjólstæðingnum að takast á við þann vanda sem hefur orðið. Við fögnum þessu eftirlitskerfi og það er í raun mjög mikilvægt fyrir okkar starfstétt.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Sjá meira