Oft erfitt samtal um hvort meðferð sé vegna fíknar eða í læknisfræðilegum tilgangi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 14. apríl 2023 22:07 „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna Um fjörutíu prósent heimilislækna hafa orðið fyrir hótunum eða ógnunum í starfi og oftast er það vegna lyfjaávísana. Formaður félags íslenskra heimilislækna segir geta verið erfitt að greina hvort um fíkn sé að ræða eða læknisfræðileg vandamál. Líkt og fjallað var um í fréttum í gær staðfesti heilbrigðisráðuneytið á dögunum ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni hér á landi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Umræddur læknir er talinn hafa ávísað yfir tveimur kílóum af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Fréttstofa hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um málefni vímuefnaneytenda og baráttu þeirra við að komast í svokallaða skömmtun, sem felur i sér að fá uppáskrifuð lyf frá lækni til að þurfa ekki að útvega þau á svörtum markaði. Margir sem háðir eru morfínlyfjum ganga lækna á milli og vonast til að einhver skrifi á lyf fyrir sig, sem vissulega sumir gera í óleyfi.Heilbrigðisráðherra sagði í mars að þetta fyrirkomulag væri ótækt fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn og að hann teldi þörf á svokallaðri morfínklíník. Þessu er Margrét Ólafía Tómasóttir, formaður félags íslenskra heimilislækna sammála en hún telur að gott væri ef læknar gætu vísað sjúklingum á slíkan stað. „Oft er það einmitt samtalið um hvenær er meðferð orðin vegna fíknar og hvenær er hún í raunverulegum læknisfræðilegum tilgangi. Það er oft erfitt að sjá og læknar oft í samtali við sjúklinga ragir við að bera það upp eða skjólstæðingar eru ekki sammála því að um fíknivanda sé að ræða,“ segir Margrét. 40% heimilislækna orðið fyrir ógnunum Niðurstöður rannsóknar sem félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi á síðasta ári leiddu í ljós að 40 % heimilislækna hafi orðið fyrir ógnunum í starfi og algengasta ástæðan væri varðandi lyfjaávísanir. „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét. Margrét segir fíkn klárlega vera heilbrigðisvandamál, af hvaða toga sem hún er. Hvort hún eigi heima á borði heimilislækna eða í sérstökum úrræðum sé hinsvegar önnur spurning. Vísir/Egill Margrét segir samband læknis og skjólstæðings geta verið mjög flókið. „Það getur verið langvarandi, það eru ýmis vandamál sem skjólstæðingar er að glíma við og eitthvað sem byrjar sem lausnamiðuð meðferð getur flækst og orðið eitthvað sem það átti ekki að verða í upphafi. Ég held að enginn læknir ætli sér að skaða skjólstæðinginn sinn.“ „Og þegar það gerist er gott að það sé virkt eftirlitskerfi sem tekur fram fyrir hendurnar á lækninum og hjálpar bæði lækninum og skjólstæðingnum að takast á við þann vanda sem hefur orðið. Við fögnum þessu eftirlitskerfi og það er í raun mjög mikilvægt fyrir okkar starfstétt.“ Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Líkt og fjallað var um í fréttum í gær staðfesti heilbrigðisráðuneytið á dögunum ákvörðun Embættis landlæknis um að svipta geðlækni hér á landi réttindum til að ávísa ópíóðalyfjum. Umræddur læknir er talinn hafa ávísað yfir tveimur kílóum af oxýkódóni og 1,5 kílói af morfíni til sjúklings á fjögurra ára tímabili. Fréttstofa hefur undanfarnar vikur fjallað mikið um málefni vímuefnaneytenda og baráttu þeirra við að komast í svokallaða skömmtun, sem felur i sér að fá uppáskrifuð lyf frá lækni til að þurfa ekki að útvega þau á svörtum markaði. Margir sem háðir eru morfínlyfjum ganga lækna á milli og vonast til að einhver skrifi á lyf fyrir sig, sem vissulega sumir gera í óleyfi.Heilbrigðisráðherra sagði í mars að þetta fyrirkomulag væri ótækt fyrir bæði sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn og að hann teldi þörf á svokallaðri morfínklíník. Þessu er Margrét Ólafía Tómasóttir, formaður félags íslenskra heimilislækna sammála en hún telur að gott væri ef læknar gætu vísað sjúklingum á slíkan stað. „Oft er það einmitt samtalið um hvenær er meðferð orðin vegna fíknar og hvenær er hún í raunverulegum læknisfræðilegum tilgangi. Það er oft erfitt að sjá og læknar oft í samtali við sjúklinga ragir við að bera það upp eða skjólstæðingar eru ekki sammála því að um fíknivanda sé að ræða,“ segir Margrét. 40% heimilislækna orðið fyrir ógnunum Niðurstöður rannsóknar sem félag íslenskra heimilislækna framkvæmdi á síðasta ári leiddu í ljós að 40 % heimilislækna hafi orðið fyrir ógnunum í starfi og algengasta ástæðan væri varðandi lyfjaávísanir. „Það er alls ekki óalgengt að læknar upplifi mikinn þrýsting og jafnvel ógnanir frá skjólstæðingum sem sækja stíft að fá ákveðin lyf," segir Margrét. Margrét segir fíkn klárlega vera heilbrigðisvandamál, af hvaða toga sem hún er. Hvort hún eigi heima á borði heimilislækna eða í sérstökum úrræðum sé hinsvegar önnur spurning. Vísir/Egill Margrét segir samband læknis og skjólstæðings geta verið mjög flókið. „Það getur verið langvarandi, það eru ýmis vandamál sem skjólstæðingar er að glíma við og eitthvað sem byrjar sem lausnamiðuð meðferð getur flækst og orðið eitthvað sem það átti ekki að verða í upphafi. Ég held að enginn læknir ætli sér að skaða skjólstæðinginn sinn.“ „Og þegar það gerist er gott að það sé virkt eftirlitskerfi sem tekur fram fyrir hendurnar á lækninum og hjálpar bæði lækninum og skjólstæðingnum að takast á við þann vanda sem hefur orðið. Við fögnum þessu eftirlitskerfi og það er í raun mjög mikilvægt fyrir okkar starfstétt.“
Fíkn Heilbrigðismál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira