Tekur við stöðu sviðsstjóra tæknisviðs HR Atli Ísleifsson skrifar 13. apríl 2023 13:43 Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær 15 ár sem prófessor, lektor og dósent. HR Ólafur Eysteinn Sigurjónsson hefur verið ráðinn sviðsforseti tæknisviðs Háskólans í Reykjavík. Í tilkynningu segir að Ólafur Eysteinn hafi starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær fimmtán ár sem prófessor, lektor og dósent, samhliða því að leiða viðamikla starfsemi hjá Blóðbanka Landspítala. „Ólafur Eysteinn hlaut rannsóknarverðlaun HR árið 2019. Innan tæknisviðs HR eru tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Tæknisvið HR útskrifar flest tæknimenntað fólk hér á landi, allt frá grunnnámi upp á doktorsstig, og þar eru meðal annars starfrækt öflug alþjóðleg rannsóknasetur á sviði heilbrigðisvísinda. Ólafur Eysteinn hefur verið prófessor í verkfræði og nánar tiltekið heilbrigðisverkfræði við HR síðan 2017, var þar áður dósent frá 2014 og lektor frá 2008. Hann hefur meðal annars kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Ólafur Eysteinn hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbanka Landspítala frá árinu 2006 og er samhliða því klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er enn fremur stofnandi og annar af eigendum nýsköpunarfyrirtækisins Platome líftækni og gegnir stöðu rannsóknarstjóra við fyrirtækið. Ólafur Eysteinn hefur setið í stjórn Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2013 og verið forseti þeirra frá árinu 2016. Hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði endurmyndunarlæknisfræði (regenerative medicine), vefjaverkfræði og blóðbankafræði. Við veitingu rannsóknaverðlauna HR til hans árið 2019 var horft til fjölda þátta eins og birtinga á ritrýndum vettvangi, öflun styrkja, framlags til alþjóðlegs vísindasamfélags, þjálfun nemenda í rannsóknum og tengingu rannsókna við atvinnulíf og samfélag. Ólafur Eysteinn hefur á starfsferli sínum verið afkastamikill rannsakandi og öflugur í nýsköpunarstarfi, hann hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknastarfi og átt þátt í, eða borið ábyrgð á, öflun 45 stærri og smærri rannsóknarstyrkja. Ólafur Eysteinn er fæddur árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MS-gráðu í lífvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Árið 2006 varði Ólafur doktorsritgerð við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Ósló og við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskólans í Ósló. Fyrir ritgerðina, sem fjallar um hæfileika stofnfrumna til mismunandi sérhæfingar, hlaut hann gullorðu Haraldar Noregskonungs,“ segir um Ólaf Eystein í tilkynningunni. Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Sjá meira
Í tilkynningu segir að Ólafur Eysteinn hafi starfað við kennslu á sviði verkfræði í HR í nær fimmtán ár sem prófessor, lektor og dósent, samhliða því að leiða viðamikla starfsemi hjá Blóðbanka Landspítala. „Ólafur Eysteinn hlaut rannsóknarverðlaun HR árið 2019. Innan tæknisviðs HR eru tölvunarfræðideild, verkfræðideild og iðn- og tæknifræðideild. Tæknisvið HR útskrifar flest tæknimenntað fólk hér á landi, allt frá grunnnámi upp á doktorsstig, og þar eru meðal annars starfrækt öflug alþjóðleg rannsóknasetur á sviði heilbrigðisvísinda. Ólafur Eysteinn hefur verið prófessor í verkfræði og nánar tiltekið heilbrigðisverkfræði við HR síðan 2017, var þar áður dósent frá 2014 og lektor frá 2008. Hann hefur meðal annars kennt sameinda- og frumulíffræði, vefjaverkfræði, lífaflfræði og lífefnisfræði. Ólafur Eysteinn hefur verið forstöðumaður rannsókna, nýsköpunar og stofnfrumuvinnslu Blóðbanka Landspítala frá árinu 2006 og er samhliða því klínískur prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Hann er enn fremur stofnandi og annar af eigendum nýsköpunarfyrirtækisins Platome líftækni og gegnir stöðu rannsóknarstjóra við fyrirtækið. Ólafur Eysteinn hefur setið í stjórn Skandinavísku lífstoðefnissamtakanna frá árinu 2013 og verið forseti þeirra frá árinu 2016. Hann hefur meðal annars stundað rannsóknir á sviði endurmyndunarlæknisfræði (regenerative medicine), vefjaverkfræði og blóðbankafræði. Við veitingu rannsóknaverðlauna HR til hans árið 2019 var horft til fjölda þátta eins og birtinga á ritrýndum vettvangi, öflun styrkja, framlags til alþjóðlegs vísindasamfélags, þjálfun nemenda í rannsóknum og tengingu rannsókna við atvinnulíf og samfélag. Ólafur Eysteinn hefur á starfsferli sínum verið afkastamikill rannsakandi og öflugur í nýsköpunarstarfi, hann hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegu rannsóknastarfi og átt þátt í, eða borið ábyrgð á, öflun 45 stærri og smærri rannsóknarstyrkja. Ólafur Eysteinn er fæddur árið 1974 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1994, BS-gráðu í sameindalíffræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MS-gráðu í lífvísindum frá læknadeild Háskóla Íslands árið 2001. Árið 2006 varði Ólafur doktorsritgerð við Ónæmisfræðistofnun Ríkisháskólasjúkrahússins í Ósló og við Lífeðlisfræðistofnun læknadeildar Háskólans í Ósló. Fyrir ritgerðina, sem fjallar um hæfileika stofnfrumna til mismunandi sérhæfingar, hlaut hann gullorðu Haraldar Noregskonungs,“ segir um Ólaf Eystein í tilkynningunni.
Vistaskipti Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Sjá meira