Ísland þarf fjögurra marka sigur í dag og gæti endað í vító Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 10:31 Steinunn Björnsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu þurfa að eiga sinn allra besta leik í dag til að eiga möguleika á að komast á HM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Til þess að Ísland verði með á HM kvenna í handbolta í jólamánuðinum þurfa stelpurnar okkar að vinna að minnsta kosti fjögurra marka sigur gegn Ungverjalandi á útivelli í dag. Leikurinn gæti endað í vítakeppni. Leikurinn hefst frekar snemma að íslenskum tíma eða klukkan 16:15 og er spilað í Erd Arena í Búdapest. Höllin tekur um 2.200 áhorfendur og þar á meðal verða nokkrir Íslendingar úr Sérsveitinni, stuðningssveit handboltalandsliðanna. Íslenski hópurinn er sá sami og spilaði gegn Ungverjum á Ásvöllum á laugardaginn þar sem Ungverjar unnu 25-21 sigur. Útlitið gæti verið enn dekkra því Ungverjar komust mest átta mörkum yfir í leiknum en Íslandi tókst að laga stöðuna og búa sér til von fyrir seinni leikinn í dag. Fari svo að Ísland vinni akkúrat fjögurra marka sigur, sama hversu mörg mörk verða skoruð, verður ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni. Engin regla er nefnilega um að útivallarmörk hafi meira vægi en mörk á heimavelli. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gæti því til öryggis verið búinn að skrá niður fimm nöfn á blað yfir sínar helstu vítaskyttur, en ljóst er að mikið þrekvirki þarf til að Ísland landi sigri í dag. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350) Á meðan að karlalandslið Íslands hefur nánast verið í áskrift að sæti í lokakeppni HM þá hefur kvennalandsliðinu aðeins einu sinni tekist að komast á mótið. Það var árið 2011 í Brasilíu þar sem liðið vann meðal annars frækna sigra gegn Þýskalandi og Svartfjallalandi en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Rússum. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Leikurinn hefst frekar snemma að íslenskum tíma eða klukkan 16:15 og er spilað í Erd Arena í Búdapest. Höllin tekur um 2.200 áhorfendur og þar á meðal verða nokkrir Íslendingar úr Sérsveitinni, stuðningssveit handboltalandsliðanna. Íslenski hópurinn er sá sami og spilaði gegn Ungverjum á Ásvöllum á laugardaginn þar sem Ungverjar unnu 25-21 sigur. Útlitið gæti verið enn dekkra því Ungverjar komust mest átta mörkum yfir í leiknum en Íslandi tókst að laga stöðuna og búa sér til von fyrir seinni leikinn í dag. Fari svo að Ísland vinni akkúrat fjögurra marka sigur, sama hversu mörg mörk verða skoruð, verður ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni. Engin regla er nefnilega um að útivallarmörk hafi meira vægi en mörk á heimavelli. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gæti því til öryggis verið búinn að skrá niður fimm nöfn á blað yfir sínar helstu vítaskyttur, en ljóst er að mikið þrekvirki þarf til að Ísland landi sigri í dag. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350) Á meðan að karlalandslið Íslands hefur nánast verið í áskrift að sæti í lokakeppni HM þá hefur kvennalandsliðinu aðeins einu sinni tekist að komast á mótið. Það var árið 2011 í Brasilíu þar sem liðið vann meðal annars frækna sigra gegn Þýskalandi og Svartfjallalandi en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Rússum. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350)
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira