Ísland þarf fjögurra marka sigur í dag og gæti endað í vító Sindri Sverrisson skrifar 12. apríl 2023 10:31 Steinunn Björnsdóttir og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu þurfa að eiga sinn allra besta leik í dag til að eiga möguleika á að komast á HM. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Til þess að Ísland verði með á HM kvenna í handbolta í jólamánuðinum þurfa stelpurnar okkar að vinna að minnsta kosti fjögurra marka sigur gegn Ungverjalandi á útivelli í dag. Leikurinn gæti endað í vítakeppni. Leikurinn hefst frekar snemma að íslenskum tíma eða klukkan 16:15 og er spilað í Erd Arena í Búdapest. Höllin tekur um 2.200 áhorfendur og þar á meðal verða nokkrir Íslendingar úr Sérsveitinni, stuðningssveit handboltalandsliðanna. Íslenski hópurinn er sá sami og spilaði gegn Ungverjum á Ásvöllum á laugardaginn þar sem Ungverjar unnu 25-21 sigur. Útlitið gæti verið enn dekkra því Ungverjar komust mest átta mörkum yfir í leiknum en Íslandi tókst að laga stöðuna og búa sér til von fyrir seinni leikinn í dag. Fari svo að Ísland vinni akkúrat fjögurra marka sigur, sama hversu mörg mörk verða skoruð, verður ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni. Engin regla er nefnilega um að útivallarmörk hafi meira vægi en mörk á heimavelli. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gæti því til öryggis verið búinn að skrá niður fimm nöfn á blað yfir sínar helstu vítaskyttur, en ljóst er að mikið þrekvirki þarf til að Ísland landi sigri í dag. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350) Á meðan að karlalandslið Íslands hefur nánast verið í áskrift að sæti í lokakeppni HM þá hefur kvennalandsliðinu aðeins einu sinni tekist að komast á mótið. Það var árið 2011 í Brasilíu þar sem liðið vann meðal annars frækna sigra gegn Þýskalandi og Svartfjallalandi en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Rússum. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Leikurinn hefst frekar snemma að íslenskum tíma eða klukkan 16:15 og er spilað í Erd Arena í Búdapest. Höllin tekur um 2.200 áhorfendur og þar á meðal verða nokkrir Íslendingar úr Sérsveitinni, stuðningssveit handboltalandsliðanna. Íslenski hópurinn er sá sami og spilaði gegn Ungverjum á Ásvöllum á laugardaginn þar sem Ungverjar unnu 25-21 sigur. Útlitið gæti verið enn dekkra því Ungverjar komust mest átta mörkum yfir í leiknum en Íslandi tókst að laga stöðuna og búa sér til von fyrir seinni leikinn í dag. Fari svo að Ísland vinni akkúrat fjögurra marka sigur, sama hversu mörg mörk verða skoruð, verður ekki framlengt heldur farið beint í vítakeppni. Engin regla er nefnilega um að útivallarmörk hafi meira vægi en mörk á heimavelli. Arnar Pétursson landsliðsþjálfari gæti því til öryggis verið búinn að skrá niður fimm nöfn á blað yfir sínar helstu vítaskyttur, en ljóst er að mikið þrekvirki þarf til að Ísland landi sigri í dag. Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350) Á meðan að karlalandslið Íslands hefur nánast verið í áskrift að sæti í lokakeppni HM þá hefur kvennalandsliðinu aðeins einu sinni tekist að komast á mótið. Það var árið 2011 í Brasilíu þar sem liðið vann meðal annars frækna sigra gegn Þýskalandi og Svartfjallalandi en féll svo úr leik í 16-liða úrslitum eftir tap gegn Rússum. Leikur Ungverjalands og Íslands hefst klukkan 16:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Leikmannahópur Íslands í dag: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (42/1) Hafdís Renötudóttir, Fram (43/2) Aðrir leikmenn: Andrea Jacobsen, EH Aalborg (35/58) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (37/43) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (93/103) Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (40/77) Katrín Tinna Jensdóttir, Volda (10/2) Lilja Ágústsdóttir, Valur (7/2) Perla Ruth Albertsdóttir, Fram (31/46) Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (114/243) Sandra Erlingsdóttir, Metzingen (19/79) Steinunn Björnsdóttir, Fram (45/55) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (74/56) Thea Imani Sturludóttir, Valur (61/102) Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Valur (31/16) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (120/350)
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira