Áskoranir málsvara Gyðinga Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 11. apríl 2023 08:01 Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð. Það fylgja því ýmsar áskoranir að vera málsvari Gyðinga og Ísraels, meðal annars að þola háðsglósur og fyrirlitningu þeirra sem mislíkar skrif mín. En nýlega komst ég að því að stærsta áskorunin getur komið frá hatursfullum einstaklingum sem segjast einnig styðja Ísrael. Blessunarlega eru þetta aðeins undantekningartilvik. Botninum var náð um helgina þegar yfirlýstur stuðningsaðili Ísraels kom til varnar grófu Gyðingahatri sem birtist nýlega á íslensku bloggi. Þau orðaskipti áttu sér stað á opinni Facebook-síðu. Umrædd bloggfærsla hélt á lofti þeirri lygasögu að heiminum væri leynilega stjórnað af hópi Gyðinga. Hugmyndin um leynileg samtök sem stjórna heiminum er sem slík bæði teiknimyndaleg og óraunhæf. Þessi hugmynd hefur auk þess stuðlað að alvarlegum ofsóknum og fjöldamorðum á Gyðingum í áranna rás. Frelsishreyfing síonista var stofnuð undir lok 19. aldar þegar ofsóknir gegn Gyðingum höfðu færst í aukana víða um heim – ekki síst í Evrópu. Á þessum tíma hafði lygasagan um leynisamtök Gyðinga skotið upp kollinum og Gyðingahatarar notuðu hana markvisst sem átyllu fyrir hatri sínu. Þessi lygasaga var hryggjarstykkið í áróðri nasista á tíma Helfararinnar. Þegar Gyðingaþjóðin lýsti yfir sjálfstæði í Ísrael var það meðal annars í þeim tilgangi að geta betur varist samsæriskenningum af þessu tagi. En eftir stofnun Ísraelsríkis tók samsæriskenningin um leynileg samtök Gyðinga á sig nýja mynd. Uppfærð útgáfa kenningarinnar útnefnir Ísrael sem helsta vígi þessara meintu leynilegu samtaka. Einstaklingur sem út um annað munnvikið segist styðja Ísrael en út um hitt styður samsæriskenningar um gyðingleg heimsyfirráð getur þar af leiðandi ekki talist sannur stuðningsmaður Ísraels. Nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi: „Já, en ég á bara við suma Gyðinga – þessa vondu.“ En það er auðvelt að sjá í gegnum slíkan fyrirslátt. Það væri ekki minnst á þjóðerni í þessu samhengi nema þjóðernið sjálft væri talið vera vandamálið. Það er því ekki raunverulegur tilgangur kenningarinnar að vekja athygli á „sumum Gyðingum“ heldur er ætlunin að stofna lífum allra Gyðinga í hættu. Einstaklingar sem halda þessari kenningu á lofti draga iðulega fram fjölda „sönnunargagna“ hatri sínu til stuðnings. En undantekningarlaust eru þessi „sönnunargögn“ marghraktar falsanir. Slíkar falsanir eru því miður á hverju strái. Hatursfullt fólk hefur árþúsundum saman verið iðið við að spinna lygasögur um jaðarsetta hópa. Rit eða myndskeið sem eru sögð afhjúpa meintar fyrirætlanir Gyðinga afhjúpa því ekkert annað en Gyðingahatrið sem liggur þeim að baki. Hatursorðræðan sem umrædd samsæriskenning ber með sér er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Almenn hegningarlög (grein 233.a) banna opinbert háð, rógburð, smán eða ógn gegn einstaklingum eða hópum. Ýmis einkenni hópa, líkt og þjóðernisvitund, litarháttur og trú eru vernduð með þessum lögum. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort þessi lög haldi áfram að vera svo gott sem dauður lagabókstafur eða hvort þau muni loksins byrja að gegna hlutverki sínu af alvöru. Höfundur er málsvari Gyðinga og Ísraels. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð. Það fylgja því ýmsar áskoranir að vera málsvari Gyðinga og Ísraels, meðal annars að þola háðsglósur og fyrirlitningu þeirra sem mislíkar skrif mín. En nýlega komst ég að því að stærsta áskorunin getur komið frá hatursfullum einstaklingum sem segjast einnig styðja Ísrael. Blessunarlega eru þetta aðeins undantekningartilvik. Botninum var náð um helgina þegar yfirlýstur stuðningsaðili Ísraels kom til varnar grófu Gyðingahatri sem birtist nýlega á íslensku bloggi. Þau orðaskipti áttu sér stað á opinni Facebook-síðu. Umrædd bloggfærsla hélt á lofti þeirri lygasögu að heiminum væri leynilega stjórnað af hópi Gyðinga. Hugmyndin um leynileg samtök sem stjórna heiminum er sem slík bæði teiknimyndaleg og óraunhæf. Þessi hugmynd hefur auk þess stuðlað að alvarlegum ofsóknum og fjöldamorðum á Gyðingum í áranna rás. Frelsishreyfing síonista var stofnuð undir lok 19. aldar þegar ofsóknir gegn Gyðingum höfðu færst í aukana víða um heim – ekki síst í Evrópu. Á þessum tíma hafði lygasagan um leynisamtök Gyðinga skotið upp kollinum og Gyðingahatarar notuðu hana markvisst sem átyllu fyrir hatri sínu. Þessi lygasaga var hryggjarstykkið í áróðri nasista á tíma Helfararinnar. Þegar Gyðingaþjóðin lýsti yfir sjálfstæði í Ísrael var það meðal annars í þeim tilgangi að geta betur varist samsæriskenningum af þessu tagi. En eftir stofnun Ísraelsríkis tók samsæriskenningin um leynileg samtök Gyðinga á sig nýja mynd. Uppfærð útgáfa kenningarinnar útnefnir Ísrael sem helsta vígi þessara meintu leynilegu samtaka. Einstaklingur sem út um annað munnvikið segist styðja Ísrael en út um hitt styður samsæriskenningar um gyðingleg heimsyfirráð getur þar af leiðandi ekki talist sannur stuðningsmaður Ísraels. Nú er viðbúið að einhver maldi í móinn og segi: „Já, en ég á bara við suma Gyðinga – þessa vondu.“ En það er auðvelt að sjá í gegnum slíkan fyrirslátt. Það væri ekki minnst á þjóðerni í þessu samhengi nema þjóðernið sjálft væri talið vera vandamálið. Það er því ekki raunverulegur tilgangur kenningarinnar að vekja athygli á „sumum Gyðingum“ heldur er ætlunin að stofna lífum allra Gyðinga í hættu. Einstaklingar sem halda þessari kenningu á lofti draga iðulega fram fjölda „sönnunargagna“ hatri sínu til stuðnings. En undantekningarlaust eru þessi „sönnunargögn“ marghraktar falsanir. Slíkar falsanir eru því miður á hverju strái. Hatursfullt fólk hefur árþúsundum saman verið iðið við að spinna lygasögur um jaðarsetta hópa. Rit eða myndskeið sem eru sögð afhjúpa meintar fyrirætlanir Gyðinga afhjúpa því ekkert annað en Gyðingahatrið sem liggur þeim að baki. Hatursorðræðan sem umrædd samsæriskenning ber með sér er óheimil samkvæmt íslenskum lögum. Almenn hegningarlög (grein 233.a) banna opinbert háð, rógburð, smán eða ógn gegn einstaklingum eða hópum. Ýmis einkenni hópa, líkt og þjóðernisvitund, litarháttur og trú eru vernduð með þessum lögum. Það verður hins vegar að koma í ljós hvort þessi lög haldi áfram að vera svo gott sem dauður lagabókstafur eða hvort þau muni loksins byrja að gegna hlutverki sínu af alvöru. Höfundur er málsvari Gyðinga og Ísraels.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun