Gítarleikari Mötley Crüe lögsækir félaga sína Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 12:20 Mötley Crüe á meðan allt lék í lyndi. Mars er lengst til vinstri á myndinni. Þá Neil, Lee og Sixx. EPA Mick Mars, gítarleikari þungarokkssveitarinnar Mötley Crüe kærði félaga sína á fimmtudag, 6. apríl. Krefst hann þess að afhent verði öll gögn um fjárhag sveitarinnar. Sakar hann félaga sína um að leyna fjárhagslegum upplýsingum. Mars hefur verið gítarleikari Mötley Crüe frá upphafi en sveitin var stofnuð í Los Angeles árið 1981. Aðrir meðlimir eru söngvarinn Vince Neil, trymbillinn Tommy Lee og bassaleikarinn Nikki Sixx sem Mars beinir spjótum sínum einkum að. Gítarleikarinn er nokkuð eldri en hinir hljómsveitarmeðlimirnir og er hrjáður af hrörnunarsjúkdómi er kallast AS (Ankylosing Spondylitis). Í fyrra var það tilkynnt að Mars gæti ekki lengur túrað með hljómsveitinni. Eigi ekki heimtingu á peningum ef hann túrar ekki Mötley Crüe er þekkt sem ein mesta svallsveit allra tíma. Hefur þessi saga verið sögð í bókinni The Dirt og samnefndri bíómynd sem kom út hjá Netflix árið 2019. Kom þar meðal annars fram að Sixx hafi verið við dauðans dyr vegna heróínnotkunar og að Neil hafi keyrt undir áhrifum og valdið dauða annars manns. Mars telur að verið sé að reyna að þvinga hann út úr hljómsveitinni, sem hann á 25 prósenta hlut í. Hann muni ekki fá nema 5 prósenta hlut í hagnaði komandi túrs og sölu varnings. „Ef þú getur ekki spilað á tónleikum ertu að hætta í hljómsveitinni,“ sagði Sahsa Frid, lögmaður sveitarinnar, eftir að Mars hafði lagt fram málsóknargögnin. „Aðalhlutverk hljómsveitar er að koma fram á tónleikum. Ef hluthafi hættir getur hann ekki fengið neinar bætur frá túrnum, sem er það sem Mick er að reyna að gera. Það er klárt mál að Mick á ekki heimtingu á meiri pening.“ Nikki Sixx hefur einnig brugðist við á samfélagsmiðlum og sakaði lögmenn Mars um að standa bak við málsóknina. „Þetta er sorgardagur fyrir okkur og við eigum þetta ekki skilið fyrir öll þessi ár sem við höfum haldið honum uppi. Við óskum honum samt alls hins besta og vonum að hann finni lögmenn og umboðsmenn sem skaða hann ekki. Við elskum þig Mick!“ Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Mars hefur verið gítarleikari Mötley Crüe frá upphafi en sveitin var stofnuð í Los Angeles árið 1981. Aðrir meðlimir eru söngvarinn Vince Neil, trymbillinn Tommy Lee og bassaleikarinn Nikki Sixx sem Mars beinir spjótum sínum einkum að. Gítarleikarinn er nokkuð eldri en hinir hljómsveitarmeðlimirnir og er hrjáður af hrörnunarsjúkdómi er kallast AS (Ankylosing Spondylitis). Í fyrra var það tilkynnt að Mars gæti ekki lengur túrað með hljómsveitinni. Eigi ekki heimtingu á peningum ef hann túrar ekki Mötley Crüe er þekkt sem ein mesta svallsveit allra tíma. Hefur þessi saga verið sögð í bókinni The Dirt og samnefndri bíómynd sem kom út hjá Netflix árið 2019. Kom þar meðal annars fram að Sixx hafi verið við dauðans dyr vegna heróínnotkunar og að Neil hafi keyrt undir áhrifum og valdið dauða annars manns. Mars telur að verið sé að reyna að þvinga hann út úr hljómsveitinni, sem hann á 25 prósenta hlut í. Hann muni ekki fá nema 5 prósenta hlut í hagnaði komandi túrs og sölu varnings. „Ef þú getur ekki spilað á tónleikum ertu að hætta í hljómsveitinni,“ sagði Sahsa Frid, lögmaður sveitarinnar, eftir að Mars hafði lagt fram málsóknargögnin. „Aðalhlutverk hljómsveitar er að koma fram á tónleikum. Ef hluthafi hættir getur hann ekki fengið neinar bætur frá túrnum, sem er það sem Mick er að reyna að gera. Það er klárt mál að Mick á ekki heimtingu á meiri pening.“ Nikki Sixx hefur einnig brugðist við á samfélagsmiðlum og sakaði lögmenn Mars um að standa bak við málsóknina. „Þetta er sorgardagur fyrir okkur og við eigum þetta ekki skilið fyrir öll þessi ár sem við höfum haldið honum uppi. Við óskum honum samt alls hins besta og vonum að hann finni lögmenn og umboðsmenn sem skaða hann ekki. Við elskum þig Mick!“
Tónlist Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira