Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 15:05 Ferencz árið 2010. Armin Weigel/AP Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti Ferencz, sem lést á hjúkrunarheimili í Boynton Beach í Flórídaríki á föstudag. Ferencz var aðeins 27 ára gamall þegar hann sótti hátt setta nasista til saka fyrir glæpi þeirra í Helförinni. Ferencz fæddist árið 1920 í Transylvaníu í Rúmeníu, en fjölskylda hans flúði Evrópu þegar hann var ungur að aldri, vegna vaxandi gyðingaandúðar, og kom sér fyrir í New York í Bandaríkjunum. Eftir að hafa útskrifast frá lagadeild Harvard-háskóla árið 1943 skráði Ferencz sig í herinn og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí. Hann vann sig upp metorðastigann innan hersins og þegar leið á stríðið fékk hann það hlutverk að rannsaka glæpi nasista. Það gerði hann meðal annars með því að fara í vettvangsferðir í útrýmingarbúðir þar sem hann skrásetti aðstæður og ræddi við eftirlifendur. Hann sagði síðar að Buchenwald, einar stærstu útrýmingarbúðir Þýskalands, hefðu verið „grafhýsi ólýsanlegs hryllings.“ „Það er engum vafa undirorpið að ég er varanlega særður á sálinni eftir að hafa rannsakað stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum. Ég reyni enn að hugsa og tala sem minnst um smáatriði þess,“ skrifaði Ferencz um reynslu sína af skoðunarferðum um útrýmingarbúðirnar. Barðist fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls Að stríði loknu sneri Ferencz aftur til New York til að stunda lögmennsku, en var skömmu síðar fenginn til að taka þátt í að sækja hátt setta nasista til saka í Nürnberg-réttarhöldunum. Síðar á ævi sinni hjálpaði Ferencz hópum gyðinga að sækja bætur frá þýskum stjórnvöldum vegna meðferðarinnar sem þeir sættu af hendi nasistastjórnar Hitlers. Enn síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum og barðist ötullega fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls, sem loks var komið á fót í Haag í Hollandi árið 2002. Ferencz lætir eftir sig einn son og þrjár dætur. Eiginkona hans, Gertrude Fried, lést árið 2019. Andlát Bandaríkin Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Erlend sakamál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti Ferencz, sem lést á hjúkrunarheimili í Boynton Beach í Flórídaríki á föstudag. Ferencz var aðeins 27 ára gamall þegar hann sótti hátt setta nasista til saka fyrir glæpi þeirra í Helförinni. Ferencz fæddist árið 1920 í Transylvaníu í Rúmeníu, en fjölskylda hans flúði Evrópu þegar hann var ungur að aldri, vegna vaxandi gyðingaandúðar, og kom sér fyrir í New York í Bandaríkjunum. Eftir að hafa útskrifast frá lagadeild Harvard-háskóla árið 1943 skráði Ferencz sig í herinn og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí. Hann vann sig upp metorðastigann innan hersins og þegar leið á stríðið fékk hann það hlutverk að rannsaka glæpi nasista. Það gerði hann meðal annars með því að fara í vettvangsferðir í útrýmingarbúðir þar sem hann skrásetti aðstæður og ræddi við eftirlifendur. Hann sagði síðar að Buchenwald, einar stærstu útrýmingarbúðir Þýskalands, hefðu verið „grafhýsi ólýsanlegs hryllings.“ „Það er engum vafa undirorpið að ég er varanlega særður á sálinni eftir að hafa rannsakað stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum. Ég reyni enn að hugsa og tala sem minnst um smáatriði þess,“ skrifaði Ferencz um reynslu sína af skoðunarferðum um útrýmingarbúðirnar. Barðist fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls Að stríði loknu sneri Ferencz aftur til New York til að stunda lögmennsku, en var skömmu síðar fenginn til að taka þátt í að sækja hátt setta nasista til saka í Nürnberg-réttarhöldunum. Síðar á ævi sinni hjálpaði Ferencz hópum gyðinga að sækja bætur frá þýskum stjórnvöldum vegna meðferðarinnar sem þeir sættu af hendi nasistastjórnar Hitlers. Enn síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum og barðist ötullega fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls, sem loks var komið á fót í Haag í Hollandi árið 2002. Ferencz lætir eftir sig einn son og þrjár dætur. Eiginkona hans, Gertrude Fried, lést árið 2019.
Andlát Bandaríkin Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Erlend sakamál Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Sjá meira