„Skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum“ Kári Mímisson skrifar 7. apríl 2023 19:50 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals. Vísir / Hulda Margrét Valur lagði Stjörnuna í öðrum leik liðanna í úrslitakeppni Subway-deildarinnar. Lokatölur í Umhyggjuhöllinni voru 73-95. Valur svaraði því fyrir sig eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á þriðjudaginn og staðan í einvíginu er því jöfn. „Varnarleikurinn fyrst og fremst. Við vorum betri varnarlega í dag, gáfum þeim full mikið af vítaskotum en annars bara fínir.“ Sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hver munurinn á leik liðsins frá því í fyrsta leik var. „Við breytum ekkert ofsalega miklu á milli leikja. Mér fannst við þolinmóðari og boltinn hreyfðist betur. Ég held að við séum að gera 26 stoðsendingar sem er gott, mér þótti boltinn festast smá í síðasta leik. Það var mun betri hreyfing á boltanum, fleiri sem voru virkir og við fáum framlag frá mörgum mönnum.“ „Við þurfum að hamra á því sem við gerðum vel í dag og laga það sem við gerðum illa. Þessi sería er rétt að byrja og það skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum, staðan er bara jöfn eitt eitt. Við getum ekki mætt eins og við gerðum síðast í Valsheimilinu heldur þurfum við að vera einstaklega fókuseraðir og ná yfirhöndinni í þessari seríu því ef við gefum Stjörnunni smá smjörþef þá eru þeir virkilega góðir. Við þurfum að halda öllum fókusnum á því sem að skiptir máli sem er næsti leikur.“ En hversu mikið gefur það ykkur að fara héðan með stórsigur? „Eins og ég segi eitt eða tuttugu, það skiptir ekki máli. Hver leikur á sér líf, hver rimma í úrslitakeppninni á sér sitt eigið líf. Þessi leikur er búinn og hann hjálpar okkur ekkert inn í næst leik nema þá það sem við getum tekið gott út úr honum og hvað við getum lagað. Tuttugu, fjörutíu hundrað stiga sigur það breytir engu, það er sigurinn sem telur og svo bara næsti leikur.“ „Við náðum að rúlla vel á öllum hópnum og Kári fékk þarna auka hvíld og þá sýndum við styrk án hans síðustu fimm mínúturnar. Hann er búinn að vera leiðtoginn okkar á vellinum en þá stigu aðrir upp.“ Sagði Finnur Freyr stoltur. Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Valur svaraði því fyrir sig eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á þriðjudaginn og staðan í einvíginu er því jöfn. „Varnarleikurinn fyrst og fremst. Við vorum betri varnarlega í dag, gáfum þeim full mikið af vítaskotum en annars bara fínir.“ Sagði Finnur Freyr, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hver munurinn á leik liðsins frá því í fyrsta leik var. „Við breytum ekkert ofsalega miklu á milli leikja. Mér fannst við þolinmóðari og boltinn hreyfðist betur. Ég held að við séum að gera 26 stoðsendingar sem er gott, mér þótti boltinn festast smá í síðasta leik. Það var mun betri hreyfing á boltanum, fleiri sem voru virkir og við fáum framlag frá mörgum mönnum.“ „Við þurfum að hamra á því sem við gerðum vel í dag og laga það sem við gerðum illa. Þessi sería er rétt að byrja og það skiptir ekki máli hvort þú vinnir með einu eða tuttugu stigum, staðan er bara jöfn eitt eitt. Við getum ekki mætt eins og við gerðum síðast í Valsheimilinu heldur þurfum við að vera einstaklega fókuseraðir og ná yfirhöndinni í þessari seríu því ef við gefum Stjörnunni smá smjörþef þá eru þeir virkilega góðir. Við þurfum að halda öllum fókusnum á því sem að skiptir máli sem er næsti leikur.“ En hversu mikið gefur það ykkur að fara héðan með stórsigur? „Eins og ég segi eitt eða tuttugu, það skiptir ekki máli. Hver leikur á sér líf, hver rimma í úrslitakeppninni á sér sitt eigið líf. Þessi leikur er búinn og hann hjálpar okkur ekkert inn í næst leik nema þá það sem við getum tekið gott út úr honum og hvað við getum lagað. Tuttugu, fjörutíu hundrað stiga sigur það breytir engu, það er sigurinn sem telur og svo bara næsti leikur.“ „Við náðum að rúlla vel á öllum hópnum og Kári fékk þarna auka hvíld og þá sýndum við styrk án hans síðustu fimm mínúturnar. Hann er búinn að vera leiðtoginn okkar á vellinum en þá stigu aðrir upp.“ Sagði Finnur Freyr stoltur.
Valur Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Valur 73-95 | Kraftmikið svar Valsmanna Valsarar náðu að jafna einvígið gegn Stjörnunni eftir að hafa fengið skell að Hlíðarenda í fyrsta leik liðanna. Umfjöllun og viðtöl væntanleg á Vísi. 7. apríl 2023 18:42