„Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2023 15:43 Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair. Niceair „Ég bara veit ekkert annað en það að við erum búin að missa vélina sem við vorum með á leigu. Hún er á leigu til okkar í gegnum flugrekstrarfélag. Við höfum verið að greiða þeim, en þeir hafa greinilega ekki verið að greiða eiganda vélarinnar. Því erum við flugvélalausir,“ segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, í samtali við fréttastofu. Í dag var tilkynnt að félagið myndi gera hlé á starfsemi sinni og aflýsa öllum flugferðum, vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Vélin flaug síðast frá Íslandi til Kaupmannahafnar á fimmtudag. Þaðan kom vélin hins vegar ekki aftur til Íslands, heldur var flogið til Írlands vegna deilnanna sem Þorvaldur vísar í. Hann ítrekar hins vegar að Niceair sé ekki aðili að þeim deilum. „Það var þá sem við fengum í raun veður af því að þetta væri alvara. Flugrekstraraðilinn var búinn að segja okkur að hann væri í samningaviðræðum við eiganda vélarinnar og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo eftir að vélin fór til Kaupmannahafnar kom hún ekkert aftur,“ segir Þorvaldur. Félagið hafi verið vélarlaust síðan á fimmtudag, en síðan þá leitað logandi ljósi að annarri vél. Það hafi hins vegar ekki tekist. „Því erum við því miður að senda út þessa tilkynningu í dag. Við getum ekki annað, því annað væri bara óábyrgt.“ Koma strandaglópum heim Búið er að fella niður allar flugferðir félagsins frá og með morgundeginum, en á morgun átti að fljúga til og frá Tenerife. Þorvaldur segir að búið sé að gera ráðstafanir til þess að koma fólki sem átti flug frá Tenerife til Íslands. Það verði gert með leiguflugi. Hann segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við þurfum bara að setjast niður með okkar stjórn og meta framhaldið. Þetta er alveg ómöguleg staða sem við erum sett í, eins og þú getur ímyndað þér.“ Niceair er með 24 starfsmenn í 19 stöðugildum. Þorvaldur segir ekki tímabært að segja til um hvort farið verði í uppsagnir. „Þetta er bara afar sorgleg og erfið staða sem við erum sett í, af því að við höfum ekkert gert til þess að vinna til þess. Við erum meira að segja nýbúin að klára fjármögnunarlotu og hlökkuðum bara til sumarsins,“ segir Þorvaldur að lokum. Niceair Fréttir af flugi Akureyri Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Í dag var tilkynnt að félagið myndi gera hlé á starfsemi sinni og aflýsa öllum flugferðum, vegna þess að erlendur flugrekstraraðili félagsins, HiFly, hafi misst einu flugvél félagsins vegna vanskila við eigendur hennar. Vélin flaug síðast frá Íslandi til Kaupmannahafnar á fimmtudag. Þaðan kom vélin hins vegar ekki aftur til Íslands, heldur var flogið til Írlands vegna deilnanna sem Þorvaldur vísar í. Hann ítrekar hins vegar að Niceair sé ekki aðili að þeim deilum. „Það var þá sem við fengum í raun veður af því að þetta væri alvara. Flugrekstraraðilinn var búinn að segja okkur að hann væri í samningaviðræðum við eiganda vélarinnar og við þyrftum ekki að hafa neinar áhyggjur. Svo eftir að vélin fór til Kaupmannahafnar kom hún ekkert aftur,“ segir Þorvaldur. Félagið hafi verið vélarlaust síðan á fimmtudag, en síðan þá leitað logandi ljósi að annarri vél. Það hafi hins vegar ekki tekist. „Því erum við því miður að senda út þessa tilkynningu í dag. Við getum ekki annað, því annað væri bara óábyrgt.“ Koma strandaglópum heim Búið er að fella niður allar flugferðir félagsins frá og með morgundeginum, en á morgun átti að fljúga til og frá Tenerife. Þorvaldur segir að búið sé að gera ráðstafanir til þess að koma fólki sem átti flug frá Tenerife til Íslands. Það verði gert með leiguflugi. Hann segir erfitt að segja til um hvað framtíðin beri í skauti sér. „Við þurfum bara að setjast niður með okkar stjórn og meta framhaldið. Þetta er alveg ómöguleg staða sem við erum sett í, eins og þú getur ímyndað þér.“ Niceair er með 24 starfsmenn í 19 stöðugildum. Þorvaldur segir ekki tímabært að segja til um hvort farið verði í uppsagnir. „Þetta er bara afar sorgleg og erfið staða sem við erum sett í, af því að við höfum ekkert gert til þess að vinna til þess. Við erum meira að segja nýbúin að klára fjármögnunarlotu og hlökkuðum bara til sumarsins,“ segir Þorvaldur að lokum.
Niceair Fréttir af flugi Akureyri Mest lesið Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira