Lögregla rannsakar möguleg lögbrot starfsmannsins að Reykjum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. apríl 2023 12:27 Fjölmörg börn hafa sótt skólabúðirnar að Reykjum. Vísir/Vilhelm Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur hafið rannsókn vegna starfsmanns skólabúðanna að Reykjum í Hrútafirði, sem sagt var upp á dögunum eftir að upp komst að hann hefði kennt börnum að vinna sér skaða. Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Birgi Jónssyni, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hann segir lögreglu hafa tekið ákvörðun um að rannsaka málið að eigin frumkvæði; ekki hafi borist kærur frá foreldrum. Rannsókn málsins er á frumstigi en til skoðunar er meðal annars hvort starfsmaðurinn hafi brotið gegn 99. grein barnaverndarlaga þar sem segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ „Þetta er mikill harmleikur“ „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi þegar málið kom fyrst upp. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi starfsmaðurinn börnunum aðferðir við að vinna sér mein og ræddi um hvernig tilfinning það væri að deyja. Þá talaði hann einnig um valdamismun milli kynjanna. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir,“ sagði Sigurður. Hann sagði um 30 börn hafa verið í umræddri kennslustund, sem sögðu kennurum sínum frá. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði hann. Seinna kom í ljós að fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu starfsmannsins. Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Húnaþing vestra Mannréttindi Tengdar fréttir Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Frá þessu greinir RÚV og hefur eftir Birgi Jónssyni, lögreglustjóra á Norðurlandi vestra. Hann segir lögreglu hafa tekið ákvörðun um að rannsaka málið að eigin frumkvæði; ekki hafi borist kærur frá foreldrum. Rannsókn málsins er á frumstigi en til skoðunar er meðal annars hvort starfsmaðurinn hafi brotið gegn 99. grein barnaverndarlaga þar sem segir: „Hver sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum, hótunum eða ógnunum eða sýnir af sér aðra vanvirðandi háttsemi gagnvart barni skal sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum. Hver sá sem hvetur barn til lögbrota, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða annarrar hegðunar sem stefnir heilsu barnsins og þroska eða lífi og heilsu annarra í alvarlega hættu skal sæta sektum eða fangelsi allt að fjórum árum. Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“ „Þetta er mikill harmleikur“ „Í síðustu viku kom upp atvik hjá okkur sem leiddi til þess að viðkomandi var sagt upp störfum hjá okkur,“ sagði Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skólabúða Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi þegar málið kom fyrst upp. Samkvæmt heimildum Vísis sýndi starfsmaðurinn börnunum aðferðir við að vinna sér mein og ræddi um hvernig tilfinning það væri að deyja. Þá talaði hann einnig um valdamismun milli kynjanna. „Ég ætla ekki að fara út í það sem átti sér stað. Ég á erfitt með að tjá mig um það allt saman. En það er þannig að það var farið í mál sem samræmist ekki okkar kennsluáætlun. Engan veginn. Þarna var farið töluvert langt út fyrir það allt saman, það sem við leggjum upp fyrir þessar kennslustundir,“ sagði Sigurður. Hann sagði um 30 börn hafa verið í umræddri kennslustund, sem sögðu kennurum sínum frá. „Þetta er mikill harmleikur,“ sagði hann. Seinna kom í ljós að fleiri skólar höfðu gert athugasemdir við kennslu starfsmannsins.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Húnaþing vestra Mannréttindi Tengdar fréttir Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða. 31. mars 2023 09:42