Gísli Eyjólfsson: Maður vill auðvitað alltaf skora Sverrir Mar Smárason skrifar 4. apríl 2023 22:39 Gísli Eyjólfsson glaður með bikarinn í kvöld. Vísir/ Hulda Margrét Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður með 3-2 sigur síns liðs gegn Víkingum í kvöld eftir að hafa lyft bikarnum fyrir sigur í Meistarakeppni KSÍ. „Geggjað að vinna. Algjör bónus að fá titil, það er eitthvað sem maður er orðinn smá háður núna og vill meira af. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður og fyrstu tíu í seinni en svo fannst mér við verða bara pínu langt frá mönnum og fórum að bomba boltanum óþarflega mikið upp. Hefðum getað haldið meira í boltann en fínt að klára þetta þrátt fyrir ekki nógu góða spilamennsku í seinni,“ sagði Gísli. Pressan gekk oft vel hjá Breiðablik í leiknum og bjuggu þeir til marga góða möguleika eftir að hafa unnið boltann, sérstaklega fyrsta klukkutímann. Það breyttist svo aðeins við þungavigtar fjórfalda skiptingu hjá Víkingum á 65. mínútu. „Það gæti alveg verið að mennirnir sem komu inn hjá þeim hafi skrúfað þetta svolítið upp hjá þeim. Mér fannst bara að við værum alltaf skrefinu eftir á og að einhver kraftur hafi farið úr okkur í þessari pressu. Við náðum ekki að klukka þá og þeir gera virkilega vel. Fínn karaktersigur að ná að halda þetta út og ná að klára leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki verið að finna okkur í seinni hálfleik,“ sagði Gísli. Gísli skoraði gott mark í dag þegar hann kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu leiksins. Hann hefur færst aftar á völlinn undanfarin ár en langar að skora meira á þessu tímabili. Hann kom einnig inn á innkomu Patrik Johannesen í liðið. „Maður vill auðvitað alltaf skora og það er langt síðan ég skoraði síðast. Svo er manni nánast alveg sama svo lengi sem maður vinnur leikinn. Það væri alveg skemmtilegt ef það kæmu aðeins fleiri mörk í sumar.“ „Patrik er búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og er ótrúlega góður í fótbolta. Hann tekur mikið til sín. Góður taktur í honum, hann smellur vel inn í liðið og það er þægilegt að spila með honum. Vonandi heldur þetta áfram í sumar,“ sagði Gísli um markið og Patrik. Blikar mæta grönnum sínum í HK eftir 6 daga í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Gísli býst við hörku leik. „Við ætlum bara að bjóða þá velkomna á Kópavogsvöllinn. Það verður bara virkilega skemmtilegur leikur þar sem við ætlum að taka alla þrjá punktana og byrja þetta almennilega.“ Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Sjá meira
„Geggjað að vinna. Algjör bónus að fá titil, það er eitthvað sem maður er orðinn smá háður núna og vill meira af. Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður og fyrstu tíu í seinni en svo fannst mér við verða bara pínu langt frá mönnum og fórum að bomba boltanum óþarflega mikið upp. Hefðum getað haldið meira í boltann en fínt að klára þetta þrátt fyrir ekki nógu góða spilamennsku í seinni,“ sagði Gísli. Pressan gekk oft vel hjá Breiðablik í leiknum og bjuggu þeir til marga góða möguleika eftir að hafa unnið boltann, sérstaklega fyrsta klukkutímann. Það breyttist svo aðeins við þungavigtar fjórfalda skiptingu hjá Víkingum á 65. mínútu. „Það gæti alveg verið að mennirnir sem komu inn hjá þeim hafi skrúfað þetta svolítið upp hjá þeim. Mér fannst bara að við værum alltaf skrefinu eftir á og að einhver kraftur hafi farið úr okkur í þessari pressu. Við náðum ekki að klukka þá og þeir gera virkilega vel. Fínn karaktersigur að ná að halda þetta út og ná að klára leikinn þrátt fyrir að við höfum ekki verið að finna okkur í seinni hálfleik,“ sagði Gísli. Gísli skoraði gott mark í dag þegar hann kom Blikum í 1-0 á 14. mínútu leiksins. Hann hefur færst aftar á völlinn undanfarin ár en langar að skora meira á þessu tímabili. Hann kom einnig inn á innkomu Patrik Johannesen í liðið. „Maður vill auðvitað alltaf skora og það er langt síðan ég skoraði síðast. Svo er manni nánast alveg sama svo lengi sem maður vinnur leikinn. Það væri alveg skemmtilegt ef það kæmu aðeins fleiri mörk í sumar.“ „Patrik er búinn að koma virkilega sterkur inn í þetta og er ótrúlega góður í fótbolta. Hann tekur mikið til sín. Góður taktur í honum, hann smellur vel inn í liðið og það er þægilegt að spila með honum. Vonandi heldur þetta áfram í sumar,“ sagði Gísli um markið og Patrik. Blikar mæta grönnum sínum í HK eftir 6 daga í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Gísli býst við hörku leik. „Við ætlum bara að bjóða þá velkomna á Kópavogsvöllinn. Það verður bara virkilega skemmtilegur leikur þar sem við ætlum að taka alla þrjá punktana og byrja þetta almennilega.“
Breiðablik Víkingur Reykjavík Besta deild karla Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólöglega lyfjanotkun bara betur falda í dag Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Sjá meira