Einar „rekinn“ í beinni: „Bitnar á blóðþrýstingnum og röddinni“ Sindri Sverrisson skrifar 4. apríl 2023 13:30 Einar Jónsson hefur verið í hlutverki sérfræðings í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport, í umfjöllun um Olís-deild kvenna, en verður þjálfari í deildinni frá og með næstu leiktíð þegar hann tekur við Fram. Hann verður jafnframt áfram þjálfari karlaliðs Fram. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þáttastjórnandinn Svava Kristín Gretarsdóttir tilkynnti um það í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld að Einar Jónsson, einn af sérfræðingum hennar í þættinum, hefði verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Fram í handbolta. Svava greindi jafnframt frá því að Einar yrði í tvöföldu starfi þar sem að hann myndi áfram stýra karlaliði Fram. Aðspurður hvort það kæmi til með að bitna á öðru liðanna að vera með sama þjálfara þvertók Einar fyrir það, en fyrir rúmum áratug stýrði hann einnig báðum liðum Fram. „Ég sé ekki að þetta stangist neitt á. Við getum æft þegar við viljum, erum með nýja og stórglæsilega aðstöðu, svo ég hef ekki áhyggjur af að þetta bitni á einum né neinum, nema kannski sjálfum mér. Ég er svo æstur á línunni svo að það er helst að þetta bitni á blóðþrýstingnum og röddinni,“ sagði Einar. „Tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta“ „Ég ætlaði nú að reyna að fá að vera áfram hérna líka, í þættinum,“ sagði Einar líka léttur eftir að Svava greindi frá tíðindunum en hún var fljót að tilkynna honum það að því miður gengi það ekki. Frá og með næsta vetri verður Einar því í staðinn einn af þjálfurunum sem fá gagnrýni og hrós í Seinni bylgjunni, og það í bæði kvenna- og karlaþættinum. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég hef gert þetta áður svo ég veit út í hvað ég er að fara. Þetta gefur mér tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta, númer 1, 2 og 3, og fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábært. Þetta var það sem menn vildu í Fram og þetta á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Jóns klár í tvö störf „Það er mikil vinna framundan en við erum svo sem búin að vinna mikið og gott starf með karlaliðið undanfarið ár, í „semi“ uppbyggingarferli. Kvennaliðið hefur verið svolítið fastmótað en hrikalega öflugt. Það er verðugt verkefni að taka við því en það er ljóst að það verða miklar breytingar. Nýir menn og nýjar konur, og þetta verður mjög spennandi,“ sagði Einar. „Hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel“ Kvennalið Fram er ríkjandi Íslandsmeistari en endaði deildarkeppnina í ár í 4. sæti, níu stigum á eftir deildarmeisturum ÍBV. „Botninn hefur aðeins dottið úr þessu miðað við síðustu leiktíð, Íslandsmeistaraleiktíð. Það duttu geggjaðir leikmenn út, goðsagnir hjá félaginu, og það var hrikalega erfitt fyrir þjálfara og liðið að fylla það skarð. Það er ljóst að fleiri breytingar verða áfram,“ sagði Einar og bætti við að góður kjarni leikmanna yrði áfram til staðar þó að um ákveðna uppbyggingu yrði að ræða næstu misseri. Spurður út í efasemdaraddir um að hann geti stýrt bæði kvenna- og karlaliðinu með jöfnum hætti svaraði Einar: „Leikdagarnir eru ekki þeir sömu, og við höfum að einhverju leyti stjórn á því hvenær leikirnir eru, svo ég hef engar áhyggjur af því að missa af einhverjum leikjum eða slíkt. Ég er hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel. Ég spyr þá bara á móti, fyrir þá sem eru í annarri vinnu frá 8-5 á daginn, bitnar það þá ekki á vinnunni eða þjálfuninni? Hinn venjulegi Íslendingur vinnur 8-10 tíma á dag og ég sé ekki að það verði nein breyting þar á,“ en svör Einars og umræðuna í heild má sjá í myndskeiðinu hér að ofan. Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Svava greindi jafnframt frá því að Einar yrði í tvöföldu starfi þar sem að hann myndi áfram stýra karlaliði Fram. Aðspurður hvort það kæmi til með að bitna á öðru liðanna að vera með sama þjálfara þvertók Einar fyrir það, en fyrir rúmum áratug stýrði hann einnig báðum liðum Fram. „Ég sé ekki að þetta stangist neitt á. Við getum æft þegar við viljum, erum með nýja og stórglæsilega aðstöðu, svo ég hef ekki áhyggjur af að þetta bitni á einum né neinum, nema kannski sjálfum mér. Ég er svo æstur á línunni svo að það er helst að þetta bitni á blóðþrýstingnum og röddinni,“ sagði Einar. „Tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta“ „Ég ætlaði nú að reyna að fá að vera áfram hérna líka, í þættinum,“ sagði Einar líka léttur eftir að Svava greindi frá tíðindunum en hún var fljót að tilkynna honum það að því miður gengi það ekki. Frá og með næsta vetri verður Einar því í staðinn einn af þjálfurunum sem fá gagnrýni og hrós í Seinni bylgjunni, og það í bæði kvenna- og karlaþættinum. „Þetta var mjög auðveld ákvörðun. Ég hlakka mikið til að takast á við þetta. Ég hef gert þetta áður svo ég veit út í hvað ég er að fara. Þetta gefur mér tækifæri til að einbeita mér alfarið að handbolta, númer 1, 2 og 3, og fyrir mitt leyti finnst mér þetta frábært. Þetta var það sem menn vildu í Fram og þetta á eftir að ganga mjög vel,“ sagði Einar. Klippa: Seinni bylgjan: Einar Jóns klár í tvö störf „Það er mikil vinna framundan en við erum svo sem búin að vinna mikið og gott starf með karlaliðið undanfarið ár, í „semi“ uppbyggingarferli. Kvennaliðið hefur verið svolítið fastmótað en hrikalega öflugt. Það er verðugt verkefni að taka við því en það er ljóst að það verða miklar breytingar. Nýir menn og nýjar konur, og þetta verður mjög spennandi,“ sagði Einar. „Hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel“ Kvennalið Fram er ríkjandi Íslandsmeistari en endaði deildarkeppnina í ár í 4. sæti, níu stigum á eftir deildarmeisturum ÍBV. „Botninn hefur aðeins dottið úr þessu miðað við síðustu leiktíð, Íslandsmeistaraleiktíð. Það duttu geggjaðir leikmenn út, goðsagnir hjá félaginu, og það var hrikalega erfitt fyrir þjálfara og liðið að fylla það skarð. Það er ljóst að fleiri breytingar verða áfram,“ sagði Einar og bætti við að góður kjarni leikmanna yrði áfram til staðar þó að um ákveðna uppbyggingu yrði að ræða næstu misseri. Spurður út í efasemdaraddir um að hann geti stýrt bæði kvenna- og karlaliðinu með jöfnum hætti svaraði Einar: „Leikdagarnir eru ekki þeir sömu, og við höfum að einhverju leyti stjórn á því hvenær leikirnir eru, svo ég hef engar áhyggjur af því að missa af einhverjum leikjum eða slíkt. Ég er hundrað prósent á því að ég muni geta sinnt báðum liðum vel. Ég spyr þá bara á móti, fyrir þá sem eru í annarri vinnu frá 8-5 á daginn, bitnar það þá ekki á vinnunni eða þjálfuninni? Hinn venjulegi Íslendingur vinnur 8-10 tíma á dag og ég sé ekki að það verði nein breyting þar á,“ en svör Einars og umræðuna í heild má sjá í myndskeiðinu hér að ofan.
Olís-deild kvenna Olís-deild karla Fram Seinni bylgjan Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira