Fórnarlömb hryðjuverkaárásar höfða mál á hendur samsæriskenningasmiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2023 10:10 Ríki íslam lýsti árásinni á hendur sér. Árásarmaðurinn lést en bróðir hans var dæmdur í lífstíðarfangelsi. epa/Nigel Roddis Feðgin sem slösuðust alvarlega í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena árið 2017 hafa höfðað mál á hendur samsæriskenningasmið, sem hefur haldið því fram að árásin hafi verið sett á svið og að enginn hafi raunverulega slasast. Martin Hibbert lamaðist fyrir neðan mitti í árásinni og Eve, dóttir hans, særðist alvarlega. Bæði eru bundin við hjólastól. Feðginin stóðu um fimm metrum frá sprengjunni sem sprakk eftir tónleika Ariönu Grande og voru mikil mildi þykir að þau hafi lifað. Alls létust 22 í árásinni. Rannsóknir BBC Panorama og hlaðvarps á vegum Radio 4, sem greint var frá í fyrra, leiddu í ljós að Martin og Eve væru á meðal fórnarlamba árásarinnar sem samsæriskenningasmiðurinn Richard D. Hall hefði fylgt eftir og áreitt. Hall viðurkenndi meðal annars að hafa setið um Eve og njósnað um hana úr bifreið sinni, sem hann lagði fyrir utan heimili hennar. Hall hefur sjálfur greint frá því á netinu að hann stundi það að leita uppi fórnarlömb hryðjuverkaárása til að reyna að sanna að þau séu að ljúga um áverka sína. Í kjölfar rannsóknar BBC var YouTube-vefsíðu Hall lokað og hann neyddur til að taka niður sölubás þar sem hann seldi heimagerðar bækur og DVD-diska með samsæriskenningum sínum. Hibbert-feðginin krefjast þess að lögbann verði sett á Hall. Þá krefjast þau skaðabóta. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en því svipar til málsins sem fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook í Bandaríkjunum höfðuðu á hendur samsæriskenningasmiðnum og hlaðvarpsstjórnandanum Alex Jones. Hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunum 1,5 milljarð Bandaríkjadala í skaða- og miskabætur. Lögmaður Martin og Eve Hibbert segist vonast til þess að málið verði til þess að Hall láti þau og önnur fórnarlömb hryðjuverkaárása í friði og verði öðrum víti til varnaðar. Umfjöllun BBC. Bretland England Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Martin Hibbert lamaðist fyrir neðan mitti í árásinni og Eve, dóttir hans, særðist alvarlega. Bæði eru bundin við hjólastól. Feðginin stóðu um fimm metrum frá sprengjunni sem sprakk eftir tónleika Ariönu Grande og voru mikil mildi þykir að þau hafi lifað. Alls létust 22 í árásinni. Rannsóknir BBC Panorama og hlaðvarps á vegum Radio 4, sem greint var frá í fyrra, leiddu í ljós að Martin og Eve væru á meðal fórnarlamba árásarinnar sem samsæriskenningasmiðurinn Richard D. Hall hefði fylgt eftir og áreitt. Hall viðurkenndi meðal annars að hafa setið um Eve og njósnað um hana úr bifreið sinni, sem hann lagði fyrir utan heimili hennar. Hall hefur sjálfur greint frá því á netinu að hann stundi það að leita uppi fórnarlömb hryðjuverkaárása til að reyna að sanna að þau séu að ljúga um áverka sína. Í kjölfar rannsóknar BBC var YouTube-vefsíðu Hall lokað og hann neyddur til að taka niður sölubás þar sem hann seldi heimagerðar bækur og DVD-diska með samsæriskenningum sínum. Hibbert-feðginin krefjast þess að lögbann verði sett á Hall. Þá krefjast þau skaðabóta. Um er að ræða fyrsta mál sinnar tegundar á Bretlandseyjum en því svipar til málsins sem fjölskyldur fórnarlamba skotárásarinnar í Sandy Hook í Bandaríkjunum höfðuðu á hendur samsæriskenningasmiðnum og hlaðvarpsstjórnandanum Alex Jones. Hann var dæmdur til að greiða fjölskyldunum 1,5 milljarð Bandaríkjadala í skaða- og miskabætur. Lögmaður Martin og Eve Hibbert segist vonast til þess að málið verði til þess að Hall láti þau og önnur fórnarlömb hryðjuverkaárása í friði og verði öðrum víti til varnaðar. Umfjöllun BBC.
Bretland England Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira