Kynnti áhöfnina sem á að fara aftur til tunglsins Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2023 08:38 Geimfararnir fjórir við kynninguna í Houston í gær. Frá vinstri: Jeremy Hansen, Victor Glover, Reid Wiseman og Christina Hammock Koch. AP/MIchael Wyke Bandaríska geimvísindastofnunin NASA kynnti í gær geimfarana fjóra sem urðu fyrir valinu til að fljúga til tunglsins á næsta ári. Kona og blökkumaður eru í fyrsta skipti á hópi væntanlegra tunglfara. Til stendur að skjóta fjórum geimförum með Orion-geimferju NASA til tunglsins í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í þessari fyrstu mönnuðu ferð Artemis-áætlunarinnar svonefndu er ætlunin að geimfararnir fljúgi geimferju sinni í kringum tunglið og aftur til jarðar án þess að reyna lending eða að fara á sporbraut um tunglið. Geimfararnir fjórir voru kynntir við hátíðlega athöfn í Houston í Bandaríkjunum í gær. Þrír Bandaríkjamenn og einn Kanadamaður urðu fyrir valinu. Þau eru öll á fimmtugsaldri og voru valin úr hópi 41 starfandi geimfara. Stjórnandi leiðangursins verður Reid Wiseman en með honum skipa áhöfnina þau Victor Glover, flugmaður sjóhersins og fyrsti blökkumaðurinn til að vera valinn í tunglferð, Christina Koch, sem á metið yfir lengstu samfelldu dvöl konu í geimnum, og Jeremy Hansen, fyrrverandi orrustuflugmaður frá Kanada. Hansen er sá eini þeirra sem hefur aldrei farið út í geim. Hansen er jafnframt fyrsti væntanlegi tunglfarinn sem er ekki frá Bandaríkjunum. Kanadíska geimstofnunin fékk sæti í leiðangrinum vegna framlags síns til geimskutluáætlunar NASA og Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fjórmenningarnir verða fyrstu mennirnir sem fara til tunglsins frá Apollo 17-leiðangrinum árið 1972. Tólf bandarískir karlmenn stigu fæti á tunglið í Apollo-ferðunum. Mynd NASA af tunglförunum fjórum: Koch, Glover, Wiseman og Hansen.AP/NASA/Josh Valcarcel Tunglið Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Til stendur að skjóta fjórum geimförum með Orion-geimferju NASA til tunglsins í fyrsta lagi seint á næsta ári. Í þessari fyrstu mönnuðu ferð Artemis-áætlunarinnar svonefndu er ætlunin að geimfararnir fljúgi geimferju sinni í kringum tunglið og aftur til jarðar án þess að reyna lending eða að fara á sporbraut um tunglið. Geimfararnir fjórir voru kynntir við hátíðlega athöfn í Houston í Bandaríkjunum í gær. Þrír Bandaríkjamenn og einn Kanadamaður urðu fyrir valinu. Þau eru öll á fimmtugsaldri og voru valin úr hópi 41 starfandi geimfara. Stjórnandi leiðangursins verður Reid Wiseman en með honum skipa áhöfnina þau Victor Glover, flugmaður sjóhersins og fyrsti blökkumaðurinn til að vera valinn í tunglferð, Christina Koch, sem á metið yfir lengstu samfelldu dvöl konu í geimnum, og Jeremy Hansen, fyrrverandi orrustuflugmaður frá Kanada. Hansen er sá eini þeirra sem hefur aldrei farið út í geim. Hansen er jafnframt fyrsti væntanlegi tunglfarinn sem er ekki frá Bandaríkjunum. Kanadíska geimstofnunin fékk sæti í leiðangrinum vegna framlags síns til geimskutluáætlunar NASA og Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Fjórmenningarnir verða fyrstu mennirnir sem fara til tunglsins frá Apollo 17-leiðangrinum árið 1972. Tólf bandarískir karlmenn stigu fæti á tunglið í Apollo-ferðunum. Mynd NASA af tunglförunum fjórum: Koch, Glover, Wiseman og Hansen.AP/NASA/Josh Valcarcel
Tunglið Bandaríkin Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira