„Þetta er sjúkdómur sem getur tekið ungt fólk“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 4. apríl 2023 13:00 Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir hjá Húðlæknastöðinni í Kópavogi ræddi um sólarvörn, húðkrabbamein og lasermeðferðir í Bakaríinu á Bylgjunni. „Við eigum öll að nota sólarvörn allt árið, líka um hávetur þegar sólin skín ekki,“ segir Jenna Huld Eysteinsdóttir húðsjúkdómalæknir í viðtali í Bakaríinu. Sólarvörn á andlit og háls allt árið Jenna segir sólarvörn og notkun hennar hér á landi stórkostlega vanmetin og að almennt geri fólk sér ekki grein fyrir mikilvægi daglegrar notkunar. Sólin blekkir okkur á Íslandi því að lofthitinn er svo lítill, en geislarnir eru svo sterkir. Þrátt fyrir að ekki fari mikið fyrir sólinni á veturna hér á landi segir Jenna þó ekki síður mikilvægt að nota sólarvörn daglega í andlitið. „Því þetta er í rauninni húðvörn, ekki bara sólarvörn. Verndar gegn kulda, roki, mengun og öllu sem mæðir á húðinni.“ Fólk sem starfi mikið úti við allan ársins hring, eins og bændur eða hestafólk séu líklegri til að fá æðaslit eða hljóta einhvern húðskaða og þá sjái mun fyrr á húðinni sé hún óvarin. Viðtalið við Jennu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Eitt skipti í ljósabekk eykur líkur á húðkrabbameini Þegar talið berst að ljósabekkjum og hvort að mögulega sé hægt að nota þá hóflega, án þess að það hafi skaðlega áhrif segir Jenna: Aldrei ljósabekki. Bara að fara einu sinni í ljósabekk eykur líkurnar á sortuæxli um nokkur prósent miðað við þann sem gerir það ekki. Fyrir þá sem vilji meiri ljóma í húðina og sækist eftir sólarbrúnku séu til mun betri leiðir eins og sjálfsbrúnkuvörur sem mikið úrval sé af í dag. Sortuæxli er ömurlegur sjúkdómur og maður gerir allt til að komast í veg fyrir hann. Þetta er sjúkdómur sem getur tekið ungt fólk. Það eru ungir einstaklingar sem geta dáið af þessu. Jenna segir forvarnir vissulega mikilvægar og það vera einstaklingsbundið hversu oft fólk ætti að láta fylgjast með sér og fæðingarblettum. Þau sem eru í áhættuhópum ættu þó öll að vera í reglulegu eftirliti. „Þetta er fólk sem er með einhverja sögu um sortuæxli, eða fólk sem er með mikið af fæðingarblettum.“ Lasermeðferð vernd gegn húðkrabbameini Jenna segir mikla sprengingu hafa orðið í kosmetískum húðlækningum síðustu ár og vinsælustu meðferðinar um heim allan botox, eða toxín, meðferðir. Það sé þó mjög margt annað hægt að gera til þess að byggja húðina og halda henni við með öðrum meðferðum. Sjálf segir hún að náttúruleg nálgun sé mjög mikilvæg og að einbeita sér að húðstyrkingu áður en farið er í meðferðir með botox eða fylliefnum. Ein af þeim meðferðum sem séu að verða vinsælli og vinsælli í dag segir Jenna vera svokallaðar laser húðmeðferðir. Þetta heitir Fraxel laser og er ný meðferð sem við byrjuðum með í október. Þetta er tækni þar sem laserinn veldur míkró skaða í húðinni sem veldur því að húðin fer í ákveðið viðgerðarferli. Hún fer aftur á fullt að dæla kollageni, elastíni og öllum þessum góðu efnum aftur í húðina. Meðferðin sé mjög öflug og sem dæmi þurfi eina meðferð af þessari meðferð á móti sirka fjórum af örnálarmeðferðum eins og Dermapen eða öðrum sambærilegum meðferðum. Er þetta ekkert hættulegt? „Nei, þetta er ekki hættulegt og það er einmitt ný rannsókn frá Harvard sem kom núna út fyrir jólin sem sýnir að þetta verndar gegn húðkrabbameinum. Því þetta ýtir við viðgerðarferli og húðin fer að bæta sig og snúa til baka.“ Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bakaríið Bylgjan Heilbrigðismál Ljósabekkir Tengdar fréttir Barst fjöldi skilaboða frá karlmönnum vegna brjóstanna Saga Garðarsdóttir leikkona hefur fengið mikil viðbrögð við kjól sem hún klæddist í Vikunni hjá Gísla Marteini á dögunum. Karlmenn voru sérstaklega ánægðir með brjóstasýninguna sem var í gangi, eins og hún kemst að orði. 28. mars 2023 07:01 Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 24. mars 2023 11:50 Íhugar að setja mömmu sína á launaskrá „Nú fer hún að hætta í bankanum og þá þarf maður kannski bara að fara að setja hana á launaskrá. Svona fyrir að fylgjast með öllu og jafnvel „covera“ smá heima á vaktinni,“ segir Frikki Dór kíminn í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 13:00 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Sólarvörn á andlit og háls allt árið Jenna segir sólarvörn og notkun hennar hér á landi stórkostlega vanmetin og að almennt geri fólk sér ekki grein fyrir mikilvægi daglegrar notkunar. Sólin blekkir okkur á Íslandi því að lofthitinn er svo lítill, en geislarnir eru svo sterkir. Þrátt fyrir að ekki fari mikið fyrir sólinni á veturna hér á landi segir Jenna þó ekki síður mikilvægt að nota sólarvörn daglega í andlitið. „Því þetta er í rauninni húðvörn, ekki bara sólarvörn. Verndar gegn kulda, roki, mengun og öllu sem mæðir á húðinni.“ Fólk sem starfi mikið úti við allan ársins hring, eins og bændur eða hestafólk séu líklegri til að fá æðaslit eða hljóta einhvern húðskaða og þá sjái mun fyrr á húðinni sé hún óvarin. Viðtalið við Jennu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Eitt skipti í ljósabekk eykur líkur á húðkrabbameini Þegar talið berst að ljósabekkjum og hvort að mögulega sé hægt að nota þá hóflega, án þess að það hafi skaðlega áhrif segir Jenna: Aldrei ljósabekki. Bara að fara einu sinni í ljósabekk eykur líkurnar á sortuæxli um nokkur prósent miðað við þann sem gerir það ekki. Fyrir þá sem vilji meiri ljóma í húðina og sækist eftir sólarbrúnku séu til mun betri leiðir eins og sjálfsbrúnkuvörur sem mikið úrval sé af í dag. Sortuæxli er ömurlegur sjúkdómur og maður gerir allt til að komast í veg fyrir hann. Þetta er sjúkdómur sem getur tekið ungt fólk. Það eru ungir einstaklingar sem geta dáið af þessu. Jenna segir forvarnir vissulega mikilvægar og það vera einstaklingsbundið hversu oft fólk ætti að láta fylgjast með sér og fæðingarblettum. Þau sem eru í áhættuhópum ættu þó öll að vera í reglulegu eftirliti. „Þetta er fólk sem er með einhverja sögu um sortuæxli, eða fólk sem er með mikið af fæðingarblettum.“ Lasermeðferð vernd gegn húðkrabbameini Jenna segir mikla sprengingu hafa orðið í kosmetískum húðlækningum síðustu ár og vinsælustu meðferðinar um heim allan botox, eða toxín, meðferðir. Það sé þó mjög margt annað hægt að gera til þess að byggja húðina og halda henni við með öðrum meðferðum. Sjálf segir hún að náttúruleg nálgun sé mjög mikilvæg og að einbeita sér að húðstyrkingu áður en farið er í meðferðir með botox eða fylliefnum. Ein af þeim meðferðum sem séu að verða vinsælli og vinsælli í dag segir Jenna vera svokallaðar laser húðmeðferðir. Þetta heitir Fraxel laser og er ný meðferð sem við byrjuðum með í október. Þetta er tækni þar sem laserinn veldur míkró skaða í húðinni sem veldur því að húðin fer í ákveðið viðgerðarferli. Hún fer aftur á fullt að dæla kollageni, elastíni og öllum þessum góðu efnum aftur í húðina. Meðferðin sé mjög öflug og sem dæmi þurfi eina meðferð af þessari meðferð á móti sirka fjórum af örnálarmeðferðum eins og Dermapen eða öðrum sambærilegum meðferðum. Er þetta ekkert hættulegt? „Nei, þetta er ekki hættulegt og það er einmitt ný rannsókn frá Harvard sem kom núna út fyrir jólin sem sýnir að þetta verndar gegn húðkrabbameinum. Því þetta ýtir við viðgerðarferli og húðin fer að bæta sig og snúa til baka.“ Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bakaríið Bylgjan Heilbrigðismál Ljósabekkir Tengdar fréttir Barst fjöldi skilaboða frá karlmönnum vegna brjóstanna Saga Garðarsdóttir leikkona hefur fengið mikil viðbrögð við kjól sem hún klæddist í Vikunni hjá Gísla Marteini á dögunum. Karlmenn voru sérstaklega ánægðir með brjóstasýninguna sem var í gangi, eins og hún kemst að orði. 28. mars 2023 07:01 Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 24. mars 2023 11:50 Íhugar að setja mömmu sína á launaskrá „Nú fer hún að hætta í bankanum og þá þarf maður kannski bara að fara að setja hana á launaskrá. Svona fyrir að fylgjast með öllu og jafnvel „covera“ smá heima á vaktinni,“ segir Frikki Dór kíminn í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 13:00 Mest lesið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Sjá meira
Barst fjöldi skilaboða frá karlmönnum vegna brjóstanna Saga Garðarsdóttir leikkona hefur fengið mikil viðbrögð við kjól sem hún klæddist í Vikunni hjá Gísla Marteini á dögunum. Karlmenn voru sérstaklega ánægðir með brjóstasýninguna sem var í gangi, eins og hún kemst að orði. 28. mars 2023 07:01
Besti tíminn til að forplanta vorlaukum og klippa trén Þó svo að engin sérstök vorstemmning sé yfir hitastiginu á landinu þessa dagana er þó ekki þar með sagt að vorverkin þurfi að bíða. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að klæða sig vel, setja upp vinnuhanskana og vinda sér út í garð með klippurnar að vopni. 24. mars 2023 11:50
Íhugar að setja mömmu sína á launaskrá „Nú fer hún að hætta í bankanum og þá þarf maður kannski bara að fara að setja hana á launaskrá. Svona fyrir að fylgjast með öllu og jafnvel „covera“ smá heima á vaktinni,“ segir Frikki Dór kíminn í viðtali í Bakaríinu síðasta laugardag. 23. mars 2023 13:00