Þröstur Leó valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Bari Árni Sæberg skrifar 2. apríl 2023 19:57 Þröstu Leó í hlutverki Jóns í kvikmyndinni Á ferð með mömmu. Aðsend Leikarinn Þröstur Leó Gunnarsson hlaut nú um helgina verðlaun ítölsku kvikmyndahátíðarinnar BIF&ST sem besti leikari í aðalhlutverki í kvikmynd Hilmars Oddsonar, Á ferð með mömmu. Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir að Þröstur Leó hafi með því bæst í hóp ekki ómerkilegri leikara en ð Max von Sydow, Helen Mirren og Roberto Benigni, svo einhverjir séu nefndir. Þá segir að í þakkarræðu sinni hafi Þröstur Leó sagst taka auðmjúkur á móti verðlaununum, sem hefðu komið sér á óvart. Hann þakkaði meðleikurum sínum Kristbjörgu Kjeld og hundinum Dreka sérstaklega, sem og Hilmari Oddssyni leikstjóra og Hlín Jóhannesdóttur, framleiðanda fyrir gefandi samstarf. Þriðju verðlaun myndarinnar Óhætt er að segja að Á ferð með mömmu hafi gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis. Verðlaun Þrastar Leós eru þau þriðju sem myndin fær. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum og þar hlaut hún aðalverðlaunin, Grand Prix, sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Í myndinni fer Þröstur Leó með hlutverk Jóns, sem tekur sér ferð á hendur þvert yfir landið með lík móður sinnar í aftursætinu, til að uppfylla hennar hinstu ósk. Móður hans leikur Kristbjörg Kjeld, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Heru Hilmarsdóttur og Tómasar Lemarquis. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Í fréttatilkynningu um verðlaunin segir að Þröstur Leó hafi með því bæst í hóp ekki ómerkilegri leikara en ð Max von Sydow, Helen Mirren og Roberto Benigni, svo einhverjir séu nefndir. Þá segir að í þakkarræðu sinni hafi Þröstur Leó sagst taka auðmjúkur á móti verðlaununum, sem hefðu komið sér á óvart. Hann þakkaði meðleikurum sínum Kristbjörgu Kjeld og hundinum Dreka sérstaklega, sem og Hilmari Oddssyni leikstjóra og Hlín Jóhannesdóttur, framleiðanda fyrir gefandi samstarf. Þriðju verðlaun myndarinnar Óhætt er að segja að Á ferð með mömmu hafi gengið vel á kvikmyndahátíðum erlendis. Verðlaun Þrastar Leós eru þau þriðju sem myndin fær. Kvikmyndin var heimsfrumsýnd á PÖFF kvikmyndahátíðinni í Tallin í nóvember síðastliðnum og þar hlaut hún aðalverðlaunin, Grand Prix, sem besta kvikmynd og ennfremur hlaut tónskáld myndarinnar, Tõnu Kõrvits verðlaunin fyrir bestu kvikmyndatónlistina. Í myndinni fer Þröstur Leó með hlutverk Jóns, sem tekur sér ferð á hendur þvert yfir landið með lík móður sinnar í aftursætinu, til að uppfylla hennar hinstu ósk. Móður hans leikur Kristbjörg Kjeld, en veigamikil hlutverk eru einnig í höndum Heru Hilmarsdóttur og Tómasar Lemarquis.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Lífið Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira