„Nýsköpun er kraftur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2023 21:53 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra hélt um borð í Tý á Síldarminjarsafninu á Siglufirði í dag. Vísir/Tryggvi Fjárfestahátíðin Norðanátt var haldin í annað sinn á Siglufirði í dag. Nýsköpunarfyrirtæki framtíðarinnar fengu tækifæri til að heilla fjárfesta og óvænt uppákoma tengd áfanga fyrirtækis sem kynnti á hátíðinni á síðasta ári vakti mikla lukku. Hátíðin snýst um að skapa vettvang fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði matar, vatns og orku til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Nýsköpun er kraftur og þessi tegund af nýsköpun, auðlindadrifin nýsköpun, þarf enn meiri umræðu og kraft og fjármagn og þess vegna er þessi hátíð sett á laggirnar. Af því að þetta er kannski fjármögnun sem skalast ekki eins auðveldlega upp eins og leikir, hugbúnaður, öpp og annað slíkt og þess vegna þarf að horfa til þessarar nýsköpunar enn betur og við þurfum fjármagn til að láta hlutina gerast,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem kemur að skipulagningu Norðanáttar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, á Siglufirði í dag.Vísir/Tryggvi Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og hafa fyrirtæki sem kynntu sig þar strax náð árangri, eins og kynnt var með óvæntum hætti á hátíðinni í dag. Þannig var bakið á fréttastjóranum Guðmundi Gunnarssyni notað til að undirrita tugmilljóna fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kea í uppbyggingu á örþörungaframleiðslu Mýsköpunar í Mývatnssveit. „Þannig að við erum komin með þennan fyrsta áfanga, þökk sé í rauninni hátíðinni og öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið hér og umfjöllun,“ segir Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Samningurinn skiptir sköpum fyrir framtíð Mýsköpunar, sem vinnur að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi, líkt og fjallað var um á Vísi árið 2021. Fyrirtækið getur nú stigið næsta skref. „Við hefðum ekki getað gert það án þess að hafa þennan pening og það þarf einhvern sem er tilbúinn til að stökkva svolítið út í djúpu laugina. Hafa trú á verkefninu með okkur því að þetta er nýsköpunarverkefn,“ segir Dagbjört Inga. Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttit eru potturinn og pannan í rekstri Mýsköpunar.Vísir/Tryggvi Aðalnúmerið var svo þegar frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín fyrir fjárfestum í dag. Kynningin fór fram í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar mætti fortíðin framtíðinni enda fóru kynningarnar á mögulegum stórfyrirtækjum framtíðarinnar fram í gömlum síldarbát, sem voru undirstaða stórfyrirtækja fortíðarinnar, að minnsta kosti í síldarævintýrum Siglufjarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, fylgdist grannt með hátíðinni og leist vel á. „Það að vera með allt þetta hugvit á einum stað, þar sem fólk er að tengjast og deila hugmyndum. Bæði því sem hefur gengið vel og illa. Það er svo sannarlega mikilvægur þáttur í því að ná þeim árangri sem við þurfum í loftslagsmálum. Svo er nú ekki verra að vera á Siglufirði,“ sagði Guðlaugur Þór. Nýsköpun Fjallabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Hátíðin snýst um að skapa vettvang fyrir nýsköpunarfyrirtæki á sviði matar, vatns og orku til að kynna hugmyndir sínar fyrir fjárfestum. „Nýsköpun er kraftur og þessi tegund af nýsköpun, auðlindadrifin nýsköpun, þarf enn meiri umræðu og kraft og fjármagn og þess vegna er þessi hátíð sett á laggirnar. Af því að þetta er kannski fjármögnun sem skalast ekki eins auðveldlega upp eins og leikir, hugbúnaður, öpp og annað slíkt og þess vegna þarf að horfa til þessarar nýsköpunar enn betur og við þurfum fjármagn til að láta hlutina gerast,“ segir Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims sem kemur að skipulagningu Norðanáttar. Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Eims, á Siglufirði í dag.Vísir/Tryggvi Hátíðin var haldin í fyrsta sinn á síðasta ári og hafa fyrirtæki sem kynntu sig þar strax náð árangri, eins og kynnt var með óvæntum hætti á hátíðinni í dag. Þannig var bakið á fréttastjóranum Guðmundi Gunnarssyni notað til að undirrita tugmilljóna fjárfestingu Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kea í uppbyggingu á örþörungaframleiðslu Mýsköpunar í Mývatnssveit. „Þannig að við erum komin með þennan fyrsta áfanga, þökk sé í rauninni hátíðinni og öllum þeim stuðningi sem við höfum fengið hér og umfjöllun,“ segir Dagbjört Inga Hafliðadóttir, framkvæmdastjóri Mýsköpunar. Samningurinn skiptir sköpum fyrir framtíð Mýsköpunar, sem vinnur að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi, líkt og fjallað var um á Vísi árið 2021. Fyrirtækið getur nú stigið næsta skref. „Við hefðum ekki getað gert það án þess að hafa þennan pening og það þarf einhvern sem er tilbúinn til að stökkva svolítið út í djúpu laugina. Hafa trú á verkefninu með okkur því að þetta er nýsköpunarverkefn,“ segir Dagbjört Inga. Júlía Katrín Björke og Dagbjört Inga Hafliðadóttit eru potturinn og pannan í rekstri Mýsköpunar.Vísir/Tryggvi Aðalnúmerið var svo þegar frumkvöðlarnir fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sín fyrir fjárfestum í dag. Kynningin fór fram í Síldarminjasafninu á Siglufirði. Þar mætti fortíðin framtíðinni enda fóru kynningarnar á mögulegum stórfyrirtækjum framtíðarinnar fram í gömlum síldarbát, sem voru undirstaða stórfyrirtækja fortíðarinnar, að minnsta kosti í síldarævintýrum Siglufjarðar. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, fylgdist grannt með hátíðinni og leist vel á. „Það að vera með allt þetta hugvit á einum stað, þar sem fólk er að tengjast og deila hugmyndum. Bæði því sem hefur gengið vel og illa. Það er svo sannarlega mikilvægur þáttur í því að ná þeim árangri sem við þurfum í loftslagsmálum. Svo er nú ekki verra að vera á Siglufirði,“ sagði Guðlaugur Þór.
Nýsköpun Fjallabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00 Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02 Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Sjá meira
Stórfyrirtæki framtíðarinnar kynnt til leiks á Siglufirði Fulltrúar tíu nýsköpunarfyrirtækja fengu tækifæri til að kynna fyrirtæki sitt fyrir fjársterkum aðilum á stórri fjárfestahátíð sem haldin var á Siglufirði í dag. 31. mars 2022 22:00
Fljótandi þörungabrugg í Mývatnssveit lofar góðu Lítið nýsköpunarfyrirtæki í Mývatnssveit vinnur nú að framleiðslu á sérmývetnskum þörungi. Það næringaríkasta sem hægt er að rækta, segir framkvæmdastjórinn. 19. nóvember 2021 10:02