Magnús furðulega rólegur miðað við aðstæður Bjarki Sigurðsson skrifar 29. mars 2023 22:01 Arnþrúður Þórarinsdóttir saksóknari og Sigurður Freyr Sigurðsson lögmaður við aðalmeðferð málsins í dag. Vísir/Vilhelm Fjöldi lögreglumanna gaf vitnisburð sinn fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag í máli saksóknara gegn Magnúsi Aroni Magnússyni sem grunaður er um að hafa drepið nágranna sinn í júní á síðasta ári. Sammæltust þeir flestir um það að Magnús hafi virst of rólegur miðað við aðstæður. Í dag hófst aðalmeðferð í máli gegn Magnúsi Aroni en hann er ákærður fyrir að hafa veist að Gylfa Bergmann Heimissyni með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi lést. Eftir að Magnús sjálfur og nokkrir nágranna hans höfðu gefið skýrslu fyrir dómi var komið að lögreglumönnum sem komu að málinu. Lögreglukona sem var hluti af því teymi sem mætti fyrst á staðinn lýsti því hvernig Magnús tók á móti þeim alblóðugur og tjáði þeim að maður hafi ráðist á sig. Hann hafi rotað hann og benti á kerru sem var á malarplani fyrir framan húsið. Bak við kerruna fundu lögreglumenn Gylfa meðvitundarlausan. Könnuð voru lífsmörk á manninum en þau voru ekki til staðar. Tók lögreglukonan eftir því að hann var illa farinn í framan. Fleiri lögreglumenn mættu þá á staðinn og voru endurlífgunartilraunir hafnar. Magnús var færður í handjárn og síðar fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Aðspurð hvernig Magnús hafi virkað á hana sagði hún hann hafa verið rólegan en virtist óútreiknanlegur. Fluttur í fangaklefa Lögreglumaðurinn sem var í sama teymi og konan sá um að sitja yfir Magnúsi á meðan lífsmörk Gylfa voru könnuð. Hann passaði að Magnús myndi ekki flýja og handjárnaði hann svo. Þá var honum kynnt að hann hefði stöðu sakbornings í málinu. Eftir komuna á Hverfisgötu voru teknar myndir af honum og hann færður í fangaklefa. Þar var klefinn opinn og tveir lögreglumenn, sem höfðu keyrt hann á stöðina, fengnir til að sitja yfir honum. Voru þeir báðir á þeim tíma ófaglærðir lögreglumenn. Kveikt var á búkmyndavélum þeirra á meðan þeir sátu yfir Magnúsi og spjölluðu þeir við hann. Þeir höfðu ekki fengið nein sérstök fyrirmæli um að spyrja hann ákveðinna spurninga eða neitt. „Við áttum að vera þarna með hann og til að stytta tímann vorum við að tala við hann. Ákváðum bara að sjá hvort hann vildi ræða málið. Við vorum búnir að kynna honum ítrekað að hann væri með stöðu sakbornings. Við vorum báðir að spyrja, átta okkur á því hvað var að gerast því við vissum ekki hvað gerðist. Vorum að tala bara við hann. Það var enginn búinn að fá fyrsta framburð hjá honum þannig við fórum bara að ræða við hann og hann útskýrði þetta fyrir okkur,“ sagði annar ófaglærðu lögreglumannanna fyrir dómi. Líkara yfirheyrslu Verjandi Magnúsar, Bjarni Hauksson, sagði að samtal lögreglumannanna við Magnús væri líkara yfirheyrslu. Honum hafi ekki verið bent á inni í klefanum að hann þyrfti ekki að svara spurningum og hann mætti vera með lögmann hjá sér þegar rætt væri um sakarefni. Aðspurður hvers vegna þeir hafi byrjað að ræða um sakarefnið sagði lögreglumaðurinn að oftast í svona málum sé lögreglumönnum kennt að reyna að fá einhvern framburð. Í þessu tilviki töldu þeir fínt að fá fyrsta framburð þar sem Magnús hafði ekki rætt málið. „Mig minnir að hann hafi verið rólegur miðað við. Mér fannst hann of rólegur miðað við hvernig útkallið hljómaði. Þegar ég kem er greinilega eitthvað búið að eiga sér stað, greinilega eitthvað í gangi. Þegar ég kem þá man ég eftir því að hann er með blóð í andlitinu en var rólegur yfir þessu. Í klefanum líka, alltaf mjög rólegur þegar hann er að útskýra hvað gerðist,“ sagði lögreglumaðurinn. Orðið „yfirbuga“ furðulegt Hann dró reyndar til baka það að hafa sagt Magnús hafa verið „of rólegan“ þar sem hann hafi ekki getað metið hvernig hann ætti að haga sér. Hann hafi ekki vitað á þeim tíma að Gylfi væri látinn. Aðspurður hvort eitthvað annað í fari Magnúsar hafi verið furðulegt sagði lögreglumaðurinn orðanotkun hans hafa verið furðulega. „Hann notaði þegar hann talaði um þetta að hann hafi verið að kýla hann og sparka þar til hann var viss um að hann væri búinn að yfirbuga hann. Eins og hann hafi viljað halda áfram þar til hinn var alveg úr leik. Ekki beint eins og hann sæi eitthvað eftir þessu,“ sagði lögreglumaðurinn. Áfram hélt Bjarni, lögmaður Magnúsar, að spyrja um þetta samtal í fangaklefanum sem hann vildi meina að væri meir eins og yfirheyrsla. Furðulega slakur Hinn ófaglærði lögreglumaðurinn sem sat yfir honum í klefanum hafði svipaða sögu að segja um atburðarásina. Hann staðfesti að í bílnum á leiðinni á lögreglustöðina hafi Magnúsi verið gert grein fyrir að hann hefði stöðu sakbornings, sem var þá í minnsta kosti í annað skiptið sem það var gert. Yfirmaður lögreglumannanna hafði fyrr um daginn gefið skýrslu fyrir dómi og sagt að Magnús hafi verið furðulega slakur. Honum hafi ekki þótt það eðlilegt. Einn annar lögreglumaður, sem sá um fyrstu yfirheyrslu yfir Magnúsi, sagði að Magnús hafi virst allsgáður og að hans framburður hafi að mestu leyti verið mjög skýr. Engin fyrirstaða hafi verið fyrir því að taka af honum skýrslu um kvöldið. Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira
Í dag hófst aðalmeðferð í máli gegn Magnúsi Aroni en hann er ákærður fyrir að hafa veist að Gylfa Bergmann Heimissyni með þeim afleiðingum að hinn síðarnefndi lést. Eftir að Magnús sjálfur og nokkrir nágranna hans höfðu gefið skýrslu fyrir dómi var komið að lögreglumönnum sem komu að málinu. Lögreglukona sem var hluti af því teymi sem mætti fyrst á staðinn lýsti því hvernig Magnús tók á móti þeim alblóðugur og tjáði þeim að maður hafi ráðist á sig. Hann hafi rotað hann og benti á kerru sem var á malarplani fyrir framan húsið. Bak við kerruna fundu lögreglumenn Gylfa meðvitundarlausan. Könnuð voru lífsmörk á manninum en þau voru ekki til staðar. Tók lögreglukonan eftir því að hann var illa farinn í framan. Fleiri lögreglumenn mættu þá á staðinn og voru endurlífgunartilraunir hafnar. Magnús var færður í handjárn og síðar fluttur á lögreglustöðina á Hverfisgötu. Aðspurð hvernig Magnús hafi virkað á hana sagði hún hann hafa verið rólegan en virtist óútreiknanlegur. Fluttur í fangaklefa Lögreglumaðurinn sem var í sama teymi og konan sá um að sitja yfir Magnúsi á meðan lífsmörk Gylfa voru könnuð. Hann passaði að Magnús myndi ekki flýja og handjárnaði hann svo. Þá var honum kynnt að hann hefði stöðu sakbornings í málinu. Eftir komuna á Hverfisgötu voru teknar myndir af honum og hann færður í fangaklefa. Þar var klefinn opinn og tveir lögreglumenn, sem höfðu keyrt hann á stöðina, fengnir til að sitja yfir honum. Voru þeir báðir á þeim tíma ófaglærðir lögreglumenn. Kveikt var á búkmyndavélum þeirra á meðan þeir sátu yfir Magnúsi og spjölluðu þeir við hann. Þeir höfðu ekki fengið nein sérstök fyrirmæli um að spyrja hann ákveðinna spurninga eða neitt. „Við áttum að vera þarna með hann og til að stytta tímann vorum við að tala við hann. Ákváðum bara að sjá hvort hann vildi ræða málið. Við vorum búnir að kynna honum ítrekað að hann væri með stöðu sakbornings. Við vorum báðir að spyrja, átta okkur á því hvað var að gerast því við vissum ekki hvað gerðist. Vorum að tala bara við hann. Það var enginn búinn að fá fyrsta framburð hjá honum þannig við fórum bara að ræða við hann og hann útskýrði þetta fyrir okkur,“ sagði annar ófaglærðu lögreglumannanna fyrir dómi. Líkara yfirheyrslu Verjandi Magnúsar, Bjarni Hauksson, sagði að samtal lögreglumannanna við Magnús væri líkara yfirheyrslu. Honum hafi ekki verið bent á inni í klefanum að hann þyrfti ekki að svara spurningum og hann mætti vera með lögmann hjá sér þegar rætt væri um sakarefni. Aðspurður hvers vegna þeir hafi byrjað að ræða um sakarefnið sagði lögreglumaðurinn að oftast í svona málum sé lögreglumönnum kennt að reyna að fá einhvern framburð. Í þessu tilviki töldu þeir fínt að fá fyrsta framburð þar sem Magnús hafði ekki rætt málið. „Mig minnir að hann hafi verið rólegur miðað við. Mér fannst hann of rólegur miðað við hvernig útkallið hljómaði. Þegar ég kem er greinilega eitthvað búið að eiga sér stað, greinilega eitthvað í gangi. Þegar ég kem þá man ég eftir því að hann er með blóð í andlitinu en var rólegur yfir þessu. Í klefanum líka, alltaf mjög rólegur þegar hann er að útskýra hvað gerðist,“ sagði lögreglumaðurinn. Orðið „yfirbuga“ furðulegt Hann dró reyndar til baka það að hafa sagt Magnús hafa verið „of rólegan“ þar sem hann hafi ekki getað metið hvernig hann ætti að haga sér. Hann hafi ekki vitað á þeim tíma að Gylfi væri látinn. Aðspurður hvort eitthvað annað í fari Magnúsar hafi verið furðulegt sagði lögreglumaðurinn orðanotkun hans hafa verið furðulega. „Hann notaði þegar hann talaði um þetta að hann hafi verið að kýla hann og sparka þar til hann var viss um að hann væri búinn að yfirbuga hann. Eins og hann hafi viljað halda áfram þar til hinn var alveg úr leik. Ekki beint eins og hann sæi eitthvað eftir þessu,“ sagði lögreglumaðurinn. Áfram hélt Bjarni, lögmaður Magnúsar, að spyrja um þetta samtal í fangaklefanum sem hann vildi meina að væri meir eins og yfirheyrsla. Furðulega slakur Hinn ófaglærði lögreglumaðurinn sem sat yfir honum í klefanum hafði svipaða sögu að segja um atburðarásina. Hann staðfesti að í bílnum á leiðinni á lögreglustöðina hafi Magnúsi verið gert grein fyrir að hann hefði stöðu sakbornings, sem var þá í minnsta kosti í annað skiptið sem það var gert. Yfirmaður lögreglumannanna hafði fyrr um daginn gefið skýrslu fyrir dómi og sagt að Magnús hafi verið furðulega slakur. Honum hafi ekki þótt það eðlilegt. Einn annar lögreglumaður, sem sá um fyrstu yfirheyrslu yfir Magnúsi, sagði að Magnús hafi virst allsgáður og að hans framburður hafi að mestu leyti verið mjög skýr. Engin fyrirstaða hafi verið fyrir því að taka af honum skýrslu um kvöldið.
Manndráp í Barðavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Sjá meira