Störf munu þurrkast út með tilkomu gervigreindar Stefán Árni Pálsson skrifar 29. mars 2023 11:31 Angela hefur rannsakað gervigreind ítarlega og segir að hún sé einfaldlega komin til að vera. Tækninni fleygir fram á ógnarhraða og gervigreind er ekki lengur bara eitthvað sem við lesum um í vísindaskáldsögum heldur er gervigreind nú þegar orðin partur af lífi margra. Umræðan um gervigreindar-mállíkanið Chat GPT hefur verið áberandi að undanförnu sér í lagi í ljósi þess að gervigreindin talar nú íslensku og sumir ganga svo langt að segja að líkanið gæti orðið liður í því að bjarga íslenskri tungu frá glötun. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Angelu Jiang, vörustjóra hjá bandaríska tæknifyrirtækinu OpenAI sem þróaði Chat GPT mállíkanið. „Um er að ræða forrit sem tekur inn texta og gefur þér texta til baka. Þetta er mjög einfalt en getur gert mjög mikið. Það getur svarað spurningum þínum, viðhaldið samtali, gefið þér hugmyndir eða kennt þér sitthvað. Það er í raun þannig að þegar þú ert að tala við manneskju þá eru samskiptin texti inn, texti út. Forritið er aðeins einu skrefi frá því að ná fleiri markmiðum með einfaldri vefsíðu,“ segir Angela. Hugsar ekki eins og menn Jafnvel þó það gæti hljómað svo þá segir hún að líkanið hugsi ekki líkt og menn, heldur vinnur það úr gögnum og varpar þannig fram upplýsingum. „Það sem það gerir í gruninn er að það hefur safnað fjölda gagna af netinu, úr bókum og þegar þú færir því texta spáir það fyrir hvernig næsti texti gæti verið. Hvað yrði gagnlegt. Þannig er þetta mun einfaldara en manneskja. Það er ekki málefnalegt, eða hefur neina röksemdarfærslu.“ En af hverju þurfum við á þessu að halda? „Þessi tækni getur aðstoðað okkur við margt. Þetta gæti t.d. nýst okkur til að kynnast sögu hafnaboltans. Það færir okkur svör og hugmyndir. Kannski vill maður hjálp við að semja ljóð. Það getur líka hjálpað þér við það.“ Umræðan um gervigreind hefur verið áberandi í tengslum við menntamál og skólar í New York hafa til að mynda bannað tólið því gervigreindin getur hjálpað nemendum að svindla á verkefnum. Angela segir að menntun muni breytast með tilkomu gervigreindarinnar en að í því séu fólgin mörg tækifæri. Ekki óvinur okkar „Við höfum þegar byrjað samstarf við menntakerfi sem framleiða gervigreindarmenni. Þú getur spurt þau spurninga og þau leiðbeina þér áfram að rétta svarinu án þess að segja þér svarið, heldur frekar spyrja þig fleiri spurninga og leiða þig áfram að því að læra námsefnið sjálfur.“ Að hennar mati er mikilvægt að kennarar og menntastofnanir líti ekki á gervigreindina sem óvin sinn, heldur læri á hana og hvernig best er að nýta hana. Hún segir einnig að mörg störf muni breytast með áframhaldandi þróun á tækninni. „Við búumst við að störf breytist með allri tækniþróun. Einhver störf gætu horfið en við búumst helst við því að eðli starfsins muni þróast til hins betra. Ef starfið felst t.d. í því að skrifa texta þá geti forritið kannski gert leiðinlegasta partinn ef maður getur orðað það sem svo.“ Og jafnvel þó einhver störf gætu þurrkast út þá muni ný störf skapast samhliða því. „Það munu verða til ný störf. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig störfin verða en ein af þeim ástæðum sem við vildum þróa þessa tækni og setja hana í loftið núna er til að hefja ákveðna aðlögun.“ Hún nefnir það til dæmis að jafnvel þó gervigreindin geti í raun átt samtal við notandann þá getur hún ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti. Mannleg samskipti eru og munu verða mannleg en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Gervigreind Tækni Ísland í dag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Umræðan um gervigreindar-mállíkanið Chat GPT hefur verið áberandi að undanförnu sér í lagi í ljósi þess að gervigreindin talar nú íslensku og sumir ganga svo langt að segja að líkanið gæti orðið liður í því að bjarga íslenskri tungu frá glötun. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var rætt við Angelu Jiang, vörustjóra hjá bandaríska tæknifyrirtækinu OpenAI sem þróaði Chat GPT mállíkanið. „Um er að ræða forrit sem tekur inn texta og gefur þér texta til baka. Þetta er mjög einfalt en getur gert mjög mikið. Það getur svarað spurningum þínum, viðhaldið samtali, gefið þér hugmyndir eða kennt þér sitthvað. Það er í raun þannig að þegar þú ert að tala við manneskju þá eru samskiptin texti inn, texti út. Forritið er aðeins einu skrefi frá því að ná fleiri markmiðum með einfaldri vefsíðu,“ segir Angela. Hugsar ekki eins og menn Jafnvel þó það gæti hljómað svo þá segir hún að líkanið hugsi ekki líkt og menn, heldur vinnur það úr gögnum og varpar þannig fram upplýsingum. „Það sem það gerir í gruninn er að það hefur safnað fjölda gagna af netinu, úr bókum og þegar þú færir því texta spáir það fyrir hvernig næsti texti gæti verið. Hvað yrði gagnlegt. Þannig er þetta mun einfaldara en manneskja. Það er ekki málefnalegt, eða hefur neina röksemdarfærslu.“ En af hverju þurfum við á þessu að halda? „Þessi tækni getur aðstoðað okkur við margt. Þetta gæti t.d. nýst okkur til að kynnast sögu hafnaboltans. Það færir okkur svör og hugmyndir. Kannski vill maður hjálp við að semja ljóð. Það getur líka hjálpað þér við það.“ Umræðan um gervigreind hefur verið áberandi í tengslum við menntamál og skólar í New York hafa til að mynda bannað tólið því gervigreindin getur hjálpað nemendum að svindla á verkefnum. Angela segir að menntun muni breytast með tilkomu gervigreindarinnar en að í því séu fólgin mörg tækifæri. Ekki óvinur okkar „Við höfum þegar byrjað samstarf við menntakerfi sem framleiða gervigreindarmenni. Þú getur spurt þau spurninga og þau leiðbeina þér áfram að rétta svarinu án þess að segja þér svarið, heldur frekar spyrja þig fleiri spurninga og leiða þig áfram að því að læra námsefnið sjálfur.“ Að hennar mati er mikilvægt að kennarar og menntastofnanir líti ekki á gervigreindina sem óvin sinn, heldur læri á hana og hvernig best er að nýta hana. Hún segir einnig að mörg störf muni breytast með áframhaldandi þróun á tækninni. „Við búumst við að störf breytist með allri tækniþróun. Einhver störf gætu horfið en við búumst helst við því að eðli starfsins muni þróast til hins betra. Ef starfið felst t.d. í því að skrifa texta þá geti forritið kannski gert leiðinlegasta partinn ef maður getur orðað það sem svo.“ Og jafnvel þó einhver störf gætu þurrkast út þá muni ný störf skapast samhliða því. „Það munu verða til ný störf. Það er erfitt að sjá fyrir hvernig störfin verða en ein af þeim ástæðum sem við vildum þróa þessa tækni og setja hana í loftið núna er til að hefja ákveðna aðlögun.“ Hún nefnir það til dæmis að jafnvel þó gervigreindin geti í raun átt samtal við notandann þá getur hún ekki komið í staðinn fyrir mannleg samskipti. Mannleg samskipti eru og munu verða mannleg en hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Gervigreind Tækni Ísland í dag Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira