Golf er gott fyrir (lýð)heilsuna Hulda Bjarnadóttir skrifar 28. mars 2023 08:30 Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. Það er því afar ánægjulegt að að Forseti Íslands skuli hafa forgöngu um að veita Íslensku lýðheilsuverðlaunin, en verðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Nú kann ég að vera ekki alveg hlutlaus í þessum efnum, en ég tel að þeir rúmlega 60 golfklúbbar, sem reknir eru af sjálfboðaliðum að miklu leyti um allt land, vinni á hverjum degi gríðarmikið starf í þágu lýðheilsu, starf sem ekki allir eru nægilega meðvitaðir um. Golf er heilsubót Eins og allir kylfingar vita, þá reynir golf bæði á huga og líkama. Vera kann að golf sé ekki almennt talið mjög krefjandi líkamlega, en það felur eigi að síður í sér útivist og röska göngu, þar sem hraðinn er um 6-7 km á klst, í nokkrar klukkustundir í senn þar sem hugurinn verður fyrir stöðugri örvun svo takast megi á við hinar margvíslegu áskoranir sem við mætum á vellinum. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um heilsufarslegan ávinning af golfiðkun án þess að á hann hafi verið lögð mikil áhersla í opinberri umræðu. Því er vert að spyrja: Hversu hollt er golf í raun fyrir líkama og sál? Edwin Roald, golfvallahönnuður, hefur lengi vakið athygli á heilsufarslegum kosti þess að leika golf og skrifaði fyrir nokkrum árum áhugaverða grein á vefsíðu félags golfvallaarkitekta í Evrópu, EIGCA, sem ég ætla að fá að vitna í. Einnig hefur Golfsamband Íslands reglulega þýtt og staðfært fræðsluefni meðal annars R&A Golf and Health. Hreyfing kemur blóðinu af stað Það að ganga og sveifla kylfunni ásamt því að bera golfpokann eða draga kerruna eykur hjartsláttartíðni og blóðflæði. Líkur á kvillum á borð við heilablóðfall og sykursýki dragast saman auk þess sem til margs er að vinna með því að lækka blóðþrýsting og skaðlegt kólesteról, sérstaklega ef mataræði er hollt og lífsstíll heilbrigður. Samkvæmt norska golfsambandinu, þá er hjartsláttartíðni kylfings við golfiðkun að jafnaði um 100 slög á mínútu í tvær til fimm klukkustundir í senn. Örvar heilann Reglubundin, dagleg ganga vinnur gegn minnistapi. Hvort sem um er að ræða skokk eða göngu á golfvellinum, þá er hreyfing fyrirtaks leið til að halda hjarta og heila heilbrigðum. Með reglubundinni hreyfingu tryggir þú gott blóðflæði til heilans, sem er nauðsynlegt svo hann starfi betur til lengri og skemri tíma. Aukakílóin burt Oft er talað um að leiðin til að léttast sé að taka tíu þúsund skref á dag. Til samanburðar, þá er því marki auðveldlega náð á átján holum, þ.e. ef þú leikur golf á tveimur jafnfljótum fremur en að nota golfbíl. Norska golfsambandið hefur tekið saman nýlegar rannsóknaniðurstöður frá Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð auk innlendra aðila, en þær sýna að karlkyns kylfingur brennir um 2.500 kaloríum á átján holum. Konur brenna um 1.500 kaloríum á átján holum. Minnkar streitu Ánægjan sem við fáum af því að ganga utandyra, í fersku lofti og góðum félagsskap ásamt því að leysa krefjandi þrautir framkallar endorfín í heilanum, sem stuðlar að bættri andlegri líðan, gerir okkur glaðlyndari og hjálpar okkur að slaka á. Lág slysatíðni og lengra líf Golf er örugg íþrótt eða tómstundaiðja í þeim skilningi að kylfingur gengur á mjúku og hæfilega öldóttu undirlagi. Margir þeirra sem e.t.v. eru komnir af léttasta skeiði kjósa því að leggja stund á golf, m.a. til að brenna hitaeiningum án mikillar hættu á meiðslum. Þá má benda á afar áhugaverða rannsókn sem stýrt var af Anders Ahlbom, prófessor hjá hinni virtu Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Þar kom í ljós að dánartíðni meðal sænskra kylfinga var 40% lægri en meðal Svía almennt. Þetta segja vísindamennirnir að megi umreikna yfir í fimm ára viðbótarlíftíma! Heilsuávinningurinn sem njóta má af golfiðkun er mun meiri en við flest gerum okkur grein fyrir. Golfiðkun hefur mun meiri og víðtækari áhrif á líðan okkar en við höfum til þessa gert okkur í hugarlund. Með tilliti til þess hve misjafnlega hver golfvöllur höfðar til fólks á öllum aldri, þá er golf ákaflega góð leið til að hvetja fólk til heilsubótar og gera því kleift að hreyfa sig. Nýverið tókum við þessar staðreyndir saman í bæklingnum“Golfíþróttin hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu” og í byrjun apríl munum við halda fund ásamt Háskólanum í Reykjavík um framlag Golfíþróttarinnar til lýðheilsu. Þar viljum við spyrja okkur af hverju golfíþróttin er mikilvæg lýðheilsu landsins og hvernig fellur hún inn í íþróttastefnu ríkis og sveitafélaga. Með þetta allt í huga vil ég hvetja folk til að mæta eða nýta sér streymi frá lýðheilsufundinum okkar þann 3. apríl þar sem við munum setja lýðheilsuna formlega á dagskrá ásamt heilbrigðisráðherra og sérfræðingum í málaflokknum. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Heilsa Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt stefnu Golfsambands Íslands 2020-2027 er markmiðið að golfhreyfingin verði virkur þátttakandi í lýðheilsumálum í samræmi við stefnu ÍSÍ og leggi þar með sérstaka áherslu á þátttöku fjölskyldunnar, ungmenna og eldri borgara. Það er því afar ánægjulegt að að Forseti Íslands skuli hafa forgöngu um að veita Íslensku lýðheilsuverðlaunin, en verðlaununum er ætlað að vekja athygli á mikilsverðu framlagi á sviði lýðheilsu og auka með þeim hætti áhuga á bættri heilsu og líðan almennings. Nú kann ég að vera ekki alveg hlutlaus í þessum efnum, en ég tel að þeir rúmlega 60 golfklúbbar, sem reknir eru af sjálfboðaliðum að miklu leyti um allt land, vinni á hverjum degi gríðarmikið starf í þágu lýðheilsu, starf sem ekki allir eru nægilega meðvitaðir um. Golf er heilsubót Eins og allir kylfingar vita, þá reynir golf bæði á huga og líkama. Vera kann að golf sé ekki almennt talið mjög krefjandi líkamlega, en það felur eigi að síður í sér útivist og röska göngu, þar sem hraðinn er um 6-7 km á klst, í nokkrar klukkustundir í senn þar sem hugurinn verður fyrir stöðugri örvun svo takast megi á við hinar margvíslegu áskoranir sem við mætum á vellinum. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um heilsufarslegan ávinning af golfiðkun án þess að á hann hafi verið lögð mikil áhersla í opinberri umræðu. Því er vert að spyrja: Hversu hollt er golf í raun fyrir líkama og sál? Edwin Roald, golfvallahönnuður, hefur lengi vakið athygli á heilsufarslegum kosti þess að leika golf og skrifaði fyrir nokkrum árum áhugaverða grein á vefsíðu félags golfvallaarkitekta í Evrópu, EIGCA, sem ég ætla að fá að vitna í. Einnig hefur Golfsamband Íslands reglulega þýtt og staðfært fræðsluefni meðal annars R&A Golf and Health. Hreyfing kemur blóðinu af stað Það að ganga og sveifla kylfunni ásamt því að bera golfpokann eða draga kerruna eykur hjartsláttartíðni og blóðflæði. Líkur á kvillum á borð við heilablóðfall og sykursýki dragast saman auk þess sem til margs er að vinna með því að lækka blóðþrýsting og skaðlegt kólesteról, sérstaklega ef mataræði er hollt og lífsstíll heilbrigður. Samkvæmt norska golfsambandinu, þá er hjartsláttartíðni kylfings við golfiðkun að jafnaði um 100 slög á mínútu í tvær til fimm klukkustundir í senn. Örvar heilann Reglubundin, dagleg ganga vinnur gegn minnistapi. Hvort sem um er að ræða skokk eða göngu á golfvellinum, þá er hreyfing fyrirtaks leið til að halda hjarta og heila heilbrigðum. Með reglubundinni hreyfingu tryggir þú gott blóðflæði til heilans, sem er nauðsynlegt svo hann starfi betur til lengri og skemri tíma. Aukakílóin burt Oft er talað um að leiðin til að léttast sé að taka tíu þúsund skref á dag. Til samanburðar, þá er því marki auðveldlega náð á átján holum, þ.e. ef þú leikur golf á tveimur jafnfljótum fremur en að nota golfbíl. Norska golfsambandið hefur tekið saman nýlegar rannsóknaniðurstöður frá Japan, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð auk innlendra aðila, en þær sýna að karlkyns kylfingur brennir um 2.500 kaloríum á átján holum. Konur brenna um 1.500 kaloríum á átján holum. Minnkar streitu Ánægjan sem við fáum af því að ganga utandyra, í fersku lofti og góðum félagsskap ásamt því að leysa krefjandi þrautir framkallar endorfín í heilanum, sem stuðlar að bættri andlegri líðan, gerir okkur glaðlyndari og hjálpar okkur að slaka á. Lág slysatíðni og lengra líf Golf er örugg íþrótt eða tómstundaiðja í þeim skilningi að kylfingur gengur á mjúku og hæfilega öldóttu undirlagi. Margir þeirra sem e.t.v. eru komnir af léttasta skeiði kjósa því að leggja stund á golf, m.a. til að brenna hitaeiningum án mikillar hættu á meiðslum. Þá má benda á afar áhugaverða rannsókn sem stýrt var af Anders Ahlbom, prófessor hjá hinni virtu Karolinska Institutet í Stokkhólmi. Þar kom í ljós að dánartíðni meðal sænskra kylfinga var 40% lægri en meðal Svía almennt. Þetta segja vísindamennirnir að megi umreikna yfir í fimm ára viðbótarlíftíma! Heilsuávinningurinn sem njóta má af golfiðkun er mun meiri en við flest gerum okkur grein fyrir. Golfiðkun hefur mun meiri og víðtækari áhrif á líðan okkar en við höfum til þessa gert okkur í hugarlund. Með tilliti til þess hve misjafnlega hver golfvöllur höfðar til fólks á öllum aldri, þá er golf ákaflega góð leið til að hvetja fólk til heilsubótar og gera því kleift að hreyfa sig. Nýverið tókum við þessar staðreyndir saman í bæklingnum“Golfíþróttin hefur jákvæð áhrif á lýðheilsu” og í byrjun apríl munum við halda fund ásamt Háskólanum í Reykjavík um framlag Golfíþróttarinnar til lýðheilsu. Þar viljum við spyrja okkur af hverju golfíþróttin er mikilvæg lýðheilsu landsins og hvernig fellur hún inn í íþróttastefnu ríkis og sveitafélaga. Með þetta allt í huga vil ég hvetja folk til að mæta eða nýta sér streymi frá lýðheilsufundinum okkar þann 3. apríl þar sem við munum setja lýðheilsuna formlega á dagskrá ásamt heilbrigðisráðherra og sérfræðingum í málaflokknum. Höfundur er forseti Golfsambands Íslands.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun