Móðir sýknuð af því að sparka í og slá fimm ára son sinn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 11:55 Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað móður af því að hafa sparkað í og slegið fimm ára gamlan son sinn. Það var þáverandi eiginmaður konunnar og faðir drengsins sem tilkynnti um málið. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði málið gegn konunni í nóvember síðastliðnum en atvikið átti sér stað í maí 2022. Lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið mánudaginn 9. maí en á vettvangi tók eiginmaðurinn á móti lögreglu og sagði konuna hafa sparkað í son þeirra og slegið hann í síðuna. Hann hefði verið að elda og heyrt grátur í herbergi sonarins og konan í kjölfarið viðurkennt að hafa sparkað í drenginn. Við matarborðið hefði konan sest hjá honum og drengnum og slegið drenginn í síðuna, með þeim afleiðingum að hann fór að gráta. Eftir það hringdi faðirinn í Neyðarlínuna. Konan gaf skýrslu daginn eftir þar sem hún játaði að hafa byrjað að' drekka eftir að hún sótti drenginn á leikskóla. Sagðist hún hafa drukkið 200 ml af vodka. Hún sagði rifrildi hafa átt sér stað milli sín og þáverandi eiginmanns síns, sem varð til þess að hún ákvað að fara með drenginn inn í herbergi. Þar hafi þau farið í „flugvélaleik“ og hún óvart meitt hann en ekki alvarlega. Héldu þau leiknum áfram, að sögn móðurinnar. Þá sagði hún að nokkru seinna hefði hún verið að klæða drenginn í náttföt og klórað hann óvart þannig að hann fékk litla skrámu. Drengurinn hafi við þetta farið að gráta og eiginmaðurinn þá komið og spurt hvað hún væri að gera. Taldi konan hann hafa hringt í lögreglu til að hefna sín á sér. Pabbinn sagði fyrir dómi að þau hjónin hefðu verið að rífast þegar atvik áttu sér stað. Hann hefði heyrt grátur inni í herbergi og farið að athuga málið og eiginkona hans þá greint honum frá óhappinu í flugvélaleiknum. Þá sagði hann drenginn hafa farið að gráta við matarborðið og bent á skrámu og sagt að mamma hans hefði klipið sig. Faðirinn útilokaði hins vegar ekki að um óviljaverk hefði verið að ræða. Pabbinn sagði gráturinn hafa pirrað sig og því hefði hann hringt á lögreglu. Eiginkonan, þá orðin fyrrverandi, væri góð móðir og sæi eftir þessu. Barnið sagði við skýrslutöku að mamma sín hefði sparkað í sig og meitt sig með hendinni. Þá hefði hún sagst ætla að lemja hann. Hann sagði hana hafa meitt sig mörgum sinnum og lýsti því einnig að pabbi sinn hefði margoft flengt sig á bossann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fullyrða að framburður móðurinnar væri rangur. Þá hefði barnið greint frá því að einhver hefði sagt við hann að hann ætti að segja í skýrslutökunni: „Að lemja mig“. Ekkert vitni hefði lýst því fyrir dómi að ákærða hefði sparkað í og slegið brotaþola líkt og henni væri gefið að sök í ákæru. Þá yrði ekki afdráttarlaust ráðið af framburði drengsins að ákærða hefði sparkað í hann og slegið. Gegn eindreginni neitun ákærðu og með hliðsjón af öðrum atriðum málsins yrði að teljast varhugavert að telja sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hefði gerst sek um þá háttsemi sem henni hefði verið gefin að sök. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína. Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði málið gegn konunni í nóvember síðastliðnum en atvikið átti sér stað í maí 2022. Lögreglu barst tilkynning um kvöldmatarleytið mánudaginn 9. maí en á vettvangi tók eiginmaðurinn á móti lögreglu og sagði konuna hafa sparkað í son þeirra og slegið hann í síðuna. Hann hefði verið að elda og heyrt grátur í herbergi sonarins og konan í kjölfarið viðurkennt að hafa sparkað í drenginn. Við matarborðið hefði konan sest hjá honum og drengnum og slegið drenginn í síðuna, með þeim afleiðingum að hann fór að gráta. Eftir það hringdi faðirinn í Neyðarlínuna. Konan gaf skýrslu daginn eftir þar sem hún játaði að hafa byrjað að' drekka eftir að hún sótti drenginn á leikskóla. Sagðist hún hafa drukkið 200 ml af vodka. Hún sagði rifrildi hafa átt sér stað milli sín og þáverandi eiginmanns síns, sem varð til þess að hún ákvað að fara með drenginn inn í herbergi. Þar hafi þau farið í „flugvélaleik“ og hún óvart meitt hann en ekki alvarlega. Héldu þau leiknum áfram, að sögn móðurinnar. Þá sagði hún að nokkru seinna hefði hún verið að klæða drenginn í náttföt og klórað hann óvart þannig að hann fékk litla skrámu. Drengurinn hafi við þetta farið að gráta og eiginmaðurinn þá komið og spurt hvað hún væri að gera. Taldi konan hann hafa hringt í lögreglu til að hefna sín á sér. Pabbinn sagði fyrir dómi að þau hjónin hefðu verið að rífast þegar atvik áttu sér stað. Hann hefði heyrt grátur inni í herbergi og farið að athuga málið og eiginkona hans þá greint honum frá óhappinu í flugvélaleiknum. Þá sagði hann drenginn hafa farið að gráta við matarborðið og bent á skrámu og sagt að mamma hans hefði klipið sig. Faðirinn útilokaði hins vegar ekki að um óviljaverk hefði verið að ræða. Pabbinn sagði gráturinn hafa pirrað sig og því hefði hann hringt á lögreglu. Eiginkonan, þá orðin fyrrverandi, væri góð móðir og sæi eftir þessu. Barnið sagði við skýrslutöku að mamma sín hefði sparkað í sig og meitt sig með hendinni. Þá hefði hún sagst ætla að lemja hann. Hann sagði hana hafa meitt sig mörgum sinnum og lýsti því einnig að pabbi sinn hefði margoft flengt sig á bossann. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að fullyrða að framburður móðurinnar væri rangur. Þá hefði barnið greint frá því að einhver hefði sagt við hann að hann ætti að segja í skýrslutökunni: „Að lemja mig“. Ekkert vitni hefði lýst því fyrir dómi að ákærða hefði sparkað í og slegið brotaþola líkt og henni væri gefið að sök í ákæru. Þá yrði ekki afdráttarlaust ráðið af framburði drengsins að ákærða hefði sparkað í hann og slegið. Gegn eindreginni neitun ákærðu og með hliðsjón af öðrum atriðum málsins yrði að teljast varhugavert að telja sannað, svo hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærða hefði gerst sek um þá háttsemi sem henni hefði verið gefin að sök. Ákæruvaldið hefði ekki axlað sönnunarbyrði sína.
Reykjanesbær Ofbeldi gegn börnum Dómsmál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira