„Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur“: Forsetinn biðlar til ráðamanna að sýna á ábyrgð Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2023 07:19 Fyrirhugaðar breytingar á lögum um dómstóla eru eitt eldfimasta innanríkismálið í sögu Ísrael. AP/Ohad Zwigenberg Isaac Herzog, forseti Ísrael, hefur kallað eftir því að hætt verði við afar umdeildar breytingar á lögum um dómstóla. Tugþúsundir Ísraelsmanna flykktust út á götur í gær eftir að forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu lét varnarmálaráðherrann fjúka vegna málsins. Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, hafði hvatt til þess að breytingarnar yrðu settar á ís, meðal annars vegna ólgu innan heraflans. Hann var fyrsti háttsetti samflokksmaður Netanyahu til að tjá andstöðu við fyrirætlanir forsætisráðherrans. „Ég ávarpa forsætisráðherrann, ráðherra ríkisstjórnarinnar... Augu Ísraelsmanna eru á ykkur. Augu allra gyðinga eru á ykkur. Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur,“ sagði forsetinn í ávarpi á Twitter. „Vaknið til meðvitundar núna! Þetta er ekki augnablik fyrir pólitík, þetta er augnablik til að leiða og sýna ábyrgð,“ sagði hann og hvatti ráðamenn til að verða þess ekki valdandi að sundra samstöðu þjóðarinnar. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd til að grípa inn í. Þingið mun að óbreyttu ganga til atkvæðagreiðslu um það í vikunni hvort ríkisstjórnin á að fá úrslitavald yfir skipun dómara. Breytingarnar fela einnig í sér vald til handa stjórnvöldum til að fara gegn ákvörðunum hæstaréttar landsins. Tugþúsundir mótmæltu í gærkvöldi og nótt eftir að fregnir bárust af því að Netanyahu hefði rekið Gallant úr embætti varnarmálaráðherra. Mótmælendur fylltu aðalgötu Tel Aviv, sem umbreyttist í haf af fánum og þá var varðeldur kveiktur á miðri götunni. Mótmæli áttu sér einnig stað í Beersheba, Haifa og Jerúsalem, þar sem þúsundir söfnuðust saman við aðsetur forsætisráðherrans. Þaðan var gengið að þinghúsinu. Teikn virðast á lofti um að fleiri samflokksmenn Netanyahu séu á því að best sé að hætta við eða fresta breytingunum. Menningarmálaráðherrann Miki Zohar, náin samstarfsmaður Netanyahu, sagði til að mynda í nótt að flokkurinn myndi styðja hann ef hann tæki þá ákvörðun að doka við. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega og sakað stjórnvöld um að ógna þjóðaröryggi landsins. Þá hefur æðsti sendifulltrúi Ísrael í Bandaríkjunum sagt upp störfum, þar sem hann segist ekki lengur geta starfað sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar. Ísrael Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sjá meira
Varnarmálaráðherrann, Yoav Gallant, hafði hvatt til þess að breytingarnar yrðu settar á ís, meðal annars vegna ólgu innan heraflans. Hann var fyrsti háttsetti samflokksmaður Netanyahu til að tjá andstöðu við fyrirætlanir forsætisráðherrans. „Ég ávarpa forsætisráðherrann, ráðherra ríkisstjórnarinnar... Augu Ísraelsmanna eru á ykkur. Augu allra gyðinga eru á ykkur. Augu heimsbyggðarinnar eru á ykkur,“ sagði forsetinn í ávarpi á Twitter. „Vaknið til meðvitundar núna! Þetta er ekki augnablik fyrir pólitík, þetta er augnablik til að leiða og sýna ábyrgð,“ sagði hann og hvatti ráðamenn til að verða þess ekki valdandi að sundra samstöðu þjóðarinnar. Forsetinn hefur engin raunveruleg völd til að grípa inn í. Þingið mun að óbreyttu ganga til atkvæðagreiðslu um það í vikunni hvort ríkisstjórnin á að fá úrslitavald yfir skipun dómara. Breytingarnar fela einnig í sér vald til handa stjórnvöldum til að fara gegn ákvörðunum hæstaréttar landsins. Tugþúsundir mótmæltu í gærkvöldi og nótt eftir að fregnir bárust af því að Netanyahu hefði rekið Gallant úr embætti varnarmálaráðherra. Mótmælendur fylltu aðalgötu Tel Aviv, sem umbreyttist í haf af fánum og þá var varðeldur kveiktur á miðri götunni. Mótmæli áttu sér einnig stað í Beersheba, Haifa og Jerúsalem, þar sem þúsundir söfnuðust saman við aðsetur forsætisráðherrans. Þaðan var gengið að þinghúsinu. Teikn virðast á lofti um að fleiri samflokksmenn Netanyahu séu á því að best sé að hætta við eða fresta breytingunum. Menningarmálaráðherrann Miki Zohar, náin samstarfsmaður Netanyahu, sagði til að mynda í nótt að flokkurinn myndi styðja hann ef hann tæki þá ákvörðun að doka við. Stjórnarandstaðan hefur gagnrýnt breytingarnar harðlega og sakað stjórnvöld um að ógna þjóðaröryggi landsins. Þá hefur æðsti sendifulltrúi Ísrael í Bandaríkjunum sagt upp störfum, þar sem hann segist ekki lengur geta starfað sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Ísrael Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Sjá meira