Colin From Accounts: Ástralirnir eru með þetta Heiðar Sumarliðason skrifar 6. apríl 2023 11:00 Hjónin Patrick Brammall og Harriet Dyer leika í og skrifa Colin From Accounts. Þáttaröðin Colin From Accounts laumaði sér nýlega inn á streymisveitu Sjónvarps Símans án mikils lúðraþyts. Vel má því vera að hún hafi farið fram hjá áskrifendum, en það leiðréttist hér með, hún er með því ánægjulegra í sjónvarpinu þessi misserin. Þáttaröðin fjallar um hin einhleypu Gordon (Patrick Brammall) og Ashley (Harriet Dyer). Hún er læknakandidat á sjúkrahúsi og hann rekur brugghús. Þau rekast á hvort annað fyrir tilviljun þegar hún verður valdur af því að hann keyrir á hund. Þar sem þau deila sök í máli fara þau saman með hundinn til dýralæknis. Hundurinn er það slasaður að hann mun vera hreyfihamlaður það sem eftir er. Því eru góð ráð dýr og Gordon og Ashley þurfa að ákveða hvort eigi að lóga honum eða búa þannig í haginn að hann komist ferða sinna með hjólabúnað festan við afturhlutann (sbr. mynd að neðan). Samviskubitið nær yfirhöndinni og þau ákveða að þyrma lífi hvuttans. Hundurinn Colin endar í höndum Gordon og Ashley. Við það flækjast hlutirnir töluvert þar sem hvorugt þeirra er í stöðu til að taka hundinn að sér. Þessir einhleypu og mjög svo þrasgjörnu einstaklingar neyðast því til að deila ábyrgðinni og skutla rakkanum sín á milli. Fljótlega kemur þó babb í bátinn þegar Ashley er hent út úr íbúðinni sinni, sem verður til þess að Gordon neyðist til að skjóta skjólshúsi yfir hana. Þar sem þau eru nú orðin sambýlingar tekur hið rokgjarna samband þeirra nýja stefnu. Hjón leika „the odd couple“ Grunnformúlan er kunnugleg, Gordon og Ashley eru „the odd couple.“ Parið sem rífst en undir niðri kraumar kynferðisleg spenna sem hvorugt þeirra þorir að viðurkenna. Þú þarft ekki að hafa séð mjög margar kvikmyndir eða þáttaraðir til að vita frá fyrstu mínútu hvert sagan stefnir. Þó svo að formúlan sé augljós er það ekki þannig að áhorfandinn upplifi nokkurn tíma að niðurstaðan sé augljós. Um leið og við teljum allt dottið í dúnalogn og persónurnar muni ná saman fer allt til fjandans og horfurnar slæmar eftir því. Samleikur og tenging þeirra Brammall og Dyer í aðalhlutverkunum er framúrskarandi. Sú staðreynd að þau eru höfundar þáttanna og hjón í raunveruleikanum, hjálpar sjálfsagt töluvert til. Ashley skellti sér í Costco. Þar töldu allir hana vera starfsmann. Þetta er alls ekki ein þessara „svo sætu að þig flökrar við“ þáttaröðum; enda veit ég ekki hvort Ástralir séu færir um að gera slíkt (og þó). Hér fáum við kaldhæðnina ómatreidda, hvort sem það er í formi klósetthúmors eða yfirgengilegra ósmekklegheita. Hið sæta fær þó að fljóta með en aldrei í of miklu magni. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og Colin From Accounts er einn þessara þátta sem maður rambar óvænt á, gjörsamlega heltekur mann í 8 x 30 mínútur og er svo horfinn. Það eina sem hægt er að vona er að önnur þáttaröð verði gerð. Enn hefur þó ekkert heyrst af því. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Þáttaröðin fjallar um hin einhleypu Gordon (Patrick Brammall) og Ashley (Harriet Dyer). Hún er læknakandidat á sjúkrahúsi og hann rekur brugghús. Þau rekast á hvort annað fyrir tilviljun þegar hún verður valdur af því að hann keyrir á hund. Þar sem þau deila sök í máli fara þau saman með hundinn til dýralæknis. Hundurinn er það slasaður að hann mun vera hreyfihamlaður það sem eftir er. Því eru góð ráð dýr og Gordon og Ashley þurfa að ákveða hvort eigi að lóga honum eða búa þannig í haginn að hann komist ferða sinna með hjólabúnað festan við afturhlutann (sbr. mynd að neðan). Samviskubitið nær yfirhöndinni og þau ákveða að þyrma lífi hvuttans. Hundurinn Colin endar í höndum Gordon og Ashley. Við það flækjast hlutirnir töluvert þar sem hvorugt þeirra er í stöðu til að taka hundinn að sér. Þessir einhleypu og mjög svo þrasgjörnu einstaklingar neyðast því til að deila ábyrgðinni og skutla rakkanum sín á milli. Fljótlega kemur þó babb í bátinn þegar Ashley er hent út úr íbúðinni sinni, sem verður til þess að Gordon neyðist til að skjóta skjólshúsi yfir hana. Þar sem þau eru nú orðin sambýlingar tekur hið rokgjarna samband þeirra nýja stefnu. Hjón leika „the odd couple“ Grunnformúlan er kunnugleg, Gordon og Ashley eru „the odd couple.“ Parið sem rífst en undir niðri kraumar kynferðisleg spenna sem hvorugt þeirra þorir að viðurkenna. Þú þarft ekki að hafa séð mjög margar kvikmyndir eða þáttaraðir til að vita frá fyrstu mínútu hvert sagan stefnir. Þó svo að formúlan sé augljós er það ekki þannig að áhorfandinn upplifi nokkurn tíma að niðurstaðan sé augljós. Um leið og við teljum allt dottið í dúnalogn og persónurnar muni ná saman fer allt til fjandans og horfurnar slæmar eftir því. Samleikur og tenging þeirra Brammall og Dyer í aðalhlutverkunum er framúrskarandi. Sú staðreynd að þau eru höfundar þáttanna og hjón í raunveruleikanum, hjálpar sjálfsagt töluvert til. Ashley skellti sér í Costco. Þar töldu allir hana vera starfsmann. Þetta er alls ekki ein þessara „svo sætu að þig flökrar við“ þáttaröðum; enda veit ég ekki hvort Ástralir séu færir um að gera slíkt (og þó). Hér fáum við kaldhæðnina ómatreidda, hvort sem það er í formi klósetthúmors eða yfirgengilegra ósmekklegheita. Hið sæta fær þó að fljóta með en aldrei í of miklu magni. Það er ekki annað hægt en að hrífast með og Colin From Accounts er einn þessara þátta sem maður rambar óvænt á, gjörsamlega heltekur mann í 8 x 30 mínútur og er svo horfinn. Það eina sem hægt er að vona er að önnur þáttaröð verði gerð. Enn hefur þó ekkert heyrst af því.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira