Risasekt vegna rasískra ummæla um Lewis Hamilton Smári Jökull Jónsson skrifar 25. mars 2023 13:46 Nelson Piquet , sem sést hér faðma Nikki heitinn Lauda, varð í þrígang heimsmeistari í Formúlu 1. Vísir/Getty Fyrrum heimsmeistari í Formúlu 1 Nelson Piquet hefur verið sektaður af brasilískum dómstóli vegna rasískra og hómófóbískra ummæla sem hann viðhafði um Lewis Hamilton. Brasilíumaðurinn Nelson Piquet varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1981, 1983 og 1987 en hann hætti keppni 1991 en það sama ár vann hann sinn síðasta sigur á móti. Í viðtali árið 2021 notaði Piquet móðgandi ummæli af rasískum toga um Lewis Hamilton, fyrrum heimsmeistara, en Hamilton og núverandi heimsmeistarinn Max Verstappen hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Dóttir Piquet er kærasta Verstappen. Alþjóðaakstursíþróttasambandið fordæmdi ummæli Piquet og lið Mercedes, sem Hamilton ekur fyrir, sem og forsvarsmenn Formúlu 1 gerðu slíkt hið sama. Piquet baðst síðar afsökunar á „vanhugsuðum ummælum sínum“ en hann sagði þau í tengslum við árekstur Hamilton og Verstappen í breska kappakstrinum árið 2021. Piquet sagði að hann ætlaði sér ekki að verja ummæli sín á neinn hátt en bætti við að orðalagið væri „sögulega séð notað á brasilíksri portúgölsku sem samheiti fyrir strák eða manneskju og var aldrei ætlað til að mógða.“ Í öðru viðtali sem birtist síðar viðhafði Piquet rasísk og hómófóbísk ummæli þegar hann lýsti því hvernig Hamilton missti af heimsmeistaratitlinum árið 2016 til Nico Rosberg. Fern mannréttindasamtök í Brasilíu lögðu fram kæru á hendur Piquet vegna ummælanna og í gær var hann dæmdur til að greiða rúmlega 130 milljónir króna í sekt þar sem dómarinn sagði að upphæðin væri svona há „svo við sem samfélag getum einhvern daginn verið laus við skaðleg ummæli lituð af rasima og hómófóbíu.“ Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Brasilíumaðurinn Nelson Piquet varð heimsmeistari í Formúlu 1 árin 1981, 1983 og 1987 en hann hætti keppni 1991 en það sama ár vann hann sinn síðasta sigur á móti. Í viðtali árið 2021 notaði Piquet móðgandi ummæli af rasískum toga um Lewis Hamilton, fyrrum heimsmeistara, en Hamilton og núverandi heimsmeistarinn Max Verstappen hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin. Dóttir Piquet er kærasta Verstappen. Alþjóðaakstursíþróttasambandið fordæmdi ummæli Piquet og lið Mercedes, sem Hamilton ekur fyrir, sem og forsvarsmenn Formúlu 1 gerðu slíkt hið sama. Piquet baðst síðar afsökunar á „vanhugsuðum ummælum sínum“ en hann sagði þau í tengslum við árekstur Hamilton og Verstappen í breska kappakstrinum árið 2021. Piquet sagði að hann ætlaði sér ekki að verja ummæli sín á neinn hátt en bætti við að orðalagið væri „sögulega séð notað á brasilíksri portúgölsku sem samheiti fyrir strák eða manneskju og var aldrei ætlað til að mógða.“ Í öðru viðtali sem birtist síðar viðhafði Piquet rasísk og hómófóbísk ummæli þegar hann lýsti því hvernig Hamilton missti af heimsmeistaratitlinum árið 2016 til Nico Rosberg. Fern mannréttindasamtök í Brasilíu lögðu fram kæru á hendur Piquet vegna ummælanna og í gær var hann dæmdur til að greiða rúmlega 130 milljónir króna í sekt þar sem dómarinn sagði að upphæðin væri svona há „svo við sem samfélag getum einhvern daginn verið laus við skaðleg ummæli lituð af rasima og hómófóbíu.“
Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira