Aðgerðum lokið í Straumsvík Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. mars 2023 11:17 Sinubruninn náði yfir víðfeðmt svæði. egill aðalsteinsson Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu. Mikill sinubruni kviknaði í Straumsvík upp úr hádegi í fyrradag og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Bruninn var gríðarlega umfangsmikill og áætlað að tugir ef ekki hundrað hektarar hafi verið undir og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Vonast eftir snjókomu Sex slökkviliðsmenn stóðu vaktina í gær en aðgerðum lauk í gærkvöld að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er engan eld að sjá þarna eins og er, en við fylgjumst vel með svæðinu þar sem glóð getur leynst lengi í mosanum. Þannig þetta er enn á okkar könnu og við fylgjumst vel með í dag. Svo vonum við að það snjói í kvöld.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil á landinu þar sem jarðvegur er þurr og viðkvæmur. „Þetta eru hættulegar aðstæður þar sem allur gróður er mjög þurr. Það eru því eindregin tilmæli frá okkur að fólk sé ekki með opinn eld utandyra þegar aðstæður eru svona. Hlutirnir geta gerst hratt ef ekki er farið varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í fyrradag að allir sem kæmu að málinu væru miður sín. Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Mikill sinubruni kviknaði í Straumsvík upp úr hádegi í fyrradag og var allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Bruninn var gríðarlega umfangsmikill og áætlað að tugir ef ekki hundrað hektarar hafi verið undir og hraunið auk þess hættulegt yfirferðar, sérstaklega í myrkri. Vonast eftir snjókomu Sex slökkviliðsmenn stóðu vaktina í gær en aðgerðum lauk í gærkvöld að sögn Guðmundar Guðjónssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er engan eld að sjá þarna eins og er, en við fylgjumst vel með svæðinu þar sem glóð getur leynst lengi í mosanum. Þannig þetta er enn á okkar könnu og við fylgjumst vel með í dag. Svo vonum við að það snjói í kvöld.“ Kjöraðstæður eru nú fyrir sinubruna suðvestantil á landinu þar sem jarðvegur er þurr og viðkvæmur. „Þetta eru hættulegar aðstæður þar sem allur gróður er mjög þurr. Það eru því eindregin tilmæli frá okkur að fólk sé ekki með opinn eld utandyra þegar aðstæður eru svona. Hlutirnir geta gerst hratt ef ekki er farið varlega.“ Lögregla í Hafnarfirði er með sinubrunann á sínu borði en fram hefur komið að eldsupptök megi rekja til þess að nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi, sem staddir voru í Straumsvík, stóðu í fikti með kúlublys. Skólameistari tjáði fréttastofu í fyrradag að allir sem kæmu að málinu væru miður sín.
Gróðureldar á Íslandi Hafnarfjörður Slökkvilið Lögreglumál Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira