Koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. mars 2023 12:33 Mikill ís er í gilinu. Frá björgunaraðgerðum við Glym í gær. landsbjörg Ferðamálastjóri segir að koma þurfi í veg fyrir að fólk labbi upp að Glym yfir vetrartímann. Hann mun eiga samtal við landeigendur, fulltrúa sveitarfélagsins, lögreglu og aðra hlutaðeigandi aðila til þess að ræða aðgerðir til að auka öryggi á svæðinu. Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í fyrradag. Aðstæður voru sagðar mjög hættulegar á vettvangi og er slysið í rannsókn. Í kjölfarið hafa skapast umræður um að slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í hádegisfréttum í gær að öryggi við Glym væri verulega ábótavant og að úrbóta sé þörf í víðu samhengi. Stjórnvöld þurfi að girða sig í brók og bæta öryggi vegfarenda. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.egill aðalsteinsson Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri tekur undir þetta. Skoða þurfi öryggismál víða. „Það þarf að bregðast við alls staðar þar sem fyrirséð er að öryggi ferðamanna sé stefnt í hættu. Til dæmis á þessu svæði sem um ræðir þá er yfir vetrartímann fyrirséð að gönguleiðin upp að fossinum þarna austan megin við ána sé mjög varhugaverð. Það er drumbur sem liggur yfir ána, sem á að auðvelda fólki aðgengi, en er fjarlægður á haustin þannig það er ekki ætlast til að fólk sé þarna. Það er líka upplýsingaskilti við bílastæðið þar sem fólk er varað við því að fara þarna um vetrartímann. En það þarf að skoða þetta enn betur og reyna að koma í veg fyrir að fólk fari þarna yfir vetrartímann.“ Bregðast þurfi hratt við. „Og ég ætla að hóa saman öllum hlutaðeigandi aðilum sem koma að þessu máli. Bæði landeigendum, sveitarfélögum, björgunarfélaginu á Akranesi, lögreglunni á Vesturlandi og Landsbjörg. Ræða þetta sameiginlega og sjá hvað við þurfum að gera núna til að stuðla að auknu öryggi þarna á staðnum.“ Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. 23. mars 2023 11:45 Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í fyrradag. Aðstæður voru sagðar mjög hættulegar á vettvangi og er slysið í rannsókn. Í kjölfarið hafa skapast umræður um að slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar sagði í hádegisfréttum í gær að öryggi við Glym væri verulega ábótavant og að úrbóta sé þörf í víðu samhengi. Stjórnvöld þurfi að girða sig í brók og bæta öryggi vegfarenda. Jón Þór Víglundsson er upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.egill aðalsteinsson Arnar Már Ólafsson, ferðamálastjóri tekur undir þetta. Skoða þurfi öryggismál víða. „Það þarf að bregðast við alls staðar þar sem fyrirséð er að öryggi ferðamanna sé stefnt í hættu. Til dæmis á þessu svæði sem um ræðir þá er yfir vetrartímann fyrirséð að gönguleiðin upp að fossinum þarna austan megin við ána sé mjög varhugaverð. Það er drumbur sem liggur yfir ána, sem á að auðvelda fólki aðgengi, en er fjarlægður á haustin þannig það er ekki ætlast til að fólk sé þarna. Það er líka upplýsingaskilti við bílastæðið þar sem fólk er varað við því að fara þarna um vetrartímann. En það þarf að skoða þetta enn betur og reyna að koma í veg fyrir að fólk fari þarna yfir vetrartímann.“ Bregðast þurfi hratt við. „Og ég ætla að hóa saman öllum hlutaðeigandi aðilum sem koma að þessu máli. Bæði landeigendum, sveitarfélögum, björgunarfélaginu á Akranesi, lögreglunni á Vesturlandi og Landsbjörg. Ræða þetta sameiginlega og sjá hvað við þurfum að gera núna til að stuðla að auknu öryggi þarna á staðnum.“
Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Hvalfjarðarsveit Lögreglumál Tengdar fréttir Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. 23. mars 2023 11:45 Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49 Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Hættulegur staður allt árið um kring Kona á þrítugsaldri lést þegar hún féll á annað hundrað metra við fossinn Glym í Hvalfirði í gær. Aðstæður voru mjög hættulegar á vettvangi, að sögn upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Slysið sýni að bæta þurfi verulega öryggi á ferðamannastöðum landsins. 23. mars 2023 11:45
Kona á þrítugsaldri lést eftir hátt fall við Glym Kona á þrítugsaldri sem féll niður í gil við fossinn Glym í Hvalfirði í gær er látin. Talið er að hún hafi látist samstundis eftir hátt fall. 23. mars 2023 08:49
Þyrlan kölluð út vegna ferðamanns sem féll við Glym Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Vesturlandi eftir að tilkynning barst um að maður hafi fallið og slasast nærri fossinum Glym í Hvalfirði um klukkan 10:30 í morgun. 22. mars 2023 11:52