Gerðu loftárásir eftir mannskæða drónaárás Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2023 10:07 Bandaríkjamenn hafa lengi notað MQ-9 Reaper dróna til árása í Mið-Austurlöndum og víðar. EPA/Rio Rosado Bandarískur verktaki féll í drónaárás í Sýrlandi í nótt þar sem skæruliðahópur studdur af stjórnvöldum í Íran notaðist við dróna frá ríkinu til árásarinnar á herstöð í norðausturhluta landsins. Annar verktaki og fimm bandarískir hermenn særðust í árásinni. Fjórir þeirra sem særðust voru fluttir til aðhlynningar í Írak. Hlúð var að tveimur á staðnum. Í kjölfarið gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á skæruliðahópinn og aðra sem studdir eru af Byltingarverði Írans. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í nótt að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu verið hnitmiðaðar og þeim væri ætlað að koma í veg fyrir frekari árásir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árásirnar voru gerðar að skipa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, hafa eftir heimildarmönnum sínum að minnst átta skæruliðar hafi fallið í árásum Bandaríkjanna. Búist sé við að fleiri muni láta lífið þar sem margir séu særðir. Samtökin segja að árásirnar hafi meðal annars beinst gegn vopnageymslu í Deir Ezzor. Herforinginn Michael Kurilla, einn af æðstu yfirmönnum Bandaríkjahers, segir að herinn sé í stöðu til að gera frekari og umfangsmeiri árásir, verði þörf á því. Below is a statement from the CENTCOM Commander on the precision strikes in response to American casualties in Syria. pic.twitter.com/MIJeQh1VtD— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 24, 2023 Hann sagði þingmönnum í gær að Íran hefði mun meiri hernaðargetu en áður og vísaði sérstaklega til stýri- og eldflauga og sjálfsprengidróna. Kurilla sagði einnig að Íranar hefðu gert 78 árásir á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá janúar 2021. Bæði sjálfir og í gegnum skæruliðahópa. Bandaríkin eru með hundruð hermanna í Sýrlandi og eiga þeir að vera þar til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem enn eru virkir í Sýrlandi og í Írak. Bandarísku hermennirnir styðja sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Syrian Democratic Forces, sem leiddu baráttuna í að brjóta kalífadæmi ISIS á bak aftur. Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Tengdar fréttir ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 23. febrúar 2023 09:12 Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. 30. nóvember 2022 17:03 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fjórir þeirra sem særðust voru fluttir til aðhlynningar í Írak. Hlúð var að tveimur á staðnum. Í kjölfarið gerðu Bandaríkjamenn loftárásir á skæruliðahópinn og aðra sem studdir eru af Byltingarverði Írans. Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í nótt að loftárásir Bandaríkjamanna hefðu verið hnitmiðaðar og þeim væri ætlað að koma í veg fyrir frekari árásir, samkvæmt AP fréttaveitunni. Árásirnar voru gerðar að skipa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna. Syrian Observatory for Human Rights, samtök sem vakta átökin í Sýrlandi, hafa eftir heimildarmönnum sínum að minnst átta skæruliðar hafi fallið í árásum Bandaríkjanna. Búist sé við að fleiri muni láta lífið þar sem margir séu særðir. Samtökin segja að árásirnar hafi meðal annars beinst gegn vopnageymslu í Deir Ezzor. Herforinginn Michael Kurilla, einn af æðstu yfirmönnum Bandaríkjahers, segir að herinn sé í stöðu til að gera frekari og umfangsmeiri árásir, verði þörf á því. Below is a statement from the CENTCOM Commander on the precision strikes in response to American casualties in Syria. pic.twitter.com/MIJeQh1VtD— U.S. Central Command (@CENTCOM) March 24, 2023 Hann sagði þingmönnum í gær að Íran hefði mun meiri hernaðargetu en áður og vísaði sérstaklega til stýri- og eldflauga og sjálfsprengidróna. Kurilla sagði einnig að Íranar hefðu gert 78 árásir á bandaríska hermenn í Sýrlandi frá janúar 2021. Bæði sjálfir og í gegnum skæruliðahópa. Bandaríkin eru með hundruð hermanna í Sýrlandi og eiga þeir að vera þar til að berjast gegn vígamönnum Íslamska ríkisins, sem enn eru virkir í Sýrlandi og í Írak. Bandarísku hermennirnir styðja sýrlenska Kúrda og bandamenn þeirra í Syrian Democratic Forces, sem leiddu baráttuna í að brjóta kalífadæmi ISIS á bak aftur.
Sýrland Bandaríkin Íran Hernaður Tengdar fréttir ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 23. febrúar 2023 09:12 Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05 Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. 30. nóvember 2022 17:03 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
ISIS-brúður tapar áfrýjun gegn sviptingu ríkisborgararéttar Shamima Begum, ung kona sem fæddist í Bretlandi en gekk sem unglingur til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi, tapaði áfrýjun gegn ákvörðun breskra stjórnvalda að svipta hana ríkisborgararétti í gær. Lögmaður hennar segir að baráttunni sé hvergi nærri lokið. 23. febrúar 2023 09:12
Tala látinna komin í 45 þúsund Tala látinna eftir jarðskjálftann í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í 45 þúsund og óttast er að hún hækki. 264 þúsund íbúðarhús hrundu í Tyrklandi en síðast í gær var þremur bjargað úr rústum þar í landi. Stríðsátök eru hafin á ný í Sýrlandi, sem hamlar björgunarstarfi. 18. febrúar 2023 08:05
Enn einn leiðtogi ISIS er fallinn Talsmenn Íslamska ríkisins tilkynntu í dag að Abu al-Hasan al-Qurashi, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna, væri fallinn. Samtökin fengu um leið nýjan leiðtoga en þeir hafa fallið hver á fætur öðrum frá því sá fyrsti og frægasti, Abu Bakr al-Baghdadi dó. 30. nóvember 2022 17:03