Innlent

Sér­sveitin kölluð út og fimm hand­teknir eftir átök í heima­húsi

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Útkallið barst um klukkan 3.
Útkallið barst um klukkan 3. Vísir/Vilhelm

Um klukkan 3 í nótt barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um átök í heimahúsi. Rætt var að hnífi hefði verið beitt í árásinni. Lögregla fór á staðinn ásamt sérsveit ríkislögreglustjóra, en ekki er tekið fram hvar á höfuðborgarsvæðinu átökin áttu sér stað.

Þegar á vettvang var komið kom í ljós að líklega hafði hnífur ekki verið notaður en einstaklingar á vettvangi voru engu að síður með áverka eftir átök og þurftu einhverjir að leita aðhlynningar á Landspítala vegna þeirra.

Fimm gistu fangageymslur vegna málsins, sem er í rannsókn.

Ekkert annað fréttnæmt gerðist á kvöld- og næturvakt lögreglu, að því er segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×